Thursday, March 06, 2008

Hið ljúfa líf

Það er ekki hægt að neita því að það er þónokkuð ljúft að vera námsmaður, maður ræður sér sjálfur og getur unnið heima við sem er huggulegt á rigningardegi. Ég hef átt mjög góða viku fulla af skemmtilegu fólki. Seinustu helgi fórum við til Horsens til að sjá hljómsveit spila sem vinur hans Frank er í. Það var mjög fínt að hitta "Horsens" fólkið þó að sumir séu með vissa smábæjar töffarastæla sem ég kannaðist við frá Akureyrinni minni, það er eitthvað smábæjar element sem spilar inn í þarna. Við fengum svo að leika við litlu börnin í fjölskyldunni hans Frank sem eru bara tvö en þau eru alveg yndisleg. Litli frændinn hann Nikolai er eins árs og alltaf glaður og hress og gaman að leika við, algjör dúlla semsagt.

Talandi um börn þá reiknaði ég út í gær að það eru sjö manns úr mínum nánasta vinahópi að fara að eiga barn á þessu ári!!! vá!! Þeir sem eru nýlega bæstir í hópinn eru töffararnir mínir þeir Njáll og Gunni :) ...eru samt ekki að fara að eiga það saman ! haha.

Ef ég held áfram að dásama líf mitt hehe þá fórum við svo beint frá krúttunum í Horsens til Aarhus í matarboð. Grísk vinkona mín og maðurinn hennar bauð okkur ásamt tveimur öðrum pörum í mat. Að sjálfsögðu fengum við ljúffengan grískan mat mmm. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt og ég talaði dönsku, ensku og íslensku til skiftist! haha er að verða sleip í að hoppa á milli.

Er svo nett "þunn" í dag því ég og tvær danskar stelpur úr bekknum mínum (KKK grúppan) ákváðum að hafa ekta vídeo kvöld í gær með tilheyrandi "hollustu", hef ekki borðað svona mikið nammi, ís, snakk og gos síðan um jólin! Við leigðum tvær magnaðar en mjög, mjög ólíkar myndir. Fyrst horfðum við á mynd sem fjallar um ríkar miðaldra vestrænar konur sem fara til Haiti til að stunda kynlíf með mjög ungum mönnum, allt niður í 14 ára. Þetta var athyglisverð mynd sem var full af "eye openers". Síðan horfðum við á, bestu mynd ever sem ég hef séð amk 10 sinnum, Shining! Ég verð alltaf jafn hrædd þegar ég horfi á þessa mynd þó ég viti nákvæmlega hvað gerist næst sem segir manni hvað þessi mynd er mikil snilld. Myndin fjallar mjög mikið um samband sonar við föður en Stephen King hefur sjálfur sagt að hann hafi átt erfitt með að hemja sig við sín börn og stundum hafi hann jafnvel slegið þau. Annars er það ekki bara sagan sem er góð heldur er Kubrick bara snilldar leikstjóri. Shining hótelið til dæmis sviðsmynd frá a til ö sem er ótrúlegt. Hann gerði svo mikið úr myndatökunni að hann tók stóran hluta af myndinni sjálfur.


Ein stutt saga hér í endinn hehe. Birta María mín varð fimm ára um helgina og ég sendi henni pakka. Ég sendi gjöfina í Núpasíðuna því í pakkanum var líka gjöf til pabba þar sem ég skuldaði honum afmælisgjöf. Á laugardagskvöldið fékk ég svo sms frá gamla þar sem stóð : Gúmmíhanskarnir voru ekki til!! Ég hló en fattaði ekkert?? Svo þegar ég vaknaði daginn eftir rann upp fyrir mér að þegar ég fór að senda pakkan fór ég í búðina að versla hitt og þetta og þar á meðal gúmmíhanska og hafði skrifað innkaupsseðil sem ég hafði svo óvart sent með pakkanum!! haha.

Stal þessari mynd af Barnalandinu hennar Katrínar systur en hún skannaði nokkrar myndir af okkur systrunum frá því við vorum fimm ára, 1984 hehe. Erum við ekki sætar ? ;)

6 comments:

Anonymous said...

Njalli og Gunni ad verda pabbar! Og fimm i vidbot, thad er bara allt ad verda vitlaust.... aetti eg ad gera eins og madonna og aetleida eitt her i Malawi?

Unknown said...

Það er aldeilis dömuleg klipping á ykkur systrunum hehe...

Frankrún said...

Já Sólrún! manstu ekki eftir því þegar við ákváðum að ættleiða eitt barn frá hverri heimsálfu?? Gott að byrjar á Malawi hehe.Já það eru sko margir að fara að unga út í ár, hinir fimm eru: Anna Berglind, Eydís, Hildur, Heiða Hannesar og Tinna.

Og Hrönn: ég var "hann" þangað til ég varð um 14 ára held ég, allt mömmu að kenna!

Anonymous said...

Hæhæ skvís, bara að kvitta fyrir mig svona einu sinni :O)

Anonymous said...

það er aldeilis hvað fólk er frjótt jahérna. Gaman að heyra af væntanlegum gríslingum :)

Anonymous said...

það er aldeilis hvað fólk er frjótt jahérna. Gaman að heyra af væntanlegum gríslingum :)