Þá er skólinn hafinn á ný og mér fannst á fólki eins og það væri ekki að meika að byrja aftur eftir svona langan tíma í fríi (eina og hálfa viku). Allavega voru nokkrir sem skráðu sig á mætingalistann og létu sig svo hverfa. Ég var nett þreytt enda eitthvað hálf kvefuð og slöpp eftir kaffihúsaferðina mína í gær. Sat með tveimur ofurskvísum á úti kaffihúsi við sýkið og veðrið var eitthvað óákveðið þannig að við vorum sveittar við að klæða okkur í og úr. Ég fékk því að vera bara sjúklingur í dag en aðra daga hef ég nánast alltaf verið bæði sjúklingur og þerapisti (ekki á sama tíma samt hehe!). Við erum í psykodynamiskri meðferð núna sem er að mínu mati mjög mikið bull og frekar erfitt að nota í meðferð. Við remdumst því í allan dag við að fá fram einhverjar varnarhætti og leyndan kvíða hehe og ég var eini sjúklingurinn sem sýndi smá leyndan kvíða hehe.
Sit núna og hef það huggulegt, Frank farinn að spila pool og ég ein heima í höllinni hlustandi á jass og skrifandi í klínisku dagbókina mína. Við eigum að skrifa hvað við höfum lært eftir hvern dag í okkar eigin dagbók sem er bara fyrir okkur. Finnst mjög gott að hreinsa hugsann þannig. Ætlaði að tala við Sóleyju skvís á skype en við fórum eitthvað framhja hvor annari þannig að við verðum bara að reyna aftur annan dag.
Var í Roskilde bolnum mínum í dag í skólanum og fannst ég töffari!! Hlakkar til að tjútta með Hrönn og fleiri góðum ;) Set kannski inn smá lista með þeim hljómsveitum sem mig langar að sjá og heyra á Hróanum góða.
Takk fyrir að lesa bloggið mitt!! Endilega að kvitta fyrir ykkur...það er svo gaman!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Sæl systir - bara rétt að kvitta fyrir mig, alltaf hressandi að lesa pistlana þína mín kæra - bið að heilsa í bili
litla sys
nú verðum við sko að hittast á Hróa! það þýðir ekki að búa í sama landinu og hafa aldrei hist hérna:) það væri gaman að sjá hvaða bönd þú ert spennt fyrir:)
Þokkalega Inga!! Það væri náttúrulega magnað að hittast á Hróa :) Já það er mjög vandræðalega að við höfum ekkert hist eða verið í sambandi. Ég er reyndar bara svo sjaldan í Kaupmannahöfn og þegar ég er þar er það mjög stutt stopp, SAMT.
Takk fyrir kommentið kæra systir :)
LISTA LISTA LISTA! ;) Verð svo að tékka hvort að ég ætli á sama og þú hehe..
Goda skemmtun a Hroa, bid ad heilsa frank!
Post a Comment