Sunday, June 18, 2006

Fréttabréf

Vikan
Þá er sumarfríið mitt á enda. Tók mér eina launalausa viku í sumarfrí og nú er seinasti dagurinn sniff sniff. Er annars búin að hafa það “rigtig godt” með mömmu og pabba en þau komu til mín fyrir akkúrat viku síðan. Þau voru náttúrulega mjög heppin með veður en það var ekki undir 20 gráðunum á meðan þau voru hér og einn daginn fór hitinn upp í 30 gráður og pabbi minn ætlaði bara að bráðna! Hehe gamlir Íslendingar venjast hægt þessum hita. Það var að sjálfsögðu dekrað við mann með allskonar nammi, gosi, rauðvíni, bjór, fötum og svo var allt gert hreint og fínt fyrir mann.
Núna eru þau farin og ég sakna þeirra strax, það er alltaf erfitt að segja bless.

Sjálfstæðir Íslendingar
Í gær 17. júní fékk ég svo nýjan frænda : ) Siggi bróðir og Heiða kærastan hans fengu sitt annað barn í gær, algjör snilldar afmælisdagur að mínu mati, alltaf frí á afmælisdaginn. Dagurinn er góður og drengurinn verður að öllum líkindum afar sjálfstæður. Hæ hó jibbí jeijj!!

Næsta vika
Er að byrja að vinna á morgun, úff kvíður aðeins fyrir því ! Þarf reyndar ekki að gera svo mikið sjálf því fyrstu vikuna mun ég fylgjast með annari vinna. Ég þarf að taka mjög vel eftir því svo þarf ég að gera þetta allt alein. Mér kvíður í raun bara fyrir því að tala hallærislega dönsku og geta kannski ekki spurgt um allt sem ég vil spyrja um. Ég er reyndar alltaf að verða betri í dönskunni og var að meira að segja hæst í bekknum í skriflega lokaprófinu, fékk 13 í lesskilningi og 10 í skriflegri dönsku og var sú eina með 13 sem samsvarar 10 heima. Ég er svo að fara í munnlegt próf á fimmtudaginn og kvíðir fyrir því.
Það er svo búið að bjóða okkur í Sankt Hans partý á föstudaginn, held það sé kallað jónsmessa heima. Við ætlum að fara til vinar Franks sem býr í litlu húsi fyrir utan Horsens en hann býr þar með kærustunni sinni og dóttur þeirra sem er um það bil 9 eða 10 mánaða. Það verður kveikt bál því það er hefð að brenna nornir á þessum degi, veit samt ekki alveg hvernig þetta fer allt saman fram. Þetta verður örugglega næs og kósý.

8 comments:

Anonymous said...

Innilega til hamingju með litla frænda. Bara snild að eiga afmæli á þessum degi. Gangi þér vel í nýju vinnunni. Er að fara í síðasta prófið á morgun jibbý!!! Kv. Anna Rósa og co.

Anonymous said...

Til hamingju með frænda já þetta er sko flottur afmælisdagur. Ég er viss um að þér eigi eftir að ganga vel í vinnuni...en skil alveg að þér kvíði fyrir það er held ég alltaf þannig þegar maður er að byrja í einhverju nýju. Miss you miss you miss you varð bara að segja þetta er farið að langa hitta þig skvís held áfram að fylgjast með heita pottinum.

Anonymous said...

Ohhhh hvad eg er glod ad fa tig "tilbaka";) Til hamingju med fraendann!!! Engar ahyggjur af donskunni stelpa eg er viss um ad tu ferd lett med tetta!!! Farvel....kossar og knus, Heida H

Anonymous said...

Hæ hó...
til hamingju með litla frænda þinn!

og til hamingju með frábærann árangur í skólanum :-)

Gang þér vil í vinnunni darling...

ég ætla nú að fara drífa mig að skella inn fréttum af mér á bloggið mitt við tækifærið...

Kiss kiss...

Anonymous said...

Takk takk :) Nú bíð ég bara eftir að fá myndir af litla kútnum, hann er víst alveg eins og Mikael bróðir hans, það munar bara einum centimeter á þeim og 20 gr held ég. Katrín sagði mér að skoða bara myndir af Mikael þegar hann var nýfæddur ef ég vils vita hvernig hann lítur út hehe.

Anonymous said...

Til hamingju með litla frændann,
ekki hægt að kvarta undan afmælisdegi þar sem allir fagna!

Passaðu þig svo á bálinu (Nornabrennunni :)

later

Anonymous said...

Til hamingju með litla frændann,
ekki hægt að kvarta undan afmælisdegi þar sem allir fagna!

Passaðu þig svo á bálinu (Nornabrennunni :)

later

Anonymous said...

Hilsen
Til lykke med nýja bróðursoninn. Pabbi á einmitt afmæli 16. júní...ALLTAF frí daginn eftir...hugsið ykkur bara...Hlakka til að sjá þig í ágúst. Kossar og knús