Monday, January 29, 2007

Góðar bíómyndir og djammið

Vá segi ég bara en ég sá "Efter Brylluppet" í gær með Frank en það er dönsk mynd tilnefnd til Óskarsverðlaunanna...og goðið hennar Ásdísar og kvennagullið Mads Mikkelsen leikur aðalhlutverkið. Þetta er rosalega góð en mjög dramatísk mynd og maður situr alveg negldur við sófann allan tímann. Mads leikur afbragðsvel eins og svo margir aðrirð í þessari mynd. Mæli eindregið með því að þið skellið ykkur á leiguna og leigjið þessa!!
Við sáum líka aðra góða ,en ekki eins góða, mynd um daginn en það er myndin "Lucky number Sleven" sem er mjög spennandi og skemmtileg afþreyging með fallegum og frægum leikurum.

Annars er ekki mikið af frétta af okkur...var reyndar boðið skúringajobb í dag sem við erum að hugsa um að taka þangað til annað bíðst. Þetta eru bara 4 tímar á viku og þetta er á gamla vinnustaðnum hans Franks.
Heyrðu jú við áttum alveg rosa fín helgi en okkur var boðið í mat á föstudaginn og svo fórum við á tónleika og við skemmtum okkur hrikalega vel. Á laugardaginn komu svo Eydís, Óli og börnin þeirra sætu og við borðuðum pizzu saman en greyin voru dauðþreytt eftir laangan dag í IKEA og öðrum búðum. Ég er svo bara búin að vera að lesa vinnusálfræðina en hún er ekkert sérstaklega skemmtileg finnst mér.

Wednesday, January 24, 2007

Atvinnuleytin

Takk kærlega fyrir góðu ráðin stelpur!! Ég hef hérmeð tekið þá ákvörðun að láta gömlu vinnuna alveg vera því jú það er rétt að ég var búin að fá nóg af því að hjóla úti í kuldanum, ná litlu sem engu sambandi við samstarfsmenn mína, hlusta á kvart og kvein gamals fólks, lélegu skipulagi, miklu andlegu álagi vegna dauðvona og lamaðs fólks og svo margt margt fleira!! Ég ætla bara að reyna að trúa og treysta pínulítið á mig og sækja um á hinum ýmsu leikskólum sem afleysing, ég hef nú þegar séð að það er auglýst eftir afleysingu á nokkrum mismunandi leikskólum og vöggustofum. Ég er reyndar lélegri að leika við minnstu börnin því ég hef svo mikla reynslu af stærri börnunum en kannski ætti ég samt að sækja um á vöggustofunum. Ég komst að því að mín reynsla liggur á mjög takmörkuðu svæði sem er ekki gott því hérna þarf maður alltaf að vera með reynslu eða menntun til að fá vinnu og svo vill það svo "skemmtilega" til að það litla sem ég hef mikla reynslu í er nánast ómögulegt að fá þar sem það virðist vera vinsælasta starf í heimi að vinna með börnum!! Hvers á maður að gjalda? Finnst ég bara hafa verið endalaust óheppin hérna í Danmörku en hvað getur maður gert í því nema bar að halda áfram að reyna.

Ég er svo búin að redda mér fyrstu bókinni og er farin að lesa pínu, ekki mikið! Hún er á dönsku og heitir ,,Det Psykosociale arbejdsmiljø" og ég á pínu erfitt með að innstilla mig á að lesa á dönsku og svo er þetta líka dálítið frábrugðið því sem ég var vön að lesa heima á Íslandi.

Get ekki hætt að skoða myndirnar af "litla manninum" hennar Soffíu ... Guð hvað hann er mikið krútt!!

Tuesday, January 23, 2007

Háskóli háskóli

Ég skrapp í skólann í dag...byrja samt ekki fyrr en 15. febrúar!!! Komst að því í gær að ég byrja svona seint og svo komst ég líka að því að ég er bara á fimmtudögum frá 13 til 16 sem er ekki mikið... EN svo sá ég að ég þarf að lesa allt upp í 170 blaðsíður fyrir hvern tíma sem er ansi mikið ef það er á dönsku, jú auðvitað er sumt á ensku en alveg slatti á dönsku líka.

Mitt vandamál er semsagt núna að fá mér vinnu sem passar við námið?? Finnst þetta mjög erfitt og er farin að láta mér leiðast alveg gríðarlega hérna heima á daginn og langar að byrja að gera eitthvað. Ég fékk svo hugmyndina í dag að tala við gamla yfirmanninn minn og segja að ef þeim vanti einhvern til að hlaupa í skarðið megi hringja í mig, þannig að ég væri einhversskonar afleysing. Þá get ég unnið eitthvað þangað til skólinn byrjar og jafnvel eitthvað með skólanum. Langar samt í rauninni ekkert rosalega til að fara aftur í þessa skítavinnu en það væri bara auðvelt því þetta er svo nálægt mér og ég þekki þetta út og inn. Æi ég veit ekki?? Svo verður maður bara svo latur og aðgerðalaus að hanga svona heima sem gerir alla ákvörðunartöku erfiða. sjáum aðeins til ...þið megið senda inn ráðleggingar ef þið hafið einhverjar góðar hugmyndir handa mér!! ;)

Knús

Sunday, January 21, 2007

Helgin

já þá er það helgarpistillinn! Við fórum á tónleika með þremur dönskum böndum á föstudagskvöldið: 1 2 3 4, Decorate, decorate og Port Largo. Okkur fannnst báðum fyrsta hljómsveitin best en söngvarinn var pínu búttaður og hafði alveg rosalega fönkí hreyfingar og var einhvern veginn mjög skondinn og skemmtilegur. Þeir spiluðu líka rosalega vel saman og voru hressir. Hinir voru ekki mjög frumlegir eða fyndnir þannig að þeir voru ekki jafn skemmtilegir en tónlistin var hinsvegar ekki alslæm. Við hittum vini okkar Peter og Louise en þau fóru svo heim strax eftir tónleikana en ég heimtaði að við fyndum einhvern skemmtilegan stað en það var eins og fyrri daginn ekki mikið um að velja hérna í borg hnakkanna!

Í gær fórum við svo í afmælisboð til Brynhildar og Jens en ég var með Brynhildi í dönskunáminu. Ég var búin að undirbúa mig undir "party" hjá henni en kíkti svo aftur á emailinn frá henni kortér í þrjú og sá þá að "partýið" var kökuveisla kl þrjú og ég leit út eins og dregin uppúr forarpytti!! Eftir MIKIÐ spasl og sprey þá tókst mér að vera komin til hennar um hálf fjögur en við vorum sko á undan flestum gestunum þannig að þetta var hið besta mál. Þetta var mjög skemmtileg veisla með mikið af allskonar fólki og vandamálið var í raun hvaða tungumál við ættum að tala því við vorum tvær íslenskar, fjórir danir, tveir þjóðverjar og svo einn grikki. Það endaði svo með að við töluðum ensku sem var pínu asnalegt því við tölum jú öll dönsku en gríska stelpan talar alltaf ensku og því færðist umræðan alltaf yfir á ensku.

Í dag tókum við svo langan göngutúr í skóginum eins og mjög margir aðrir en veðrið var mjög gott framan af degi en breyttist svo í rigningu. Á morgun á svo að snjóa þannig að það verður fínt.

annars...
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ PABBI MINN!!! :)

Friday, January 19, 2007

Litlir afkomendur og framtíðin

Miðvikudagurinn var góður dagur en við Frank fórum til Horsens að sjá litla frænda hans sem fæddist þann 14. janúar (systursonur Franks) en það skrítnasta er að á sama tíma og við vorum að skoða litla krúttið og dást af honum, hann er hrikalega sætur, þá var Soffía að eiga sitt fyrsta barn heima á Íslandi :) Skemmtileg tilviljun !! Ég vil hérmeð óska Soffíu og Jóhanni aftur innilega til hamingju með strákinn sinn og óska þeim góðs gengis með hann. Mig grunaði að þetta væri strákur og svo þegar ég heimsótti þau áður en ég fór aftur til Danmerkur styrktist grunur minn þar sem þau töluðu alltaf um "hann" hehe. Ætli ég fái ekki að sjá eitthvað meira af danska krúttinu en Jóhannssyninum en ég vona samt að ég fái að sjá hann sem allra allra fyrst, var reyndar að hugsa um að taka barnaferð heim til íslands þegar Vera er búin að eiga stelpuna sína hehe, held að hún sé með stelpu.

Svo átti ég "stelpudag" í gær með tengdó og konu frænda Franks. Það var mígandi rigning allan daginn sem var ekki gaman en við höfðum það rosalega gott en fyrst fórum við út að borða á mjög næs stað sem heitir Essence og þar töluðum við um hin ýmsu málefni sem Frank myndi aldrei nenna að ræða og mér fannst líka rosalega gott að fá eitthvað af mínum áhyggjum og pirringi út. Ég er nefnilega búin að sitja hérna nánast ein í heila viku sem gerir það að verkum að maður fer að hugsu um hvað maður er langt frá þeim sem eru manni kærir og hvað þetta land hefur gert lítið fyrir mig. Það er mjög erfitt að vera í svona "blönduðu"sambandi þrátt fyrir að Ísland og Danmörk séu frekar lík lönd, það eru bara svo mörg vandamál sem koma upp sem erfitt er að fá lausnir á. Allavega fékk ég mjög góð ráð og svo skiptir líka bara svo miklu máli að einhver nenni að hlusta á mann og að einhver reyni að skilja hvað maður er að ganga í gegnum. Vil samt benda á að það gengur allt mjög vel á milli mín og Frank en það eru viss vandamál um búsetu sem eru að pirra mig.

Ég er semsagt ekki ennþá byrjuð í skólanum en hann byrjar ekki fyrr en annan febrúar og endar víst þann 31. ágúst!! halló þetta er bara einn áfangi, skil ekki alveg?? Ég er að hugsa um að bíða aðeins með að sækja um vinnu þar til ég hef meiri upplýsingar í höndunum um hvenær ég er í skólanum og hversu mikið námsefni ég þarf að lesa og hvort það er á ensku eða dönsku og þá hversu stór hluti er á ensku og hversu stór á dönsku. Þangað til ætla ég að lifa unglingalífinu þar sem maður vakir lengi og sefur út!! Ég ætla að sjálfsögðu að fylgjast með atvinnumarkaðnum og reyna að finna eitthvað sem mig langar að gera og passar við skólann.

Jæja er búin að segja alltof mikið í bili

Stórt knús K

Saturday, January 13, 2007

Andleg og líkalmeg hreinsun

Mér lídur afskaplega vel í dag, ég svaf vel og fór svo út í skóg og skokkadi tar í frábæru vedri :) Tad er eins og tad sé ad koma sumar hérna en tad er ørugglega tíu stiga hiti og sólin skín og tad er bjart næstum allan daginn!! Tad lyftir manni óneitanlega upp. Ég sá í fréttunum ad gródur og dýr eru mjøg áttavilt og vita ekkert hvad er í gangi og dýr sem eiga ad vera í vetrardvala eru vakandi og pløntur sem einnig eiga ad vera í vetrardvala eru ad springa út rétt eins og tad væri vor, skrítid en samt kannski pínu scary tví tetta virkar svo "óedlilegt" og gæti stafad af gródurhúsaáhrifum. Tad er svo óvedur í adsigi en tad er talad um ad vindhradinn geti farid upp í 33 metra/sek en tad er mjøg hættulegt vedur og sjórinn flædir víst yfir allt tar sem fólk býr nálægt strøndinni. Ég sef vært og rótt trátt fyrir ad ég sofi alveg upp vid rjáfur, mér finnst tetta pínu huggulegt hehe en tad hefur verid óvedur hérna seinustu tvær nætur eda svo.

Frank er á leidinni heim til mín og ég er búin ad kaupa grænmeti í girnilegan grænmetisrétt og svo raudvín til ad gera tetta meira rómó ;)

Smá pælingar vardandi heimsmálin...

Ég hef svo verid ad fylgjast mikid med fréttunum og er ad verda brjálud út í USA tví teir eru svo heimskir!! Guatanamo er eitthvad sem madur skammast sín fyrir ad sé yfirleitt til stadar á okkar tímum og svo ætlar Bush ekki ad læra af mistøkunum heldur senda fleiri hermenn út í opinn daudann i Írak. Ég sá vidtal vid einn amerískan hermann sem sagdi ad tad eina sem fleiri hermenn breyttu var ad tad væru fleiri "bodies" á svædunum tar sem er verid ad berjast en teir væru ekkert med stærri svædi. Forsætisrádherrann hérna er med varirnar límdar vid rassinn á Bush og er sammála honum í øllu og tar á medal tessu en ætlar trátt fyrir tad ad draga danska hermenn smám saman út úr landinu sem er amk ágætt.

Gledilega helgi allir!!

Thursday, January 11, 2007

Komin "heim"

Tá er ég komin "heim" til Danmerkur og tad er mjøg, mjøg furdulegt tví ég er ein heima en tegar ég var "heima"á Íslandi var ég umvafin fjølskyldu og vinum nánast allan sólarhringinn. Ég sakna strax allra heima og er nett svekkt yfir tví ad búa svona langt í burtu. Ég ætla nú samt ad harka af mér i bili og láta reyna á Århus Universitet. Tangad til ætla ég ad reyna ad slappa af og eyda tíma med Frank en vid høfum tví midur ekki átt mikid alone time seinustu tvo mánudina. Dagurinn fór svo í ad sofa og taka upp úr tøskunum og tvo tvott. Ég var ordin smeyk um ad ég væri búin ad gleyma tví hvernig madur talar dønsku en svo spjalladi ég heilmikid vid tengdó í símanum í gær tannig ad ég komst ad tví ad tetta er tarna enntá!

Vá hvad tad var samt frábært ad vera heima í svona langan tíma!! Ég var mest ánægd med hvad ég hitti alla mikid og hvad ég gat eytt miklum tíma med litlu "krílunum" en tau eru ad vera ansi misstór. Ég var sko alveg ad fíla mig í tætlur ad vera svona gervi heimavinnandi mamma tegar ég passadi Birtu einn daginn og svo Bjarma annan daginn, ég gæti sko alveg hugsad mér ad prófa tetta sjálf ;) Ég er í rauninni mjøg hissa á tví ad ég sé enntá í sambandi vid svo mikid af fólki sem ég hef kynnst í gegnum tídina og er ég ekkert smá glød yfir tví :)

Ég tók rosalega margar myndir og tarf ad fara ad skella nokkrum hérna inn en ég held ég bídi eftir ad Frank kemur heim tví hann er tøluvert betri í tannig málum en ég.

Wednesday, January 03, 2007

Skeletons in the closet

Þá er maður ennþá að njóta sín í jólafríinu :) Mitt er frekar langt þetta árið hehe. Ég var svo sett í það verkefni að henda út úr fataskápnum mínum því mamma og pabbi ætla að rífa hann bráðum því það er svo lítið pláss inni í herberginu. Ég komst að því að ég þjáist af einhverri söfnunaráráttu því ég fann ÖLL jólakort sem ég hef fengið frá ykkur stelpunum frá árinu 1996 !! Svo fann að ég þónokkur afmæliskort og eitt þeirra fannst mér sérstaklega fyndið því það var handgert og fínt kort sem ég fékk frá henni Tinnu minni þegar ég varð 14 ára!! haha. Einnig fann ég fullt af póstkortum og bréfum frá vinkonum og gömlum kærustum hehe. Svo hef ég til dæmis safnað ansi mörgum Dynheima inngangsmiðum og árshátíðarmiðum...maður er soldið skrítinn. Þetta vakti samt allt saman svo mikið af góðum og skemmtilegum minningum að mér finnst ég vera heppin að eiga svo mikið af skemmtilegum og góðum vinkonum :) Takk fyrir öll jóla, afmælis og póstkortin og svo öll skemmtilegu bréfin sem ég hef fengið frá ykkur í gegnum tíðina!! Það leiðinlegasta var reyndar að finna gamalt gervileður pils sem ég passaði einu sinni í en myndi ekki einu sinni reyna að troða mér í núna !!

Ætla svo að hitta Veru sætu á morgun í hádeginu og gæða mér á kræsingum með henni. Á föstudaginn er það svo hittingum með Sólrúnu fyrrverandi sambýlingi og svo vonandi afmælis partý hjá Ásdísi á laugardaginn!! Gaman þegar maður hefur nóg að gera við að eiga skemmtilegar vinkonur (já ég viðurkenni að ég var komin í nokkuð mikinn vinkonusvelti þarna úti).

seeja later girlís

Monday, January 01, 2007

Vantar far!!

Ef einhver veit um far til Reykjavíkur á morgun endilega hafið samband við mig í 8205653!! Frank flýgur út þann 3.jan og vantar far suður á morgun. Er reyndar frekar sein að tékka á þessu en svona er maður !!

kær kveðja Krissy