Monday, June 26, 2006

Andstæður

Stundum er lífið svo litríkt, einn daginn er sól og sumar og maður fær "slæmar" fréttir og svo daginn eftir er hellirigning og maður fær Góðar fréttir !

Við fengum semsagt símtal frá Julie sem er stelpan sem á íbúðina sem okkur langar svo að fá aftur. Hún sagði að það væri laus íbúð í húsinu og við gætum flutt inn 1. september. Þetta er risíbúð sem er víst mjög flott og mjög kósý. Hún er reyndar bara 55 fermetrar en það er amk stærra en það sem við höfum núna. Stærsti ókosturinn er að þetta er jú bara eitt rými, mig langar svolítið til að getað lokað að mér þegar ég fer að sofa og Frank langar að gera eitthvað annað. Við ætlum að reyna að fá að kíkja á hana mjög bráðlega því við þurfum svo að segja þessari sem við erum í núna upp.

Kaupa kaupa...
Ég gerð reyfarkaup í dag en ég kíkti í Genbrugsen sem er búð með notuðu dóti til styrktar einhverju góðu málefni. Ég keypti geggjað flottan vasa með gati í miðjunni og hann kostaði bara 25 danskar krónur! Svo keypti ég geggjað flotta hvíta tösku sem er by the way Esprit og gaf bara 30 danskar krónur fyrir :) Það er alltaf svo fullnægjandi að gera fá flotta hluti sem eru næstum ókeypis.

Ó Reykjavík mín fagra borg
Horfði á fréttir Ruv á netinu í gær og fékk hrikalega heimþrá, eða Reykjavíkur þrá. Það er eitthvað svo rosalega rómantískt og aðlaðandi við þessa lágreistu borg þrátt fyrir endalausa rigningardaga, stress og traffík. Ég get bara ekki að því gert...ég elska þessa borg! Það er heldur ekkert skrítið þar sem amma og afi bjuggu þar þegar ég var lítil og nú búa bestu vinirnir þar, já þú líka Ásdís þrátt fyrir rótleysi þessa stundina ;)

3 comments:

Anonymous said...

Ég er alveg sammála þér fékk pínu Reykjavíkur söknuð í dag. Það er eitthvað við borgina. Þó hún hafi sína galla. Já mér heyrist þú hafa gert ágætis kaup þarna ohh hvað mig langar líka að koma til þín. Heyrðu já vonandi blessast þetta allt saman með íbúðina ég segji alltaf ef það gengur ekki eitthvað "it wasn´t meant to be". Það kemur bara eitthvað betra í staðin. Þannig að ég krossa fingurnar fyrir ykkur.

Anonymous said...

Halló frænka! :)
Langt síðan við höfum sést og heyrst! Alltof langt...
Við erum flutt í Højbjerg og það er BARA æðislegt! Þvílíkur munur frá gamla hverfinu..hér er æðislegt að fara í göngutúra og hverfið er rosalega fallegt. Íbúðin er líka mikið stærri og betri og það er bara allt frábært hérna :)
Verðið að kíkka í heimsókn! Við verðum nú líka að fara að skreppa á kaffihús og spjalla aðeins og svona ;) Er þaggi?
Knús og kossar,
Eva frænka

Anonymous said...

Hæ Eva :) Jú mikið rétt, við höfum ekki talað saman síðan ég veit ekki hvenær! Ég er reyndar búin að vera hrikalega stressuð og upptekin núna eftir að ég byrjaði að vinna. Ég þarf að komast inn í rútínuna og svo er ég fín. Ég er annars alltaf búin frekar snemma á daginn, ca 15 eða 15:30 þannig að við gætum nú kíkkað á kaffihús við tækifæri eða ég gæti kíkt á ykkur í nýju íbúðina:)Hlakkar til að sjá ykkur !