Friday, May 04, 2007
Rykið dustað af feminstanum
Náði að hressa við feministanum í mér í gær þegar ég sá Joan of Arc sem ég hef af einhverjum ástæðum ekki séð fyrr en núna. Skrítið að kona hafi náð að komast svona langt í karlaheiminum á 14. öldinni en svo hefur ekki svo mikið gerst síðan þá...að mínu mati!
Las svo viðtal við Tori Amos en hún er að gefa út nýja plötu núna en markmiðið með plötunni er að vekja konur til meðvitundar, aðallega í USA þó þar sem aldrei hafa verið fleiri konur með góða menntun en aldrei hefur ríkisstjórnin verið jafn ótrúlega hægrisinnuð og karlamiðuð. Hún hefur mikla trú á að ef hún náði að hrista við nokkrum sterkum konum geti hún breytt mannkynssögunni því hún er viss um að konur muni ná stjórn ef þær bara ætla sér það. Henni finnst til dæmis skrítið að um 40 milljónir fólks horfi á sjónvarpspredikara sem eru að hennar mati öfgasinnaðir kristnir sem boða samfélag þar sem aðeins gagnkynhneigðir hvíti menn hafa áhrif. Þessu vill hún breyta og ég er sammála henni!!
Ástandið hérna í Danmörku er sérstaklega slæmt núna þessa dagana. Stjórnmálamenn eru að missa sig í umræðum um slæður og hversu mikið konur "megi" hylja sig. Mér finnst þetta pínu fyndið þar sem fyrir um 50 árum var máttu konur ekki sýna of mikið hold en núna er allt brjálað yfir konum sem hylja of mikið! Danir eru í uppnámi yfir því að nú eru miklar líkur á að múslímsk kona sem ber slæðu komist inn á þing. Margir vilja þá banna henni að bera slæðuna þegar hún er í ræðurstól því þar má ekki bera trúarleg tákn. Svo eru menn að hugsa um að banna konum að bera svokallaðan burka þegar þær passa börn. Burka er þegar konur hylja allt nema rétt augun. Atvinnumálaráðherra sagði svo í gær að hann væri til í að búa til lög þar sem opinberum starfsömmun er bannað að hylja andlit sitt og að skylda væri að heilsa með handabandi en margar múslimskar konur heilsa ekki karlmönnum með handabandi.
Ég spjallaði um daginn við eina mömmuna á leikskólanum mínum en hún ber minnstu gerð slæðna og hún sagði mér að hún væri á 9 vikna hreingernina námskeiði svo hún gæti fengið skúringavinnu. Svo sagði hún mér að hún hefði fengið tilboð frá einhverri skrifstofu en þeir sögðu henni þó að hún mætti ekki bera slæðuna á meðan hún væri í vinnunni!!?? what?? Er umburðarlyndi Dana svona lítið?
Finnst þetta skelfileg þróun sérstaklega þar sem alltaf er verið að tala um að það þé svo mikilvægt að fá múslímskar konur út á vinnumarkaðinn. Hver er að kúga hvern spyr ég bara?? Danir nota nefnilega alltaf sömu rökin gegn slæðunni en það er að þetta sé tákn um kúgun á konum. En hvað ef kona með slæðu eða í burka er á vinnumarkaðnum eða í námi er hún þá kúguð? Finnst rangt að refsa þessum konum því þær eru að reyna að komast áfram í þessu landi og þessu samfélagi. Ætti ekki frekar að hjálpa þeim að verða ennþá sjálfsæðari og sterkari þannig að þær geti þá sjálfar valið að bera slæðuna eða ekki? Finnst líka að þegar maður býr í demokratísku landi þá á maður að vera frjáls til að klæða sig eins og maður sjálfur vill. Kannski vilja Danir bara ekki að konur sem eru svo áberandi öðruvísi en "danskar konur" fái völd eða hafi áhrif á börn þeirra? Það er að minnsta kosti einhver rosaleg hræðsla í gangi þarna.
Hvað segið þið hin um þetta mál?? Pínu flókið en mjög áhugavert að mínu mati. Endilega að segja álit ykkar á þessu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Góð umræða. Ég er alveg sammála þér, hver er að kúga múslímskar konur? Af hverju í ósköpunum er fólk svona hrætt við smá efnispjötlu? Efast um að allt yrði vitlaust þó einhver stigi í pontu á þingi með kross um hálsinn.
Ég hef búið með múslímskri fjölskyldu. Það þýðir náttlega ekki að ég þekki múslíma út og inn, enda eru múslímar ekki síður fjölbreyttir en kristnir, en ég gat ekki séð að konur í Gambíu væru kúgaðar. Þær fáu sem ég þekkti sem gengu með slæðu gerðu það af eigin frumkvæði, sumar voru jafnvel þær einu í fjölskyldunni sem gerðu slíkt. Fólk á ekki að vera svo fljótt að álykta að slæða sé það sama og kúgun.
Svo held ég að það megi líka færa rök fyrir því að konur njóti meiri virðingar í sumum múslímskum samfélögum en í vestrænum samfélögum. Í gambíu heyrði ég alla vega aldrei talað um þær sem kjellingar, hórur eða tíkur. Ég hef ekki séð íslamskt myndband þar sem konur eru hálfnaktar í kös með hundaband um hálsinn. Og svona mætti lengi halda áfram. Kannski hafa þeir önnur gildi og aðrar hugmyndir um stöðu konunnar, en það er ekki eins og okkar samfélag sé eitthvað fullkomið heldur. Það eru stærri vandamál í DK heldur en efnispjötlur og hana nú!
Heyr heyr!
Merkilegt nokk hvað vesturlandabúar líta á slæðuna sem upprót allra vanda í heiminum. Það að banna konum að nota slæðu er eins og ef okkur vesturlandakonum yrði bannað að raka okkur undir höndunum. Enginn neyðir okkur til að gera það en okkur líður illa og subbulega þegar við gerum það ekki og annað fólk baktalar okkur og hneikslast á slíkri "öfgarfullri" hegðun. En auðvitað sjáum við aldrei að neitt sé að í eigin samfélagi. Þar höldum við að konur séu frjálsar sem fuglinn og enginn þrýstingur sé í samfélaginu á að við högum okkur á einhvern sérstakan hátt.
Veit ekki hvort þú hefur heyrt af könnun sem gerð var hér heima fyrir nokkru á afstöðu unglinga til kynskiptingar heimilisstarfa. Þar kom í ljóst að meirihlutanum fannst (bæði strákum og stelpum) konan frekar en karlinn eiga t.d. að þvo þvottinn. Mest sláandi er þó að í samskonar könnun fyrir áratug síðan þótti færrum heimilisverkin frekar vera kvenna.
Verð svo reið þegar ég hugsa um þetta allt saman að mig langar mest að fara að brenna brjóstahaldarann eða eitthvað. Kann ekki betri ráð þar sem ekkert virðist duga til.
P.s. Sólrún; Ég hélt að hundaólar atriðið hjá 50 cent hefði verið ádeila......
Takk fyrir frábær comment stelpur :) Er svo stolt að eiga svona hugsandi vinkonur. Rosalega góður punktur með að raka sig undir höndum og í klofi, man nú ekki betur en að maður hafi nánast verið neyddur til að gera þetta frá því að maður var rétt komin með þessi hár! Einnig er ég sammála því að múslímskir menn beri virðingu fyrir konum þó þeir geri það kannski á annan hátt en við erum vön. Það kom mér til dæmis á óvart að pabbarnir á leikskólanum mínum sóttu börnin sín jafn oft eða í vissum tilfellum oftar en mömmurnar. Einn pabbinn bað að meira að segja um að fá vinnu á leikskólanum og var alltaf mjög hjálpsamur þegar hann var á staðnum.
Mjög áhugaverðar umræður, merkilegt að eins hversdagslegur hlutur eins og slæða geti valdið svona miklu uppnámi. Ég er búinn að vera lesa vikulega pistla í Fréttablaðinu frá Íslenskri stúlku sem býr í Teheran, Iran. Þar segir hún frá því hvernig konurnar keppast við að hafa slæðurnar eins lítið hyljandi og hægt er en láta þær samt tolla á hausnum sem einskonar fashion statement. Og að þær séu alltaf alveg ofslalega smart og vel tilhafðar. Það rann upp fyrir mér að ég hef engan raunverulegan skilning á því hvað þessar slæður tákna sem dæmigerður vesturlandabúi. Ég er alveg samála því það sé mjög vafasamt að banna einhvers ákveðin klæðaburð eða merki um trúaskoðanir, sjálf þætti mér mjög leiðinlegt að mega ekki hafa krossinn min um hálsinn hvar sem mér sýnist. Fólk verður fá að velja sjálft.
...Og já ég heyrði um þessa könnun varðandi þvottinn og verkaskiptingu, ég er ekki alveg að kaupa þetta ég væri til í að sjá þessa könnun áður en ég fer í upnám.
Mikið er gott að lesa allt þetta sem þið hafið verið að skrifa stelpur. Til að bæta við umræðuna þá heyrði ég að margar múslímskar konur bæru slæðu af því að þær vildu ekki láta gera sig að kyntákni. Útlitsdýrkun í vesturlöndum er orðin sjúkleg og þær vilja ekki taka þátt í því. Eru þær þá ekki bara miklir femínistar?! Lausar við ofsóknir æskudýrkendanna og tískulögganna. Eftir að hafa hugsað málið þá hefur skoðun mín á slæðunni breyst. Kannski ættum við vestrænar konur að byrja að bera slæðu sem tákn um femínistann í okkur :)
Nú hafa svo komið fram kenningar af hverju Danir eru svona hræddir við að konur sem bera slæður og burka séu á vinnumarkaðnum og á þingi en ein er sú að Danir vilja ekki að þessar konur séu hluti af ásýnd Danmerkur. Det danske samfund vill greinilega ekki að múslimar og þeirra menning séu hluti þeim.
Ég sá svo í gær að þeir eru til dæmis farnir að hóta þessum konum að hætta að borga þeim kontankhjælp ef þær hætta ekki að bera slæðurnar eða burka. Ástæðan er svo sú að þær séu að gefa merki um að þær vilji ekki vera á vinnumarkaðnum og eigi því ekki skilið hjálp?? Það eru þeir sem eru að stoppa þær í því að vera á vinnumarkaðnum!! Hvað er í gangi hérna í þessu landi?? Vonandi fáum við bráðum nýja ríkisstjórn!
Jean d'arc var hermafrodit!
Post a Comment