Thursday, June 22, 2006

Internationality

Þessi vika hefur verið ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað hérna í Danmörku. Ég byrjaði að vinna á mánudaginn seinasta og mun svo hafa frí um helgina. Ég uppgötvaði til dæmis að það eru mjög margir praktískir hlutir sem ég er frekar léleg í. Til dæmis að búa til vel útlítandi smörrebröd, búa til kaffi og hvernig maður býr til koldskaal sem er reyndar eitthvað mjög danskt held ég og frekar ógeðfellt. Það gengur fínt að tala dönsku og allir gamlingjarnir skilja mig vel og ég skil þá líka, vandinn er í rauninni þegar ég tala við ungu stelpurnar sem eru kringum 20 ára, úff orðin bara slefast úr munninum á þeim og ég bara skil stundum ekkert hvað þær eru að segja!! Það gerir það að verkum að ég virka örugglega frekar kuldaleg og leiðinleg því ég er ekki mikið að reyna að kynnast þeim. Ég er samt alveg búin að kynnast nokkrum af þeim, sérstaklega einni sem er mjög fín, en er það er samt pínu erfitt stundum að tala við þær.

Talandi um dönsku þá er ég officially búin með Sprogcentret en ég tók munnlegt próf í morgun sem gekk alveg hrikalega illa en á einhvern furðulegan hátt fékk ég tíu! Er mjög ánægð með það :) Bekkurinn hittist svo í kvöld á kaffihúsi og höfðum það gott saman. Mér fannst rosalega gaman og við kvöddumst svo því nánast allir í bekknum mínum eru að fara að ferðast allt sumarið, sniff sniff aumingja ég þarf að vinna allt sumarið, er geggjað abbó! Sumir eru að meira að segja að ferðast til fleiri en eins lands. Við erum samt búin að ákveða að halda sambandi og hafa einhvers konar "saumklúbb" og Noriko er búin að ákveða að byrja á því að sauma tösku hehe held hún sé að taka þetta aðeins of bókstaflega hehe.

Vildi bara sýna smá lit hérna !!

4 comments:

Anonymous said...

Ég er svo stolt af þér skvísa til hamingju með prófin:). Þessir dönsku unglingar nenna ekki að tala en gott að það gangi vel að tala við gamla fólkið. Þeir rokka líka sem ætla vinna í allt sumar ;).
knús og kossar

Anonymous said...

Þú verður vonandi búin að ná smurbrauðstækninni þegar ég ryðst inn í landið svo að það séu líkur á því að við fáum danskt brauð með kaffinu....hehehe
Gangi þér vel í vinnunni og hlökkum til að hitta þig í sumar:)
Birta er meira að segja farin að æfa sig í að tala útlensku en hún talar reyndar bara íslensku með hreim og segir að það sé útlenska.....en segist kunna eitt orð i útlensku en það er Frank!!!!hahahaha
Frændi fær nafn á sunnudaginn og ég verð klár á smsi til þín
jæja bið að heilsa Frank
sjáumst
Katrín litla sys og co.

Anonymous said...

frabaert ad heyra af ter skvisa:) tetta med donsku unglingana a nu vid bara um flesta unglinga i heiminum held eg..jafnt tessa islensku sem erlenda...tessir fronsku bua til ny ord a hverjum degi nanast og tala svo hratt ad tad er ekki snidugt:-/ Njottu nu helgarinnar vel elsku kristrun:) koss og knus fra sviss, Heida

Anonymous said...

Til hamingju með árangurinn í sprogcenter, vissi að þú myndir slá í gegn. Alveg sammála Ásdísi með að fólk sem ætlar að vinna í allt sumar rokkar! En getur verið erfitt að vinna með fólki sem t.d fer erlendis 3x um sumarið!!! Á mínum vinnustað eru líka langflestir að fara eitthvað út!