Tuesday, April 15, 2008

Bland í poka

Takk kærlega fyrir skemmtileg comment sæturnar mínar :)
Ég á að vera að skrifa verkefni en ákvað að það væri örugglega skemmtilegra að skrifa bara smá blogg í staðinn hehe, er nefnilega ekki alveg jafn sleip í að skrifa á dönsku eins og ég þóttist vera þannig að þetta gengur pínu hægt plús að ég er frekar óþolinmóð kona (stundum). Hér er kalt en fallegt, sólin skín og fuglarnir syngja og fólk talar um að nú sér vorið loksins komið. Mér finnst árstíðirnar reyndar alltaf skrítnar hérna þegar maður kemur frá "Det kolde nord" því núna er í raun sumar á íslenskum mælikvarða og vorið var í byrjun febrúar ca. Þetta er amk allt afstætt.

Ég er allt í einu kominn með gríðarlega heimþrá og langar heim að knúsa börnin mín (já ég "Á" þessi börn ;) ). Dreymdi í nótt alveg ótrúlega yndislegan lítin strák sem ég átti að passa og það gekk svona rosalega vel :) Enyways þá var að ég átta mig á því að ég hef ekki verið á Íslandi að sumri til síðan 2004!! Það eru fjögur ár síðan, ég er yfirleitt á landinu um jólin þegar myrkrið og kuldinn ráða ríkjum. Svo eru vinir og fjölskyldumeðlimirnir eitthvað farnir að pressa á mig að koma. Sumir að meira að segja farnir að hafa áhyggjur af því HVORT ég muni nokkru sinni flytja aftur til Íslands. Ég ætla ekki að lofa neinu en innst inni í hjartanu þá vil ég heim en er ekki tilbúin til þess alveg strax. Langar að vera hérna í nokkur ár í viðbót og sigra Danmörku hehe. Nei segi svona.

Helgin var annars hrikalega leiðinleg!! Frank veikur og "Skúli Fúli" í heimsókn hehe þið vitið hvernig það er þegar karlmenn eru veikir. Allavega var hann hundveikur með hita og flensu. Ég hékk hérna í pínu litlu íbúðinni í gríðarlegum hita en Frank skrúaði upp hitann því hann var alltaf annaðhvort blautur af svita eða skjálfandi úr kulda. Núna situr spurningin eftir "Af hverju fór ég ekki eitthvað út?! Jæja svona er þetta og það kemur önnur helgi eftir þessa.

Er pirruð út í kóngafjölskylduna hérna sem var að fá launahækkun á meðan leikskólakennarar og annað ummönnunarstarfsfólk fer í verkfall á morgun til að fá aðeins meira í skítalaun. Til dæmis fær drottningin um hálfa milljón danskar krónur fyrir hvern dag sem húnn vinnur!! Jóakim prins er að fara að giftast franskri konu og hann ætlar víst að gefa henni launahækkunina sína sem nemur 70 þús dönskum krónum á mánuði sem er um milljón íslenskar krónur. Hún fær svo danskan ríkisborgararétt um leið og þau eru gift og fer því fremst í röðina hjá útlendingaeftirlitinu þar sem ég veit ekki hvað margir hafa setið og beðið í mörg ár eftir að fá ríkisborgararétt.
Þoli ekki svona óréttlæti!!

5 comments:

Anonymous said...

Já það væri rosa nice að fá þig heim ég var eimitt að ræða þetta við Soffíu hvernig við gætum komið þér heim hehehe, segji bara svona en ef þú myndir líta í heimsókn þá væri það bara snilld.

En já það er ótrúlegt með þetta lið sem ræður eins og hér að þá eru allir ráðherrar að ráða sér aðstoðarmenn (örugglega á fínum launum) meðan já það ætti að hækka laun hjá ýmsum öðrum eins og lögreglumönnum og fleirum. Það er eins og þetta lið sé alveg lokað á hvað vanti í samfélaginu en samt er það að stjórna öllu pantandi sér einkaflugvélar og eitthvað þvíumlíkt rugl.

Kiss kiss...

Anonymous said...

Eg skil thig vel ad langa heim i sumar. Eg var einmit ad tala um islensk sumur vid einhvern, thegar vid faum god sumur eru thau yndisleg!! Thegar thau eru god thad er. Eg aetla ad punga ut fyrir ofurdyrum mida heim i sumar, sama hvad, koddu lika, eg stefni a ad vera heima seinni part juli, be there or be square!

Anonymous said...

Kóngafólk er ótrúleg tímaskekkja. Það þýðir samt ekkert að ræða það við Dani, þeir móðgast bara enda voðalega stolltir af þessu liði sínu.
Komdu endilega heim, það er alltaf svo gaman að hittast :)
Ég er annars sjálf að fara til London eftir 2 vikur. Það verður vonandi næs, mannstu ekki annars af hverju mig langaði þangað? Töluðum um það þegar þú varst hér í haust...

Anonymous said...

haha...kannast við þennan Skúla fúla. Förum ekkert meira út í veika karlmenn núna elskan, það er kafli út af fyrir sig! :) Eigum við ekki að kíkja saman á Önnu svo? Svona þegar þau eru tilbúin að fá gesti :) Hlakka svo til að sjá litla krílið..
Knúsíknús frá mér,
Eva frænka

Anonymous said...

Hér er svo sannarlega vor í lofti, um 10 stiga hiti á daginn og mín búin að fara 2x í sund í vikunni og fá lit í kinnarnar og sundbolafar...sweet! Manstu Kristrún hvað þú elskar íslenskar sundlaugar??? Come baby come baby baby come come.... hihi.