Tuesday, May 15, 2007

101

Þetta er þá 101.færslan okkar! Anna vinkona er flutt á 101 Reykjavík. Tilviljun?? Ég burstaði tennurnar 101 sinni í morgun en venjulega bursta ég þær bara hundrað sinnum. Tilviljun??

Er annars bara í prófi núna sem er alveg ótrúlega leiðinlegt því ég er löt og næstum því alveg skítsama um þennan áfanga sem ég var neydd til að taka. Þetta er semsagt heimapróf sem tekur alltof langan tíma en ég hafði 2 vikur til að skrifa 10 blaðsíðna ritgerð. Skil á mán.

Það var gaman um helgina þrátt fyrir að ég sé í prófi. Við Frank fórum að sjá stelpu úr bekknum mínum spila og syngja á mjög litlum en kósý bar. Hún stóð sig vel á píanóið og í söngnum en hún hafði líka trommuleikara og sellóleikara. Tónlistin hljómaði eins og sæt útgáfa af Tori Amos. Við hittum svo tvö önnur pör og gengum um bæinn og drukkum bjór og hlustuðum á ókeypis tónlist hér og þar. By the way þá var tónlistarhátið hér í bæ þar sem 270 hljómsveitir spiluðu á líklegum og ólíklegum stöðum en enginn vissi hvar eða hvenær. Við sáum bara 101 hljómsveit spila. Það var því nett fyllerí í gangi sem endaði svo með því að við borðuðum geðveikt góðar samlokur, risastórar, á frekar fínu kaffihúsi. Frank röflaði lengi,lengi og hátt um hversu pirrandi samlokan hans var en þetta voru svona fancy samlokur þar sem er spjót í gegnum í miðjunni.Hann skildi ekkert í því hvernig hann átti að borða þetta. Við vorum svo komin heim klukkan ellefu um kvöldið! Gott að byrja að drekka snemma ;)

1 comment:

Anna Þorbjörg said...

Þvílíkar tilviljanir segi ég bara!
Hljómar kósí að vera í Århus þessa dagana vona að það verði ekki síðra þegar ég lít við.
101 saknar þín