Tuesday, April 08, 2008

Nýjasta tækni og Vísindi

Helgin fór í að líta inn í framtíð tækni og vísinda og inn í fortíð tískunnar.
Ég og Frank fórum á sýningu þar sem hægt var að skoða og stundum prófa framsæknar tækninýjungar allstaðar úr heiminum. Japanirnir voru að sjálfsögðu með sína ótrúlegu súper tæknilegu en samt sem áður pínu barnlegu og krúttlegu hluti eins og til dæmis vélmenni sem hægt er að "interacta" við og augnskugga ljós. Það var reyndar pínu fyndið þegar strákurinn sem var að kynna vélmennið byrjaði að tala því hann var alveg ótrúlega lélegur í ensku og talaði eins og hann væri vélmenni, mér brá pínu og Frank þóttist skilja hann en aumingja strákurinn skildi ekkert af því sem Frank var að spyrja hann um. Það kom mér nett á óvart hvað sálfræði kom mikið við sögu í flestu. Það var mjög mikið um að fólk notaði annaðhvort meðvitað eða ómeðvitað lögmál hegðunar eins og klassíska skilyrðingu. Til dæmis var teppi fyrir lítil börn í leikskólum, ef þau skríða eða ganga á því kvikna lítil ljós í teppinu og ef þau hafa of hátt slokkna ljósin. Það er dæmi um neikvæða refsingu. Svo var vél fyrir hundaeigendur sem vilja getað farið á ferðalög og skilið hundinn eftir heima án þess að hann drepist úr hungri. Það var lítil myndavél á matarskammtara sem er svo fjarstýrður í gegnum internetið. Þú getur séð hvort hundurinn borði og þegar maturinn er búinn seturu af stað matargjöf sem byrjar með lagi svo hundurinn viti að hann sé að fá mat. Það sem mér finnst flottast er selurinn, hann er frekar frægur, en það er lítið dýr sem hefur mannlega eiginleika. Þegar maður kveikir á honum þá "lærir" hann þá hegðun sem hann verður vitni að fyrstu 30 mínúturnar (minnir mig). Þannig að ef maður er mjög kelinn og góður þá hagar selurinn sér þannig en ef þú til dæmis er mjög aggressívur þá er selurinn það líka og getur til dæmis bitið. Þetta dýr er víst notað á elliheimilum í Japan og hefur reynst ótrúlega vel þó það hljómi rosalega óhuggulega. Gamalt fólk og sértaklega þeir sem eru komnir með elliglöp þykir ótrúlega gott að snerta hluti og eru líka mjög einmana þannig að það er tilvalið að þau hafi lítið dýr sem þau geta ekki skaðað á neinn hátt en fá alveg jafn mikla gleði af eins og það væri alvöru dýr.

Sunnudagurinn fór svo í fatabasar þar sem bæði var hægt að fá nýtt og notað. Ég varð nánast hálf geðveik því það var vægast sagt slegist um fötin þarna úff. Mér tókst þó að kaupa mér rosa sætan gallakjól sem mig hlakkar til að nota í sumar :) Ég keypti svo hálsfesti sem var líklegast keypt fyrir skít og kanel í Indlandi. Ég var þarna með tengdó og systrum hans frank, þær eru allar mjög mikið fyrir föt og gellulega hluti. Svo komu fréttaemenn og tóku viðtal við tengdó og tóku milljón myndir af henni og af því sem hún hafði keypt. Dagurinn var svo endaður á Pizza Hut sem var mjög svekkjandi því ég fæ mér alltaf Zorba pizzu heima á Pizza Hut en hér er það sko ekki á matseðlinum :(

Er annars að skrifa verkefni(próf)sem ég er næstum búin með, það er kannski ekki frásögu færandi nema að ég er að skrifa það á DÖNSKU úff það er nett erfitt en ég læt Frank lesa yfir þetta fyrir mig bráðlega.

Á morgun eru svo Blonde Redhead tónleikar!!Við(stelpur úr skólanum+Frank)ætlum að hittast á japönskum veitingastað sem heitir Soya og borða saman fyrir tónleikana. jeijj. Svo erum við kannski að fara í leikhús næstu helgi þannig að það er svosem alveg nóg af skemmtilegu dóti í gangi.

8 comments:

Anonymous said...

What an exciting life you lead! Það væri nú örugglega hægt að skrifa þætti um líf þitt þú ert alltaf að gera eitthvað spennandi... hvað myndir þú kalla þáttinn? You go girl og njóttu...

Unknown said...

Við erum einmitt að fara á föstudagskveldið á Blonde Redhead hérna í Malmöborg :)

Anonymous said...

Puff mer finnst nu half creepy thessi hugmynd ad skella bara veladyri a gamalmenninn svo vid thurfum ekki ad vera med samviskubit yfir ad hanga ekki med theim.

Hljomar eins og vel heppnud helgi. Bid ad heilsa :)

Frankrún said...

Takk fyrir commentin stelpur :)já það er hrikalegt hvernig farið er með gamla fólkið en mér finnst skárra að þau hafi þó amk þessi véladýr í staðinn fyrir ekki neitt, sérstaklega ef þessi dýr veita alvöru ánægju hjá þeim.

Anonymous said...

Váaa hvað þið eruð ógurlega dugleg að kíkja út og skoða allt mögulegt...ég ætti að fara að taka mig ykkur til fyrirmyndar og kíkja á eitthvað af þessum söfnum hérna í Lausanne;) alltaf gaman að fylgjast með þér beib;) kv frá Sviss

Anonymous said...

Takk fyrir skemmtilegt kvöld Kristrún mín :) Gaman að lesa færsluna um tæknina hehe!

Anonymous said...

Fjör í DK!!!:) Ég dauðöfunda ykkur af öllu því sem þið eruð að brasa. Við Óli fórum saman í Bónus áðan og áttuðum okkur á því að við höfðum síðast farið eitthvað saman, tvö ein, fyrir 3 vikum síðan hahaha.

Anonymous said...

hæ hæ langaði bara að kvitta fyrir mig af því þetta var svo skemmtilegt blogg - knúsi knús Sóley