Saturday, June 21, 2008
Sumaralbúm
Smá makeup tilraun...Frank spurði hvort ég væri að reyna að líta út eins og gleðikona þegar hann kom heim og fann mig svona hahaha.
Kvölmaturinn eldaður í skóginum á mjög heitum og góðum degi
Skógurinn góði-Riis skov
Sjálfari af gellunni á leiðinni í bæinn með karlmanninum á heimilinu. Ferðinni var heitið á besta kokteilbar bæjarins þar sem Mango daquiry var sötraður.
Frank að ganga frá þvotti...Africa style!!
Frank að spegla sig í ástinni sinni
Aarhus á fallegum degi, huggulegheit við ána
Moi fyrir framan Aros listasafnið-Sumarfílingur
Friday, June 20, 2008
Roskilde listinn!!
Hér kemur listinn með þeim hljómsveitum sem okkur LANGAR að sjá en svo er spurning hvað maður svo nær að sjá. Þessi listi er ekki tæmandi og ekki í neinni sérstakri röð.
Radiohead
Chemical brothers
Bloodgroup
Goldfrapp
Duffy
Dub tractor and opiate
Band of horses
Hot chip
Efterklang
The Freudian slip
josé Gonsález
Grinderman
Jomi Massage
Judas Priest
MGMT
Mugison
Slayer
The Streets
Teitur
Veto
Neil Young
CocoRosie
Beyrdyman
Familjen
Jay Z
Mogwai
Gnarls Barkley
Sé reyndar á planinu að það verður erfitt að ná ÖLLU enda er sumt bara kannski. Svo væri gaman að sjá eitthvað alveg nýtt.
ROCK ON!
Radiohead
Chemical brothers
Bloodgroup
Goldfrapp
Duffy
Dub tractor and opiate
Band of horses
Hot chip
Efterklang
The Freudian slip
josé Gonsález
Grinderman
Jomi Massage
Judas Priest
MGMT
Mugison
Slayer
The Streets
Teitur
Veto
Neil Young
CocoRosie
Beyrdyman
Familjen
Jay Z
Mogwai
Gnarls Barkley
Sé reyndar á planinu að það verður erfitt að ná ÖLLU enda er sumt bara kannski. Svo væri gaman að sjá eitthvað alveg nýtt.
ROCK ON!
Wednesday, June 18, 2008
Djass og klínísk dagbók
Þá er skólinn hafinn á ný og mér fannst á fólki eins og það væri ekki að meika að byrja aftur eftir svona langan tíma í fríi (eina og hálfa viku). Allavega voru nokkrir sem skráðu sig á mætingalistann og létu sig svo hverfa. Ég var nett þreytt enda eitthvað hálf kvefuð og slöpp eftir kaffihúsaferðina mína í gær. Sat með tveimur ofurskvísum á úti kaffihúsi við sýkið og veðrið var eitthvað óákveðið þannig að við vorum sveittar við að klæða okkur í og úr. Ég fékk því að vera bara sjúklingur í dag en aðra daga hef ég nánast alltaf verið bæði sjúklingur og þerapisti (ekki á sama tíma samt hehe!). Við erum í psykodynamiskri meðferð núna sem er að mínu mati mjög mikið bull og frekar erfitt að nota í meðferð. Við remdumst því í allan dag við að fá fram einhverjar varnarhætti og leyndan kvíða hehe og ég var eini sjúklingurinn sem sýndi smá leyndan kvíða hehe.
Sit núna og hef það huggulegt, Frank farinn að spila pool og ég ein heima í höllinni hlustandi á jass og skrifandi í klínisku dagbókina mína. Við eigum að skrifa hvað við höfum lært eftir hvern dag í okkar eigin dagbók sem er bara fyrir okkur. Finnst mjög gott að hreinsa hugsann þannig. Ætlaði að tala við Sóleyju skvís á skype en við fórum eitthvað framhja hvor annari þannig að við verðum bara að reyna aftur annan dag.
Var í Roskilde bolnum mínum í dag í skólanum og fannst ég töffari!! Hlakkar til að tjútta með Hrönn og fleiri góðum ;) Set kannski inn smá lista með þeim hljómsveitum sem mig langar að sjá og heyra á Hróanum góða.
Takk fyrir að lesa bloggið mitt!! Endilega að kvitta fyrir ykkur...það er svo gaman!
Sit núna og hef það huggulegt, Frank farinn að spila pool og ég ein heima í höllinni hlustandi á jass og skrifandi í klínisku dagbókina mína. Við eigum að skrifa hvað við höfum lært eftir hvern dag í okkar eigin dagbók sem er bara fyrir okkur. Finnst mjög gott að hreinsa hugsann þannig. Ætlaði að tala við Sóleyju skvís á skype en við fórum eitthvað framhja hvor annari þannig að við verðum bara að reyna aftur annan dag.
Var í Roskilde bolnum mínum í dag í skólanum og fannst ég töffari!! Hlakkar til að tjútta með Hrönn og fleiri góðum ;) Set kannski inn smá lista með þeim hljómsveitum sem mig langar að sjá og heyra á Hróanum góða.
Takk fyrir að lesa bloggið mitt!! Endilega að kvitta fyrir ykkur...það er svo gaman!
Tuesday, June 10, 2008
Smá frí
Þá er ég komin í nett frí frá skólanum. Var að klára smá törn á laugardaginn. Er í áfanga þar sem við erum að æfa okkur í ýmsum aðferðum í samtalsmeðferð (veit ekki alveg hvað þetta kallast í ísl). Til dæmis erum við að "spegla" og búa til "samninga" fyrir þá sem það þekkja. Þetta er alveg ógeðslega skemmtilegt en mjög erfitt. Við erum átta í mínum hópi og svo skiftum við okkur niður í tvo fjögurra manna hópa og svo æfum við okkur á hvort öðru. Við skiptumst á að vera þerapisti og klient og svo eru tveir "process konsulenter" sem eiga að fylgjast með ferlinu og kontaktinum á milli þerapistans og klientsins. Við fáum mismunandi verkefni fyrir hvern dag, eigum að æfa mismunandi tækni og eigum að díla við mismunandi viðfangsefni. Til dæmis áttum við að teikna mynd sem tengdist einhverju úr æsku okkar sem tengist svo einhverju í lífi okkar núna, ég teiknaði kvöldmatartíma með hele familien. Svo á laugardaginn áttum við að vinna með drauma sem var mjög sérstakt. Fólk fer í nettan "trans" á meðan það talar um drauminn sinn og allt verður eitthvað voðalega furðulegt hehe hljómar frekar fáránlegt en skemmtilegt. Það er samt ótrúlegt hvað maður lifir sig inn í hlutina. Ég er búin að kynnast öllum í hópnum mínum rosalega vel enda ekki annað hægt í svona aðstæðum. Lenti reyndar í því einn daginn að vera í fjögurra manna hópi með þrem norðmönnum! Þá átti ég nett erfitt með að skilja og varð líka allt í einu rugluð í dönskunni og bað því um að við myndum breyta hópnum sem við gerðum. Norðmennirnir eru samt mjög skemmtilegir og ég er ánægð með að ná loksins að kynnast þeim en við erum búin að vera saman í tímum í allan vetur en ég hef aldrei talað við þau fyrr en núna. Það er æðislegt að vera með íslendingum í tímum en það er líka pínu slæmt því maður minglar nánast ekkert við danina.
Helgin var rosa fín en ég flýtti mér til Horsens strax eftir skóla og svo var haldið upp á afmælið hans Frank míns :) Hann grillað kjúlla og fleira gómsætt :) Á sunnudaginn átti svo frænka hans afmæli þannig að við skelltum okkur í "garden party" hjá henni þar sem ýmislegt var brallað: spilað víkingaspil, dúkkó, farið í kalda sundlaug ( ekki ég!!) og prófað svaka flott fjórhjól sem hún er nýlega búin að fá (hún er samt bara 7 ára). Hitinn var yfirþyrmandi og allir að deyja en ég enn meira því mér fannst greinilega sniðug hugmynd að fá allt í einu massíft grasofnæmi sem ég hef aldrei á ævi minni haft. Ég eyddi því stórum parti af veislunni á klósettinu hnerrandi og snýtandi mér, jeijj! Málið er að grasið er svo þurrt núna að það getur víst ollið miklu ofnæmi. Það er bannað að kveikja eld utan dyra því bara ein sígaretta getur brennt risastórt svæði.
Erum svo að fara í brúðkaup í Kaupmannahöfn á föstudaginn og svo brúðkaupsafmæli í Horsens á sunnudaginn :) Það verður næs.
Svo byrjar áfanginn minn aftur 18.júní og slúttar 21.júní en þá byrjar sumarfríið fyrir alvöru!
Helgin var rosa fín en ég flýtti mér til Horsens strax eftir skóla og svo var haldið upp á afmælið hans Frank míns :) Hann grillað kjúlla og fleira gómsætt :) Á sunnudaginn átti svo frænka hans afmæli þannig að við skelltum okkur í "garden party" hjá henni þar sem ýmislegt var brallað: spilað víkingaspil, dúkkó, farið í kalda sundlaug ( ekki ég!!) og prófað svaka flott fjórhjól sem hún er nýlega búin að fá (hún er samt bara 7 ára). Hitinn var yfirþyrmandi og allir að deyja en ég enn meira því mér fannst greinilega sniðug hugmynd að fá allt í einu massíft grasofnæmi sem ég hef aldrei á ævi minni haft. Ég eyddi því stórum parti af veislunni á klósettinu hnerrandi og snýtandi mér, jeijj! Málið er að grasið er svo þurrt núna að það getur víst ollið miklu ofnæmi. Það er bannað að kveikja eld utan dyra því bara ein sígaretta getur brennt risastórt svæði.
Erum svo að fara í brúðkaup í Kaupmannahöfn á föstudaginn og svo brúðkaupsafmæli í Horsens á sunnudaginn :) Það verður næs.
Svo byrjar áfanginn minn aftur 18.júní og slúttar 21.júní en þá byrjar sumarfríið fyrir alvöru!
Monday, June 09, 2008
Smá dæmi máli mínu til stuðnings
http://monokultur.dk/2008/05/02/dansk-folkeparti-rammer-folkedybet/
Ef skrollað er aðeins niður má sjá þau plaköt sem eru dæmi um öfgafenginn anti múslímskan áróður Dansk Folkeparti. Það versta er að þeim tókst að koma í geng lögum sem banna dómurum að bera slæður og önnur trúarleg tákn. Næst á dagskrá er svo að banna slæður í skólum og öllum opinberum stofnunum! Það er augljóst hvert er verið að fara með þessu. Ef einhver nennir og skilur dönsku er líka hægt að lesa þetta blogg sem ég er að vitna í. Ég veit að það eru margir mjög ósammála mér en ég er bara svo þreytt á þessum áróðri sem er oft falin á bakvið allskonar önnur rök sem erfitt er að þræta fyrir eins og að dómari eigi að vera hlutlaus.
Ef skrollað er aðeins niður má sjá þau plaköt sem eru dæmi um öfgafenginn anti múslímskan áróður Dansk Folkeparti. Það versta er að þeim tókst að koma í geng lögum sem banna dómurum að bera slæður og önnur trúarleg tákn. Næst á dagskrá er svo að banna slæður í skólum og öllum opinberum stofnunum! Það er augljóst hvert er verið að fara með þessu. Ef einhver nennir og skilur dönsku er líka hægt að lesa þetta blogg sem ég er að vitna í. Ég veit að það eru margir mjög ósammála mér en ég er bara svo þreytt á þessum áróðri sem er oft falin á bakvið allskonar önnur rök sem erfitt er að þræta fyrir eins og að dómari eigi að vera hlutlaus.
Yfirgengileg hræðsla
Ég ætla að verða pínu pólitísk núna... er að verða rosalega þreytt á því hvað fólk er alltaf hrætt við alla skapaða hluti og þá sérstaklega allt sem er framandi.
Ég bý í landi sem er matað með hræðsluáróðri 24/7 og er komin með algjöra gubbu. Arabarnir eru komnir til að yfirtaka okkur algjörlega. Ég bý í landi þar sem þriðji stærsti flokkurinn í ríkisstjórninni er anti múslímskur og breiðir hatursáróðri um Araba. Þeir munu koma á fót sharia lögum sem leyfa hálshöggvun og fleira í þeim dúr. Við verðum að banna fólki að ganga með slæður því það leyfir kúgun kvenna. Við munum tala arabísku eftir 20 ár. Við þurfum að reka fólk "heim" sem brýtur lögin þó að það sé fætt í þessu landi (Danmörku) eða amk alið upp hér frá barnsbeini þó að það þýði að fólk þurfi að flytja til Bagdad þar sem ríkir stríð sem við áttum þátt í að búa til. Allir glæpir í þessu landi eru framdir af Aröbum eða öðrum innflytjendum. Það er auðveldara að hafa svartan sauð sem hægt er að kenna um allt sem illa fer en að þurfa að takast á við vandamálin í eigin landi. Nú eru menn svo hissa á því að múslimar víðsvegar um heiminn séu reiðir út í Danmörku. Við erum nú að verða vitni að því að saklaust fólk er drepið í þeim tilgangi að sýna Danmörku hversu mikil reiðin er. Ekki gott mál!
Á heimasíðu danska Fréttablaðsins Nyhedsavisen getur maður lesið comment við hinum ýmsu fréttum og vá hvað fólk er rasískt! Það er sama hvað er verið að tala um þá fjalla commentin alltaf um hvað Arabar eru slæmir. Fáránlegt.
varð bara að fá þetta út úr mér! kem bráðum með meiri fréttir af sjálfri mér :)
Ég bý í landi sem er matað með hræðsluáróðri 24/7 og er komin með algjöra gubbu. Arabarnir eru komnir til að yfirtaka okkur algjörlega. Ég bý í landi þar sem þriðji stærsti flokkurinn í ríkisstjórninni er anti múslímskur og breiðir hatursáróðri um Araba. Þeir munu koma á fót sharia lögum sem leyfa hálshöggvun og fleira í þeim dúr. Við verðum að banna fólki að ganga með slæður því það leyfir kúgun kvenna. Við munum tala arabísku eftir 20 ár. Við þurfum að reka fólk "heim" sem brýtur lögin þó að það sé fætt í þessu landi (Danmörku) eða amk alið upp hér frá barnsbeini þó að það þýði að fólk þurfi að flytja til Bagdad þar sem ríkir stríð sem við áttum þátt í að búa til. Allir glæpir í þessu landi eru framdir af Aröbum eða öðrum innflytjendum. Það er auðveldara að hafa svartan sauð sem hægt er að kenna um allt sem illa fer en að þurfa að takast á við vandamálin í eigin landi. Nú eru menn svo hissa á því að múslimar víðsvegar um heiminn séu reiðir út í Danmörku. Við erum nú að verða vitni að því að saklaust fólk er drepið í þeim tilgangi að sýna Danmörku hversu mikil reiðin er. Ekki gott mál!
Á heimasíðu danska Fréttablaðsins Nyhedsavisen getur maður lesið comment við hinum ýmsu fréttum og vá hvað fólk er rasískt! Það er sama hvað er verið að tala um þá fjalla commentin alltaf um hvað Arabar eru slæmir. Fáránlegt.
varð bara að fá þetta út úr mér! kem bráðum með meiri fréttir af sjálfri mér :)
Subscribe to:
Posts (Atom)