Friday, May 16, 2008

Looong time

Það er aldeilis langt síðan ég hef skrifað fréttir héðan!! Ferðin til Íslands gekk alveg rosalega vel og er ég mjög ánægð með að hafa farið. Nú hef ég kvatt elsku ömmu mína almennilega, hef bæði fengið að vera leið yfir því að hún sé farin og fengið að rifja upp skemmtilegar minningar um hana og hlæja mig máttlausa. Hún var alveg einstök! Ég varð reyndar nett veik þegar ég kom heim og hef verið með hor í nös alla vikuna. Er annars bara sveitt í vikuprófi þessa dagana. Er alveg að verða búin en ég á að skila á þriðjudaginn. Ég er þekkt fyrir að vera léleg á endasprettinum þannig að ég þarf að herða mig aðeins á morgun. Fór í smá göngutúr áðan og það eru ALLIR að djamma sniff sniff, fólk úti á svölum eða bara með gluggana opna. Sumir voru reyndar pissandi í plöntur og þess háttar sem ég öfundaði kannski ekkert rosalega en annars er mikil partý stemning hérna í hverfinu og mikill sumarfílingur. Það er búið vera alveg geggjað gott veður sem ég hef náð að njóta með því að hafa gluggana mína opna. Voaðlega á maður alltaf erfitt þegar maður er í prófum! haha.

Annars var alveg æðislegt að hitta allar vinkonurnar á Íslandi :) Gaman að geta talað girl talk ! Soffía er líka besti gestgjafinn í heiminum og hún og Jóhann eru alveg hrikalega góð í að búa til geggjaðan mat. Takk fyrir mig elskurnar :)

No comments: