Tuesday, June 10, 2008

Smá frí

Þá er ég komin í nett frí frá skólanum. Var að klára smá törn á laugardaginn. Er í áfanga þar sem við erum að æfa okkur í ýmsum aðferðum í samtalsmeðferð (veit ekki alveg hvað þetta kallast í ísl). Til dæmis erum við að "spegla" og búa til "samninga" fyrir þá sem það þekkja. Þetta er alveg ógeðslega skemmtilegt en mjög erfitt. Við erum átta í mínum hópi og svo skiftum við okkur niður í tvo fjögurra manna hópa og svo æfum við okkur á hvort öðru. Við skiptumst á að vera þerapisti og klient og svo eru tveir "process konsulenter" sem eiga að fylgjast með ferlinu og kontaktinum á milli þerapistans og klientsins. Við fáum mismunandi verkefni fyrir hvern dag, eigum að æfa mismunandi tækni og eigum að díla við mismunandi viðfangsefni. Til dæmis áttum við að teikna mynd sem tengdist einhverju úr æsku okkar sem tengist svo einhverju í lífi okkar núna, ég teiknaði kvöldmatartíma með hele familien. Svo á laugardaginn áttum við að vinna með drauma sem var mjög sérstakt. Fólk fer í nettan "trans" á meðan það talar um drauminn sinn og allt verður eitthvað voðalega furðulegt hehe hljómar frekar fáránlegt en skemmtilegt. Það er samt ótrúlegt hvað maður lifir sig inn í hlutina. Ég er búin að kynnast öllum í hópnum mínum rosalega vel enda ekki annað hægt í svona aðstæðum. Lenti reyndar í því einn daginn að vera í fjögurra manna hópi með þrem norðmönnum! Þá átti ég nett erfitt með að skilja og varð líka allt í einu rugluð í dönskunni og bað því um að við myndum breyta hópnum sem við gerðum. Norðmennirnir eru samt mjög skemmtilegir og ég er ánægð með að ná loksins að kynnast þeim en við erum búin að vera saman í tímum í allan vetur en ég hef aldrei talað við þau fyrr en núna. Það er æðislegt að vera með íslendingum í tímum en það er líka pínu slæmt því maður minglar nánast ekkert við danina.

Helgin var rosa fín en ég flýtti mér til Horsens strax eftir skóla og svo var haldið upp á afmælið hans Frank míns :) Hann grillað kjúlla og fleira gómsætt :) Á sunnudaginn átti svo frænka hans afmæli þannig að við skelltum okkur í "garden party" hjá henni þar sem ýmislegt var brallað: spilað víkingaspil, dúkkó, farið í kalda sundlaug ( ekki ég!!) og prófað svaka flott fjórhjól sem hún er nýlega búin að fá (hún er samt bara 7 ára). Hitinn var yfirþyrmandi og allir að deyja en ég enn meira því mér fannst greinilega sniðug hugmynd að fá allt í einu massíft grasofnæmi sem ég hef aldrei á ævi minni haft. Ég eyddi því stórum parti af veislunni á klósettinu hnerrandi og snýtandi mér, jeijj! Málið er að grasið er svo þurrt núna að það getur víst ollið miklu ofnæmi. Það er bannað að kveikja eld utan dyra því bara ein sígaretta getur brennt risastórt svæði.

Erum svo að fara í brúðkaup í Kaupmannahöfn á föstudaginn og svo brúðkaupsafmæli í Horsens á sunnudaginn :) Það verður næs.

Svo byrjar áfanginn minn aftur 18.júní og slúttar 21.júní en þá byrjar sumarfríið fyrir alvöru!

3 comments:

Unknown said...

Er þá ekki um að gera að mæta á fyrsta degi á Roskilde fyrst að þú verður komin í frí? Fá gott pláss og svona ;)

Anonymous said...

Thad hlytur ad hafa hjalpad, oll samtolin og analysering a mer i falkagotunni fordum daga. Eg fell lika stundum i trans..

Anonymous said...

hahaha !! já sú reynsla mun fylgja mér að eilífu :)Takk fyrir mig

Hrönn: jú það væri sniðugt ef veðrið veður gott ;) vonum og biðjum