Wednesday, April 30, 2008

Öll vandamál leyst

Úff vaknaði í nótt með kvíðahnút í maganum yfir þessu veseni á mér. Amma hefur greinilega tosað í einhverja spotta því núna eru öll vandamál leyst á einu bretti :) Anna mín var svo ótrúlega sæt að bjóða mér litlu sætu íbúðina sína um helgina. Takk Anna þú ert best! Svo kíkti ég á flugfelag.is og viti menn allt í einu var ódýrt flug á sunnudeginum sem er fullkomið því þá get ég verið aðeins með my homegirls Ásdísi og Soffíu gells. Nú get ég vonandi andað léttar og jafnvel notið þess pínu að hitta fólkið mitt heima.

5 comments:

Anonymous said...

Frábært að heyra!
Ég er alveg á því að ástvinir okkar að handan hafa ýmsa spotta að toga í :-)

Anonymous said...

Gott að heyra sæta mín að þetta er allt að reddast hjá þér:) Hver veit nema það sé verið að hjálpa þér að handan..það væri ekki í fyrsta skipti sem það væri gert fyrir einhvern:) Góða ferð "heim" til Íslands og hafðu það gott svítí..kossar og knús frá Sviss

Anonymous said...

Risaknús frá mér til þín. Komdu endilega í heimsókn ef þú hefur tíma.

Anonymous said...

Takk kærlega stelpur fyrir kveðjurnar, það er gott að vita að þið séuð ekki búnar að gleyma mér þó maður sé langt í burtu og svona hehe. knús Kristrún

Anonymous said...

Svona reddast alltaf allt fyrir rest (en thvi midur oft ekki fyrr en eftir madur er buin ad eyda tima i andvokunaetur!)