Wednesday, June 28, 2006

Ýmsar óþarfa upplýsingar ykkur til gagns og gamans

Þægindi
Í dag fengum við tveggja manna sófa! Þetta er svartu leðursófi sem er þægilegt að sitja/liggja í, ók ef maður ætlar að liggja þá er það með lappirnar út úr en hey allavega er það hægt. Frank er nefnilega mikið fyrir að liggja og horfa á sjónvarpið, það er eitthvað sem ég get ekki gert, kannski af því að ég er með gleddur.

Listin að laumast...
Já nú er ég komin með nokkrar góða aðferðir til að laumast...jú þegar maður býr hér í miðbænum er það lífsnauðsynlegt að kunna að laumast...alveg satt! Málið er að fólk er alltaf að biðja mann um að kaupa hitt og þetta eða að styrkja fátæk börn og þess háttar. Þetta byrjar allt á Store torv þar sem vel klætt, yfir þrítugt fólk stendur og bíður eftir að nappa fólk sem lítur út fyrir að eiga peninga, held þetta sé eitthvað bankatengt...allavega er ég, fátæka stelpan, aldrei stoppuð...sem betur fer! Svo á lille torv eru tvær þrjár manneskjur á tvítugsaldri að biðja um styrki til góðgerðarmála, þar þarf sko að passa sig því maður er hundeltur! Sumir eru að meira að segja mjög aggresívir og gefast ekki upp þrátt fyrir að maður segi nei. Ef maður sér þau þá verður maður að labba mjög hratt eða hlaupa þegar þau snúa baki í mann, þegar maður er svo kominn þar sem þau geta séð manna þá verður maður að ganga eðlilega og ALDREI horfa í áttina til þeirra og ALDREI horfa í augun á þeim!! Þá vitið þið það! Svo eru líka fleiri svona"betlarar" á brúnni sem er byrjunin á Strikinu og ég og Frank köllum brúna þar af leiðandi The Brigde of pressure.

4 comments:

Anonymous said...

ÉG þakka bara fyrir upplýsingarnar sem eru bara alls ekki óþarfar... nota þessa tækni næst:)knús og kossar

Anonymous said...

Já ég segji það með Eydísi gott að læra þessa tækni því maður veit aldrei hvenær hún kemur að góðum notum;) Til hamnigju með nýja sófan. Gott að fá svona óþarfa upplýsingar líka hehe.
kiss kiss

Anna Þorbjörg said...

haha, kannast aldeilis við þessar blóðsugur sem stökkva á mann þegar maður á síst vona á því. Ég nota oft þá tækni að stökkva inn í næstu búð og reyna að komast út um e-r aðrar dyr sem eru hinum meginn við "árásarmanninn". Og það má guð hjálpa manni ef maður lítur í augun á þeim. Lenti reyndar í Greenpeace gaur um daginn og það nægði mér að segja að ég þoldi ekki þau samtök og þá var ég laus. Finnst það sama kannski ekki alveg hægt þegar samtök eins og Amnesty eiga í hlut.
Alla vega, mun skrifa þér meil sem fyrst, er enn hálf tussuleg og nenni ekki neinu e. fyrstu vinnudagana.
Ha det så bra!

Anonymous said...

Hæ sæta!

Til hamingju með sófann. Vonandi fáið þið einhverja yndislega og alveg fullkomna íbúð !!! Heyrumst