Thursday, June 07, 2007

Sumarið er hér

Verð að viðurkenna að það er komin viss bloggleti í mig, það er kannski því sólin skín og manni langar bara að nota tímann til að njóta sín á meðan á þessari blíðu stendur. Í dag var ég búin í vinnunni klukkan tvö og svo klukkan þrjú skelltum við okkur í skóginn með teppi, gos, bjór, súkkulaði og apríkósur. Huggulegt! Eftir afslöppun og einn lítinn bjór steinsofnaði ég og brann nett á bakinu.

Það eina sem mér finnst bara svo pirrandi við þetta veður er að ég á aldrei nein sumardress því maður hefur nú ekki þurft að kaupa mikið af stuttermabolum og þess háttar þegar maður bjó á Íslandi. Ég sakna til dæmis Topshop en það er ekki nein Topshop búð hérna sem er bara skandall. Ég kíkti nú samt á heimasíðuna þeirra í dag og vá!! Stundum fær maður bara algjört ógeð á öllum þessum H&M vörum því það eru allir í þessu alls staðar og svo eru gæðin oft frekar lítil í þessum pjötlum, enda það ódýrasta sem hægt er að finna hér. Væri til í eitthvað svipað sem hefur aðeins meira edge og ekki allir eiga og þá er Topshop tilvalið. Kannski maður splæsi í sig einhverju af heimasíðunni þeirra er reyndar nett blönk núna þar sem ég hef ekki fengið neitt útborgað ennþá. Ég er nýbúin að fá smá yfirdrátt á kortið mitt sem er fyrsta skiptið sem ég skulda peninga hérna í Danmörk sem er nú alveg ágætt finnst mér þar sem ég er búin að búa hérna í tvö ár. já já mín vandamál eru sko bara lúxusvandamál sem þið eruð öruglega að gera grín að í huganum núna !! haha er það ekki?

Erum svo að fara til Álaborgar á morgun sem er bara æðislegt og okkur hlakkar rosalega til að hitta Óla og Eydísi og þeirra yndislegu börn. Við ætlum að reyna að tékka á einhverju menningarlegu en það er ekki alveg ákveðið hvað það verður. Það eina sem er á hreinu er að veðrið á eftir að leika við okkur og við munum örugglega sötra bjór og borða grillmat :) Það er yndislegt að vera í Danmörku á sumrin :)

5 comments:

Anna Þorbjörg said...

Ohhh, eins og ég er nú sátt við að vera flutt heim fæ ég alveg nettan söknuð til Svíþjóðar núna þar sem ég veit að þar verður alvöru sumar. Einhvern veginn allt önnur stemmning en hér á sumrin. Í dag er t.d. sól og kannski ca. 10 stiga hiti og þá eru allir að tala um hvað það er gott veður. Svo sem gott að fólkið er nægjusamt. Hlakka alla vega til að fá Skandinavískt sumar í nokkra daga í júlí

Anonymous said...

Hehe já það hljómar nú ekki alvarlegt að þurfa taka sér smá yfirdrátt...þekki ekki líf án þess auch... En talandi um sól og gott veður,helduru að ég hafi ekki barasta náð að fá sundbolafar og rjóðar kinnar í dag,það er nebbla 15 stiga hiti og yndislegt veður í dag :-)
P.S endilega splæstu á þig top shop flík,smá sumargjöf eða próflokargjöf, áttu ekki eftir að fá svoleiðis?

Anonymous said...

Fann tannburstann þinn á milli skónna í forstofunni...býst ekki við því að þú viljir hann aftur hehe.
Og já, ég væri mjög svo til í að þið mynduð að setja eitthvað inn á myndasíðuna ykkar, ég get líka sent þér einherjar af þeim myndum sem við tókum af ykkur :)
Vorum að spjalla um að við ættum að skella okkur til Arhus þegar við værum búin losa okkur við dótið í gáminn...þ.e. einhvern tíma eftir 9.júlí. Verum í bandi og farið vel með ykkur.

Anonymous said...

Rosalega hljómar þetta kósý að fara í smá skógarferð með nesti. Ég skil þig með þessi sumarföt ég var að fara í útskriftarveisluna hjá Rúnu og fannst allt ómögulegt því að sólin skein og það var geggjað veður og mér fannst að ég ætti að vera í einhverju sumarlegu (endaði samt í öllu svörtu).
Finnst vanta svo eitt stykki Kristrúnu hérna núna. Knús og kossar.

Anonymous said...

Já Soffía þú hefur rétt fyrir þér, ég á skilið smá prófloka gjöf ;) hehe. Ég var reyndar í bænum í allan dag að finna kjól fyrir brúðkaupið sem ég er að fara í úff það er erfitt að finna eitthvað!
Eydís : Held ekki að ég vilji tannburstan aftur! haha er búin að kaupa nýjan en er ennþá með kvefið hans Frank arrg.
Og ásdís: finnst líka að það vanti eins og eina Ásdísi hérna :)