Helgin fór semsagt í að læra! Ég hélt að ég ættti minna eftir af heimaprófinu og hafði í raun gert ráð fyrir að chilla um helgina EN nei svo var ég bara sveitt við að klára þetta verkefni, allan föstudaginn og gærdaginn. Ætla reyndar bara að taka því rólega í dag og láta Frank fara yfir verkefnið. Er ekki alveg nógu vön því að skrifa á ensku og er nett léleg. Svo tekur vinnan við hjá mér á miðvikudaginn sem er svosem ekkert slæmt. Það er bara samt svo leiðinlegt að þurfa að vinna þegar mamma og pabbi koma að heimsækja mig í júlí :( Vonandi næ ég að skæla út einhverja nokkra daga, er bara svo léleg í að vera frek!
Sumarið er farið að láta sjá sig aftur í dag sem er yndislegt og ég get tekið gleði mína á ný :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Til hamingju með að vera búin með prófið, það er gott að láta sólina skína á sig, þú getur alveg verið frek ef þú vilt kristrún mín, þau geta ekki neitað þér um frí, sérstaklega ekki ef þú biður um það snemma svo go for it!
Post a Comment