Pantaði mér flug til Íslands í dag en því miður er ég ekki að fara í frí. Amma mín hún Auður dó um helgina eftir langa baráttu við krabbamein. Ég ætla að fara heim til að kveðja hana í hinsta sinn. Þetta verður engin skemmtiferð en það verður þó mjög gott að fá að vera með fjölskyldunni á svona stundu og styðja hvort annað. Ég flýg til Íslands á föstudaginn og svo heim aftur sunnudaginn 11.maí. Það væri náttúrulega yndislegt að nota tækifærið og hitta einhverja af vinunum. Soffía og Ásdís hafið samband við mig og látið mig vita hvort það sé séns á hittingi á föstudagskvöldið eða á laugardaginn. Ég á eftir að finna stað til að sofa og far heim þannig að það er ekki komin fast plan.
við sem sjáumst, sjáumst!
knús
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Panta einn hitting :)
Knús, Vera.
Leiðinlegt að heyra með ömmu þína, en gott að þú hafir tök á að fara heim og kvatt hana.
Það væri nú gaman að hitta þig einhvern tíma ef þú verður e-ð fyrir sunnan. Verð reyndar í London þegar þú kemur til landsins en ef þú verður eitthvað þegar þú ferð til baka vil ég panta tíma!
Post a Comment