Er full af karlhórmun núna, sit hérna og horfi á fótbolta með bjór í annari og hnetur í hinni!! Þarf ekki á neinni kynskiptiaðgerð að halda, er samasem komin með það sem þarf til að kallast karlmaður! hehe. Já annars eru Danmörk og Frakkland að keppa um leðurtuðruna, vá hversu leiðinlegt getur þetta samt verið? Núna skil ég af hverju maður þarf á bjór að halda þegar maður horfi á slíkt sjónvarpsefni, verð þó að segja að það eru margir nokkuð myndarlegir svartir karlmenn í franska liðinu hehe eitthvað fyrir suma hehe.
Tónlist
Er að fara að upplifa svooo mikið af tónlist næstu dagana! Er að fara á Spot festivalið hérna í Aarhus en það stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags með um 200 böndum. Ég ætla til dæmis að sjá snillingana í Jomi Massage og Anna Ternheim sem Frank er algjörlega ástfanginn af þessa dagan, er við það að verða afbrýðisöm! Já og Anna hún er frá Svíþjóð ;) Tjékkit át.
Svo á þriðjudaginn þann 7.maí förum við á Depeche Mode!!!!!!!!! Vá hvað mig hlakkar til :) Við erum búin að eiga miðana í mjög mjög langan tíma og vorum næstum búin að gleyma þeim haha þetta er næstum eins og að finna jólagjöf í júní eða að finna peninga á gömlum bankareikningi sem þú varst búin að gleyma.
Lífið
Er annars að hætta á föstudaginn í skúringunum, sem er vonandi lok skúringaferilsins míns, ever. Er annars búin að fara á námskeið í hvernig maður þvær sér um hendurnar og hvernig maður þvær gömul typpi og gamlar buddur. Var annars eini útlendingurinn á svæðinu og fannst ég eitthvað öðruvísi og var því hrikalega lítil í mér og feimin. Reyndar kíkti strákur inn í stofuna í svona fimm mínútur og var hann mjög svartur, svo heyrði ég tvær konur tala mjög fallega um hann en þá hafði hann víst heillað alla upp úr skónum með afrískum söng og dansi en hann er víst frá Ghana. Vonandi eru einhverjir útlendingar í mínum hópi en við munum koma til með að vinna í hópum og ég er í hópi númer fjögur. Held reyndar að það sé einn strákur í mínum hópi sem er sjaldséð í þessum geira þannig að það verða fleiri minnihlutahópa mennesker þarna.
jæja það nennir örugglega enginn nema Anna að lesa allt þetta blogg, Frank er að skamma mig fyrir að skrifa of langar færslur. Hvað finnst ykkur? ætti ég að stytta þetta og skrifa oftar?
love y'all
Wednesday, May 31, 2006
Tuesday, May 30, 2006
Friday, May 26, 2006
Friends
Þá er ég aldeilis búin að vera umvafin yndisslegu fólki sem ég kalla vini mína :) Held það sé betra en allar sálfræðimeðferðir og lýtaaðgerðir hehe.
Um seinustu helgi skrapp ég til Álaborgar í heimsókn til Eydísar og Óla og barnanna þeirra Ólivers og Iðunnar. Þetta var innilega næs helgi og ég vil bara þakka þeim kærlega fyrir það ! Við borðuðum steik með Bernaissósu, mikið af bakaraíis brauði, drukkum rauðvín og borðuðum osta, horfðum á Eurovision og fórum í smá verslunarleiðangur í bænum og tókum langan göngutúr í hverfinu þeirra, hehe það er alveg nett freakshow að ganga um hverfið þeirra, allt fullt öryrkjum og skrítnu fólki. Þau eru definately of sæt fyrir þetta hverfi hehe.
Núna er ég komin í langt helgarfrí!! Í gær var helgidagur hérna og í dag er vuggestuen lokuð því það eru margir sem vilja bara vera í fríi lengur þannig að ég fæ auka frídag :) Gunni og Nína komu til okkar í miðvikudagskvöldið og fóru svo núna rétt áðan. Við vorum með rauðvín og ostapartý fyrir þau þegar þau komu og svo skelltum við okkur á djammið. Það var reyndar lokað á bestu stöðunum en við fórum á sleecy bar í kjallara og hittum aðra vini okkar og dönsuðum og drukkum geggjað ódýran bjór! Gaman gaman! Í gær var svo bara sofið lengi og horft á sjónvarpið og um kvöldið fórum við á pool stað sem heitir Sharks og spiluðum nokkra leiki. Ég er by the way geggjað léleg í pool en er núna aðeins minna léleg. Ég og Nína spiluðum svo þythokkí sem var helvíti skemmtilegt bara og ég var ansi góð hehe. Nína er annars mjög góður pool spilari og vann mig og er virkilega góður sigurvegari því ég er svo tapsár, en það er allt í lagi að tapa gegn henni! Eftir poolið var svo horft á Family Guy the movie og mikið hlegið og spjallað. Frank þurfti svo að fara að vinna í dag og ég og Gunni og Nína kíktum aðeins í bæinn en svo tóku þau lestina til Horsens en foreldrar Nínu búa þar. Ég og Frank förum svo til Horsens í dag en afi hans Frank lést á miðvikudaginn þannig að við förum á jarðarför á morgun.
Elska Ally McBeal!!
Um seinustu helgi skrapp ég til Álaborgar í heimsókn til Eydísar og Óla og barnanna þeirra Ólivers og Iðunnar. Þetta var innilega næs helgi og ég vil bara þakka þeim kærlega fyrir það ! Við borðuðum steik með Bernaissósu, mikið af bakaraíis brauði, drukkum rauðvín og borðuðum osta, horfðum á Eurovision og fórum í smá verslunarleiðangur í bænum og tókum langan göngutúr í hverfinu þeirra, hehe það er alveg nett freakshow að ganga um hverfið þeirra, allt fullt öryrkjum og skrítnu fólki. Þau eru definately of sæt fyrir þetta hverfi hehe.
Núna er ég komin í langt helgarfrí!! Í gær var helgidagur hérna og í dag er vuggestuen lokuð því það eru margir sem vilja bara vera í fríi lengur þannig að ég fæ auka frídag :) Gunni og Nína komu til okkar í miðvikudagskvöldið og fóru svo núna rétt áðan. Við vorum með rauðvín og ostapartý fyrir þau þegar þau komu og svo skelltum við okkur á djammið. Það var reyndar lokað á bestu stöðunum en við fórum á sleecy bar í kjallara og hittum aðra vini okkar og dönsuðum og drukkum geggjað ódýran bjór! Gaman gaman! Í gær var svo bara sofið lengi og horft á sjónvarpið og um kvöldið fórum við á pool stað sem heitir Sharks og spiluðum nokkra leiki. Ég er by the way geggjað léleg í pool en er núna aðeins minna léleg. Ég og Nína spiluðum svo þythokkí sem var helvíti skemmtilegt bara og ég var ansi góð hehe. Nína er annars mjög góður pool spilari og vann mig og er virkilega góður sigurvegari því ég er svo tapsár, en það er allt í lagi að tapa gegn henni! Eftir poolið var svo horft á Family Guy the movie og mikið hlegið og spjallað. Frank þurfti svo að fara að vinna í dag og ég og Gunni og Nína kíktum aðeins í bæinn en svo tóku þau lestina til Horsens en foreldrar Nínu búa þar. Ég og Frank förum svo til Horsens í dag en afi hans Frank lést á miðvikudaginn þannig að við förum á jarðarför á morgun.
Elska Ally McBeal!!
Friday, May 19, 2006
Home Alone
haha já þetta er algjör klisja en ég er ein heima og Home alone er í sjónvarpinu í kvöld!!
Mér líður eins og unglingi sem er einn heima því Frank eldar alltaf góðan og hollan mat handa mér en núna kem ég heim og það er barasta enginn matur á borðinu!? Sit núna á brókinni með magann fullan af falafel og Coke lime light, sem er hrikalega góður drykkur, og bíð eftir að The ring, japanska útgáfan, byrji.
Ég er algjör sjónvarpsfíkill þannig að ég vil bara segja nokkur orð um hvað ég sá áðan í sjónvarpinu. Mér finnst japanir algjörir snillingar og vildi óska að ég gæti farið til japan og lært aðeins meira um þeirra menningu, sá áðan þátt með japönskum leikskólabörnum og þau voru svooo sæt! Strákarnir voru í bláðum treyjum en stelpurnar bleikum. Þau borða mat með prjónum og í lok dags eru þau keyrð heim í bleikum Hello kitty strætó!! haha !
Noriko vinkona mín er líka alveg yndisleg stelpa og ég fíla hana mjög vel, er að hugsa um að biðja hana um að kenna mér að búa til Sushi. Við spurðum hana í dag hvernig kökur þau borðuðu í japan og hún sagði að þau borðuðu kökur sem eru búnar til úr baunum, og svo eru hrísgrjón sem hafa verið stöppuð sett utan um baunirnar sem eru í kúlu. Hljómar rosalega hollt en svo hafa þau auðvitað líka allskonar evrópskar kökur. Annars er Noriko mjög sætt nafn sem þýðir hamingjusamt stúlkubarn en öll japönsk nöfn sem enda á ko þýða barn, t.d Yoko.
Spurningin hér í færslunni á unda er frá munnlegu prófi í dönsku en þá á maður að rökræða á dönsku við annan nemenda hvað manni finnst og af hverju. Nema hvað að þetta er mjög vestræn spurning og það eru margir sem þekkja ekki þetta fólk, til dæmis þekkti stelpa sem er frá Póllandi í bekknum mínum ekki Picasso, Mandela né Bill Gates, en að sjálfsögðu þekkti hún Lenin. Mér finnst Bill Gates og Nelson Mandela stand upp úr!
Arigato
Mér líður eins og unglingi sem er einn heima því Frank eldar alltaf góðan og hollan mat handa mér en núna kem ég heim og það er barasta enginn matur á borðinu!? Sit núna á brókinni með magann fullan af falafel og Coke lime light, sem er hrikalega góður drykkur, og bíð eftir að The ring, japanska útgáfan, byrji.
Ég er algjör sjónvarpsfíkill þannig að ég vil bara segja nokkur orð um hvað ég sá áðan í sjónvarpinu. Mér finnst japanir algjörir snillingar og vildi óska að ég gæti farið til japan og lært aðeins meira um þeirra menningu, sá áðan þátt með japönskum leikskólabörnum og þau voru svooo sæt! Strákarnir voru í bláðum treyjum en stelpurnar bleikum. Þau borða mat með prjónum og í lok dags eru þau keyrð heim í bleikum Hello kitty strætó!! haha !
Noriko vinkona mín er líka alveg yndisleg stelpa og ég fíla hana mjög vel, er að hugsa um að biðja hana um að kenna mér að búa til Sushi. Við spurðum hana í dag hvernig kökur þau borðuðu í japan og hún sagði að þau borðuðu kökur sem eru búnar til úr baunum, og svo eru hrísgrjón sem hafa verið stöppuð sett utan um baunirnar sem eru í kúlu. Hljómar rosalega hollt en svo hafa þau auðvitað líka allskonar evrópskar kökur. Annars er Noriko mjög sætt nafn sem þýðir hamingjusamt stúlkubarn en öll japönsk nöfn sem enda á ko þýða barn, t.d Yoko.
Spurningin hér í færslunni á unda er frá munnlegu prófi í dönsku en þá á maður að rökræða á dönsku við annan nemenda hvað manni finnst og af hverju. Nema hvað að þetta er mjög vestræn spurning og það eru margir sem þekkja ekki þetta fólk, til dæmis þekkti stelpa sem er frá Póllandi í bekknum mínum ekki Picasso, Mandela né Bill Gates, en að sjálfsögðu þekkti hún Lenin. Mér finnst Bill Gates og Nelson Mandela stand upp úr!
Arigato
Hinn vesæli heimur
Var að enda við að horfa á heimildarþátt um klósetthreinsara í Indlandi, þeir "ósnertanlegu" kallast þeir því það er fólk sem fæðist "óhreint" því það gerði eitthvað slæmt af sér í fyrra lífi og skal því taka út "refsingu" í þessu lífi. Hef refsingu í gæsalöppum því þetta er í raun ekki sama skilgreining og í sálfræði því í sálfræði er refsing eitthvað sem fær mann til að hætta að gera eitthvað en þetta fólk veit náttúrulega aldrei hvað það gerði af sér í fyrra lífi og á því pínu erfitt með að hætta því. Þessi klósett eru í raun bara afmarkað svæði þar sem fólk kúkar og pissar á jörðina, síðan þarf þetta fólk að hreinsa skítinn og koma honum á ruslahaugana. Þar sem ríka fólkið býr er klóak en þá er samt fólk sem vinnur við að hreinsa skítinn upp úr klóakrörunum því það er ódýrara en að kaupa einfaldar vélar til þess. Að sjálfsögðu hafa þau ekki hanska eða grímur eða neitt þannig og margir þjást af niðurgangi og ógleði vegna vinnunar. Ímyndið ykkur að hreinsa skít með berum höndum allan daginn!!
Það er samt ekki versti parturinn af vinnunni því þetta fólk er ekkert í samfélaginu og enginn ber virðingu fyrir þeim og margir banna þeim að koma nálægt sér. Þetta veldur því svo að margir karlmenn verða þunglyndir og byrja að drekka og lemja konurnar sínar sem gerir fjölskylduna enn verr setta.
Það er bara ótrúlegt að sjá svona þegar við erum að drepast úr einstaklingshyggju hérna og ég kvarta og kveina yfir því að skúra gólf og finnst það frekar lágkúrulegt en sé núna að það er bara háklassa vinna miðað við hvað margir þurfa lifa við.
Frank fór til Brighton í gær á tónlistarhátíð, hann fær þetta alveg frítt í boði vinnunnar og fær að tala viðtöl við frægar danskar hljómsveitir sem spila þarna. Ég er því ein heima og finnst það nokkuð huggulegt bara.
Fékk gesti í gær en Brynhildur, íslensk stelpa úr bekknum, og kærastinn hennar Jens sem er dani og Noriku sem er japönsk stelpa líka úr bekknum komu til mín að horfa á Eurovison. Það var rosalega gaman og við hlógum allan tímann og gátum alveg misst okkur yfir hári og búningum og fleiru og Brynhildur bjó til allskonar kenningar um hvað þyrfti til að vinna. Til dæmis ef söngvarinn lítur ekki út, er til dæmis aðeins of feitur, þá þarf að hafa dansara sem eru nánast naktir og líta mjög vel út. Allavega mikið svekkelsi að Silvía sæta var púuð!! þvílíkir dónar!! held þau séu bara abbó og reið út í hana. Hvað haldið þið? Mér fannst þau bara hrikalega flott og Silvía mjög barbie -leg, meira en venjulega og þetta var alveg nett Aqua, vissuð þið að Aqua er dönsk hljómsveit??
Er að fara til Eydísar og Óla í Álaborg á morgun og hlakkar rosalega til :) Held það verði mjög gaman þrátt fyrir að við höfum kannski ekki verið í miklu sambandi seinustu árin. Það spillir svo ekki að hún á tvö mjög mjög sæt börn sem verður gaman að fá að knúsa aðeins ;)
Ætlaði nú samt ekki að drepa ykkur úr leiðindum með mjög löngum pistli ...þið getið líka bara valið úr það sem þið nennið að lesa!!
Love to all!!
Ein spurning :
Hver er af eftirtöldum hefur haft mestu áhrif á 20.öldina að ykkar mati? :
Vladimir Lenin, Bill Gates,Nelson Mandela, Pablo Picasso eða Bítlarnir?
Það er samt ekki versti parturinn af vinnunni því þetta fólk er ekkert í samfélaginu og enginn ber virðingu fyrir þeim og margir banna þeim að koma nálægt sér. Þetta veldur því svo að margir karlmenn verða þunglyndir og byrja að drekka og lemja konurnar sínar sem gerir fjölskylduna enn verr setta.
Það er bara ótrúlegt að sjá svona þegar við erum að drepast úr einstaklingshyggju hérna og ég kvarta og kveina yfir því að skúra gólf og finnst það frekar lágkúrulegt en sé núna að það er bara háklassa vinna miðað við hvað margir þurfa lifa við.
Frank fór til Brighton í gær á tónlistarhátíð, hann fær þetta alveg frítt í boði vinnunnar og fær að tala viðtöl við frægar danskar hljómsveitir sem spila þarna. Ég er því ein heima og finnst það nokkuð huggulegt bara.
Fékk gesti í gær en Brynhildur, íslensk stelpa úr bekknum, og kærastinn hennar Jens sem er dani og Noriku sem er japönsk stelpa líka úr bekknum komu til mín að horfa á Eurovison. Það var rosalega gaman og við hlógum allan tímann og gátum alveg misst okkur yfir hári og búningum og fleiru og Brynhildur bjó til allskonar kenningar um hvað þyrfti til að vinna. Til dæmis ef söngvarinn lítur ekki út, er til dæmis aðeins of feitur, þá þarf að hafa dansara sem eru nánast naktir og líta mjög vel út. Allavega mikið svekkelsi að Silvía sæta var púuð!! þvílíkir dónar!! held þau séu bara abbó og reið út í hana. Hvað haldið þið? Mér fannst þau bara hrikalega flott og Silvía mjög barbie -leg, meira en venjulega og þetta var alveg nett Aqua, vissuð þið að Aqua er dönsk hljómsveit??
Er að fara til Eydísar og Óla í Álaborg á morgun og hlakkar rosalega til :) Held það verði mjög gaman þrátt fyrir að við höfum kannski ekki verið í miklu sambandi seinustu árin. Það spillir svo ekki að hún á tvö mjög mjög sæt börn sem verður gaman að fá að knúsa aðeins ;)
Ætlaði nú samt ekki að drepa ykkur úr leiðindum með mjög löngum pistli ...þið getið líka bara valið úr það sem þið nennið að lesa!!
Love to all!!
Ein spurning :
Hver er af eftirtöldum hefur haft mestu áhrif á 20.öldina að ykkar mati? :
Vladimir Lenin, Bill Gates,Nelson Mandela, Pablo Picasso eða Bítlarnir?
Monday, May 15, 2006
Sex on the beach...Sleep on the beach
Þá er ein stór og góð helgi á enda. Helgin byrjaði á föstudaginn en það var frídagur, Den store bededag. Ég og Frank skruppum á Moesgaard ströndina sem er mjög falleg strönd, lágum og sóluðum okkur meiripart dags. Þegar við vorum á leiðinni heim í strætó ákváðum við svo að kíkja á sæt dýr en við ströndina er opinn garður með fullt af dýrum sem kallast víst rádýr (rådyr) sem eru svona litlir og sætir bambar sem ganga lausir og maður getur gefið þeim gulrætur, epli eða brauð. Þessi dýr eru mjög gæf og maður getur klappað þeim á meðan maður gefur þeim. Veðrið var by the way alveg frábært og dagurinn var svo fullkomnaður með uppáhaldsmatnum mínum og svo kíktum við á Kaffi Viggo og ég fékk mér Sex on the beach og Frank fékk sér bjór, bara næs :)
Laugardagurinn var alveg frábær, við fórum í 16 ára afmælisboð til frænda franks og þar hittum við alla familíuna. Ég og Frank flýttum okkur svo heim því við vildum fara á elektronika tónleika á Musik caféen sem við gerðum og það var alveg geðveikt cool tónlist og allir á dansgólfinu. Við sáum einn gaur sem var flottasti dansari sem ég hef séð, hann var án gríns bara cool. Við hittum svo Silviu og Mariu sem eru norskar og mjög skemmtilegar stelpur, önnur vinnur á Musik caféen en hin með Frank á Rosa. Ég komst að því að ég skil norsku!! ég talaði dönsku og þær norsku og við skildum hvor aðra! Eftir tónleikana byrjuðum við að spjalla við einn af dj unum og hann og nokkrir aðrir ætluðu að fara á svona "leynilega" tónleika á ströndinni sem við vorum á, á föstudeginum. Við fórum fyrst í flotta íbúð sem var innréttuð sem tvö stúdío þar sem tveir gaurar búa til elektró tónlist, vil ekki skilgreina það mikið frekar. Síðan fórum við með leigubíl á ströndina og þurftum svo að labba geggjað langt til að komast að tónleikunum og ég var mjög þreytt og grumpy og vildi í rauninni bara fara heim að sofa. Þessir tónleikar voru samt eitt það svalast sem ég hef orðið vitni að. Hörð og sveitt elektró tónlist inni í skógi við strönd og allir í svona hippafíling sitjandi við bál eða bara að missa sig í dansi. ég var hrikalega þreytt og sofnaði í fanginu á Frank og vaknaði þegar sólin kom upp um fimm leytið. Þá löbbuðum við til baka og gátum séða sólina hækka og hækka sem Frank fannst falleg og rómantískt en ég var bara grumpy og hann mátti ekki einu sinni halda utan um mig hehe. Okkur var svo skítkalt þegar við komum heim og sváfum í fötum.
Ég setti svo inn myndir frá Íslands ferðinni, það vantar reyndar ca helminginn en ég set það inn seinna í öðrum link. Ég setti svo inn link með uppáhalds second hand búiðinni minni, KK Special, heimasíðan þeirra er líka svo flott!
bless í bili
Laugardagurinn var alveg frábær, við fórum í 16 ára afmælisboð til frænda franks og þar hittum við alla familíuna. Ég og Frank flýttum okkur svo heim því við vildum fara á elektronika tónleika á Musik caféen sem við gerðum og það var alveg geðveikt cool tónlist og allir á dansgólfinu. Við sáum einn gaur sem var flottasti dansari sem ég hef séð, hann var án gríns bara cool. Við hittum svo Silviu og Mariu sem eru norskar og mjög skemmtilegar stelpur, önnur vinnur á Musik caféen en hin með Frank á Rosa. Ég komst að því að ég skil norsku!! ég talaði dönsku og þær norsku og við skildum hvor aðra! Eftir tónleikana byrjuðum við að spjalla við einn af dj unum og hann og nokkrir aðrir ætluðu að fara á svona "leynilega" tónleika á ströndinni sem við vorum á, á föstudeginum. Við fórum fyrst í flotta íbúð sem var innréttuð sem tvö stúdío þar sem tveir gaurar búa til elektró tónlist, vil ekki skilgreina það mikið frekar. Síðan fórum við með leigubíl á ströndina og þurftum svo að labba geggjað langt til að komast að tónleikunum og ég var mjög þreytt og grumpy og vildi í rauninni bara fara heim að sofa. Þessir tónleikar voru samt eitt það svalast sem ég hef orðið vitni að. Hörð og sveitt elektró tónlist inni í skógi við strönd og allir í svona hippafíling sitjandi við bál eða bara að missa sig í dansi. ég var hrikalega þreytt og sofnaði í fanginu á Frank og vaknaði þegar sólin kom upp um fimm leytið. Þá löbbuðum við til baka og gátum séða sólina hækka og hækka sem Frank fannst falleg og rómantískt en ég var bara grumpy og hann mátti ekki einu sinni halda utan um mig hehe. Okkur var svo skítkalt þegar við komum heim og sváfum í fötum.
Ég setti svo inn myndir frá Íslands ferðinni, það vantar reyndar ca helminginn en ég set það inn seinna í öðrum link. Ég setti svo inn link með uppáhalds second hand búiðinni minni, KK Special, heimasíðan þeirra er líka svo flott!
bless í bili
Thursday, May 11, 2006
Music for the masses
For the past 5 months, I've been working for a music organisation in Århus, translating articles, press releases and what not.
But ive also been busting my hump, my hump, my lovely lit....hmm, making translations of band profiles for the annual SPOT Festival in Århus. It's the 12th of its kind, and more than 100 bands are playing. As the name indicates, the festival's objective is to spot new talents, promote them, and generally function as a meeting point for the music industry, and of course for music fans.
So if you are planning on visiting Århus from the 1.-3. of June, consider yourself introduced to a cool event, one which is bound to give you a good experience!
Check out the website>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>> www.spotfestival.dk
Tell your friends, parents, neighbours, golfing buddies, or stamp collectors' union!
Later......
Frank
But ive also been busting my hump, my hump, my lovely lit....hmm, making translations of band profiles for the annual SPOT Festival in Århus. It's the 12th of its kind, and more than 100 bands are playing. As the name indicates, the festival's objective is to spot new talents, promote them, and generally function as a meeting point for the music industry, and of course for music fans.
So if you are planning on visiting Århus from the 1.-3. of June, consider yourself introduced to a cool event, one which is bound to give you a good experience!
Check out the website>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>> www.spotfestival.dk
Tell your friends, parents, neighbours, golfing buddies, or stamp collectors' union!
Later......
Frank
Monday, May 08, 2006
Komin með vinnu!!
Þá er gellan búin að næla sér í starf í Danmörku :) Þetta er heimahlynning hjá gömlu fólki í Trøjborg sem er gamla hverfið mitt og hverfið sem ég elska mest. Ég fór í atvinnuviðtal á föstudaginn og fannst það ganga ágætlega og mér fannst yfirmennirnir mínir mjög yndælir og jákvæðir. Þeim fannst ég tala góða dönsku og voru mjög ánægðar með að ég væri með ba í sálfræði. Það hjálpði mikið að ég þekki hverfið mjög vel og að ég get byrjað bráðlega. Ég fæ að fara á námskeið þannig að þrátt fyrir litla reynslu fæ ég tækifæri á að læra allt það mikilvægasta áður en ég byrja að vinna. Ég er samt pínu stressuð að byrja í nýrri vinnu og þurfa að segja hinni upp og allt það en það er bara ég !
Danmörk er bara yndisleg þessa dagana og sólin skín stanslaust og það er alltaf um 20 stiga hiti og maður verður bara glaður og hamingjusamur.
Endilega kommenta á færslurnar hans Frank, honum langaði svo að fá smá umræður í gang en nú heldur hann að enginn vilji taka þátt og er pínu svekktur.
Í dag mun ég svo leika sjúkling fyrir frænku mína sem er að læra tandteknik þannig að ég fæ að leggjast í stólinn og gapa í næstum tvo tíma, jeijj hehe.
seeja leiter alitgeiters
Danmörk er bara yndisleg þessa dagana og sólin skín stanslaust og það er alltaf um 20 stiga hiti og maður verður bara glaður og hamingjusamur.
Endilega kommenta á færslurnar hans Frank, honum langaði svo að fá smá umræður í gang en nú heldur hann að enginn vilji taka þátt og er pínu svekktur.
Í dag mun ég svo leika sjúkling fyrir frænku mína sem er að læra tandteknik þannig að ég fæ að leggjast í stólinn og gapa í næstum tvo tíma, jeijj hehe.
seeja leiter alitgeiters
Saturday, May 06, 2006
Life is simple
Today we bought a big fucking mattress. It's the electric kind that self-inflates by use of a motor: Brilliant! I'm dazzled by how clever it is, a sincerely inspiring invention, just like the wheel or spaceships.
We are going to get drunk tonight, just Kristrún, myself, and the mattress. It's going to be so much fun. Not many people know this, but self-inflating mattresses are delightful social beings who can boost the atmosphere at any party.
Life is so simple when you have a self-inflating mattress. Yesterday was complex, and what-is-the-world-coming-to thoughts took over. But it's been an inspiring Saturday, just me and the mattress.........oh, and Kristrún.
Have a nice weekend!
Frank
We are going to get drunk tonight, just Kristrún, myself, and the mattress. It's going to be so much fun. Not many people know this, but self-inflating mattresses are delightful social beings who can boost the atmosphere at any party.
Life is so simple when you have a self-inflating mattress. Yesterday was complex, and what-is-the-world-coming-to thoughts took over. But it's been an inspiring Saturday, just me and the mattress.........oh, and Kristrún.
Have a nice weekend!
Frank
Friday, May 05, 2006
An afternoon of tolerance
Today we went to see an event in the middle of Aarhus. Several Danish authors, musicians and other cultural figures took part in celebrating and promoting tolerance, broad-mindedness and joy. Inspiring words soared over a crowd of a couple of thousand people, as the people on stage introduced their views on what has been going on in Denmark ever since a fistful of cartoonists chose to speak out in living (blasphemic?) colour.
Kim Larsen still knows how to keep his idealistic convictions fertile. It seemed like the artists on stage certainly did know how to speak out against a situation that got out of hand. But what struck me was that apart from a young rapper called Ali Kazim, all the artists were 40+. Artists that probably remember how to speak out and rock the vote; maybe they know how to because they grew up in a time where your tongue could move mountains.
I came home and found myself idealizing the 60'-70's revolutionairy state of mind, apart from the acid-induced one. Because it seems to me that what we are entertained by today, e.g. rock bands that give us loads of good experiences, has been refined and cultivated in their form by a time where protesting and speaking out was the norm rather than the exception.
I think we can learn a lot in these turbulent times by what fueled the protesters of the past.
It seems like all the bad things are on everyone's lips, but often their tongues don't seem to move some of the mountains that stand in the way of a more just and peaceful world.
What is missing today? Are we spoiled?
Tell me what you think
Frank
Kim Larsen still knows how to keep his idealistic convictions fertile. It seemed like the artists on stage certainly did know how to speak out against a situation that got out of hand. But what struck me was that apart from a young rapper called Ali Kazim, all the artists were 40+. Artists that probably remember how to speak out and rock the vote; maybe they know how to because they grew up in a time where your tongue could move mountains.
I came home and found myself idealizing the 60'-70's revolutionairy state of mind, apart from the acid-induced one. Because it seems to me that what we are entertained by today, e.g. rock bands that give us loads of good experiences, has been refined and cultivated in their form by a time where protesting and speaking out was the norm rather than the exception.
I think we can learn a lot in these turbulent times by what fueled the protesters of the past.
It seems like all the bad things are on everyone's lips, but often their tongues don't seem to move some of the mountains that stand in the way of a more just and peaceful world.
What is missing today? Are we spoiled?
Tell me what you think
Frank
Wednesday, May 03, 2006
Pure torture!
For the last couple of days, I've been thinking that I haven't really written anything for this blog. But that's over now, because today I sincerely need to express my utmost frustration with what is going on at work. Right now my colleagues and I have to sit through a load of bullshit music that is being played by a bunch of people from a music organisation having a meeting in the room next to our office. To illustrate the sheer crappiness of the music, try to imagine what would happen if Sade had a musical baby with Lionel Richie/ Michael Bolton. It gives me goose bumps for all the wrong reasons..........
Frank
Frank
Tuesday, May 02, 2006
Framtíðin
Nú hef ég hugsað mikið um framtíðina og mér finnst mjög erfitt allt í einu að ákveða hvað ég á að gera. Ég er búin að vera að velt fyrir mér að fara í háskólann hérna og taka lokaárin í sálfræðinni og verða svo "alvöru" sálfræðingur.
Ég hef samt verið mjög tvístígandi í þeim málum og hringdi til dæmis í ungan íslenskan sálfræðing sem býr og vinnur hér á Jótlandi og lærði í háskólanum hérna í Árósum til að fá meiri innsýn inn í þetta mál. Hann var mjög hjálpsamur og það var gaman að tala við hann. Hann segir að námið sé í raun mjög frábrugðið því heima og maður þarf að læra að hugsa á annan hátt og læra "nýtt tungumál" ofan á það danska. Í BA náminu heima lærir maður að vera hlutlægur í einu og öllu og er refsað harkalega ef maður notar "ég" eða orð sem gætu gefið eitthvað í skyn eða ýkt þær niðurstöður sem þú kynnir í textanum. Hérna þarf maður að hafa sína ályktun eða álit á viðfanginu sem er eitthvað rosalega nýtt en það útskýrist af því að þegar maður er sálfræðingur þá þarf maður að byggja greiningu sína á sínu faglega áliti og þá þarf að byrja að nota " hvað manni finnst". Hann sagði líka að þegar maður er svo loksins orðinn sálfræðingur þarf maður að fara út á land að vinna því það eru nánast engir möguleikar hérna í Árósum fyrr en maður hefur almennilega reynslu. Hann gaf mér líka ráðleggingar um hvernig best er að sækja um vinnu og það er að fara á staðinn og tala við fólk, sem er eitthvað sem ég hef heyrt áður. Það er bara erfitt að safna kjarki til að gera það þar sem maður talar "5ára" dönsku og er feiminn og allt það. Maður er líka orðinn vist hlédrægur eftir BA námið og ekki vanur að þurf að "selja sig".
Allavega þá hef ég verið að reyna að finna út hvenær fresturinn rennur út fyrir næstu önn í háskólanum því það stóð um daginn að það væri í byrjun júní en svo fór ég upp í skóla í gær og það gat enginn sagt mér neitt og þau áttu ekki einu sinni umsókanreyðublöð. Svo hringdi Frank í dag og komst að því að fresturinn rann út 15 .mars en vanalega er það júní en þau breyttu reglunum en gátu ekki svarað hvenær þau breyttu þeim!??? Þetta er náttúrulega bara stórfurðulegt!!
Allavega þá má halda áfram að reyna að finna einhverja vinnu í þessum ómögulega bæ!!
Þetta blogg er tileinkað móður minni ef henni tekst að opna þessa síður og lesa hana hehe ;)
Ég hef samt verið mjög tvístígandi í þeim málum og hringdi til dæmis í ungan íslenskan sálfræðing sem býr og vinnur hér á Jótlandi og lærði í háskólanum hérna í Árósum til að fá meiri innsýn inn í þetta mál. Hann var mjög hjálpsamur og það var gaman að tala við hann. Hann segir að námið sé í raun mjög frábrugðið því heima og maður þarf að læra að hugsa á annan hátt og læra "nýtt tungumál" ofan á það danska. Í BA náminu heima lærir maður að vera hlutlægur í einu og öllu og er refsað harkalega ef maður notar "ég" eða orð sem gætu gefið eitthvað í skyn eða ýkt þær niðurstöður sem þú kynnir í textanum. Hérna þarf maður að hafa sína ályktun eða álit á viðfanginu sem er eitthvað rosalega nýtt en það útskýrist af því að þegar maður er sálfræðingur þá þarf maður að byggja greiningu sína á sínu faglega áliti og þá þarf að byrja að nota " hvað manni finnst". Hann sagði líka að þegar maður er svo loksins orðinn sálfræðingur þarf maður að fara út á land að vinna því það eru nánast engir möguleikar hérna í Árósum fyrr en maður hefur almennilega reynslu. Hann gaf mér líka ráðleggingar um hvernig best er að sækja um vinnu og það er að fara á staðinn og tala við fólk, sem er eitthvað sem ég hef heyrt áður. Það er bara erfitt að safna kjarki til að gera það þar sem maður talar "5ára" dönsku og er feiminn og allt það. Maður er líka orðinn vist hlédrægur eftir BA námið og ekki vanur að þurf að "selja sig".
Allavega þá hef ég verið að reyna að finna út hvenær fresturinn rennur út fyrir næstu önn í háskólanum því það stóð um daginn að það væri í byrjun júní en svo fór ég upp í skóla í gær og það gat enginn sagt mér neitt og þau áttu ekki einu sinni umsókanreyðublöð. Svo hringdi Frank í dag og komst að því að fresturinn rann út 15 .mars en vanalega er það júní en þau breyttu reglunum en gátu ekki svarað hvenær þau breyttu þeim!??? Þetta er náttúrulega bara stórfurðulegt!!
Allavega þá má halda áfram að reyna að finna einhverja vinnu í þessum ómögulega bæ!!
Þetta blogg er tileinkað móður minni ef henni tekst að opna þessa síður og lesa hana hehe ;)
Subscribe to:
Posts (Atom)