Sunday, June 25, 2006

Hiti og sviti

Dagurinn í dag byrjaði sem grár og gugginn sunnudagur, en svo allt í einu byrjaði sólin að skína og vá hvað það er heitt!
Ég og Frank þrifum hátt og lágt hérna í kotinu okkar og skelltum okkur svo í göngutúr í Trjöjborg sem er gamla hverfið okkar. Það hittum við fyrrverandi nágranna okkar sem við spjölluðum aðeins við. Þið munið kannski eftir því að stelpan sem leigði okkur íbúðina í Tröjborg var búin að bjóða okkur að fá íbúðina aftur þegar hún flytti úr henni. Við komumst svo að því í dag að hún er búin að lofa kærustu bróður síns íbúðina!! Við erum því bara á reiti númer eitt og vitum ekki neitt hvað við viljum gera. Það er bara ömurlegt að geta aldrei sofið almennilega á nóttunni fyrir hávaða og því viljum við gjarnan finna eitthvað nýtt. Ég er svo mikil draumórakona að mig langar bara til að kaupa íbúð en vóhó það er bara ómögulegt hérna í Aarhus!! Já það er verra en heima í Reykjavík! 50-60 fermertrar kosta í kringum tvær danskar miljónir sem er um 25 íslenskar miljónir! Hver hefur efni á því???

Ef við svo bara snúum okkur að skemmtilegri fréttum þá fékk litli frændinn nafnið Gabríel Esra!

Jæja þá byrjar ein önnur vinnuvikan á morgun og Frank fer svo til Frakklands næstu helgi til að skrifa um tónlistarhátíð þar í landi. Ég verð að vinna þá helgina þannig að það passar fínt.

Vonandi er veðrið farið að skána þarna heima á klakanum!
kyss kyss

3 comments:

Anonymous said...

hei hei, gott að sjá að þú plumar þig vel í Danemark. Nei ekki kaupa hús dyrt shit en ég skil ykkar þjáningar í íbúðarveseni :/ Ég er að fara eyða 8 dögum núna í Danemark og vona að veðurguðirnir verði mér og öllum hinum þúsund og eitthvað tjaldgestum hliðhollir. Kv. Hrönns

Anonymous said...

já vá 25 millur það er slatti. Djö er hún ömurleg þessi gella var hún ekki búin að bjóða ykkur íbúðina. Það er mjög típíst að það er búið að vera gott veður alla helgina en ég er búin að vera vinna :(. En náði að leggjast í sólbað í morgun áður en ég fór í vinnuna.

Anonymous said...

Hæ hæ sæta,
bara að kvitta fyrir mig, kíki hérna reglulega á þig darling.
Knús úr sólinni (sem lætur sjá sig einstöku sinnum og í dag er einn af þeim dögum :o)
VeraPera.