Þá er heimaprófið afstaðið og gleðin er tekin við :) Í dag var svakalega heitt og ég og Frank nutum góða veðursins og fórum meðal annars niður á bryggju að kaupa Ýsu!! jeijj hef aldrei borðað ýsu hérna áður því þetta er alls ekki vinsæll fiskur meðal Danana, sem ég skil ekkert í !
Í gær eftir að hafa skilað inn heimaprófinu klukkan um tíu um morguninn, fór ég og tveir samnemendur niðrí bæ að drekka bjór, já þið heyrðuð rétt um hábjartan daginn! Þetta var nú frekar rólegt miðað við svona "alvöru" djammkvöld en mjög "hyggeligt" samt sem áður. Takk Haukur og Kamilla ;)
Hef alltaf fundist Japan vera heillandi land með frábærri menningu. Japanarnir nota til dæmis miklu krúttlegri broskalla en við, tékkit át
:-) en svona í Japan (^_^)
:-( = (;_;)
;-) = (~_^)
Ok reyndar miklu flóknara að gera Japönsku kallana á lyklaborði en kannski léttara í síma.
Las semsagt að það er einhver atferlisfræðingur sem dróg þá ályktun að við sýnum tilfinningar okkar með munninum, sjáið að broskallarnir okkar hafa mismunandi munna en augun breytast lítið, en Japanarnir sýna tilfinningar með augunum, sjáið að augun breyta bara en ekkert annað.
Athyglisvert
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Mjöög athyglisvert
þetta er mjög áhugavert
ég verð að fara prófa þetta ... ( ˜_˜ )
Það er gott að það er heitt hjá ykkur en ég er einmitt á leið til Ak um helgina og þar er spáð 2ja stiga hita og snjókomu, úff
Til lukku með próflok! Hefurðu eitthvað fengið að vita hvenær þú ert að vinna í júní?
nei veit ekki einu sinni hvernig ég er að vinna í næstu viku, það er svo hrikalega gott skipulag þarna!! ætla samt að heimta frí helgina þarna sem við töluðum um !!
Post a Comment