Thursday, March 13, 2008

The mistery of the flying cake


Hitti vinkonu mína hana Katerina í dag yfir kaffibolla/tebolla sem var geggjað kósý. Við náum alltaf að tala um ótrúlegustu hluti og hlægja út í eitt. Í dag í miðjum samræðum kom fljúgandi kaka og lenti við hliðina á borðinu okkar ! Við kíktum upp og sáum þar svífandi, hissa haus sem horfði á okkur og kökuna. Það eru nefnilega svalir í mötuneytinu með borðum og þessi stelpa hafði greinilega óvart misst kökuna sína fram af svölunum og var svo heppin að hún lenti ekki á neinum. Það fyndna var reyndar að kakan var á servíettu og lenti á gólfinu eins og einhver hafi bara lagt hana þar til geymslu hehe. Við bjuggumst bara við að eigandi kökunnar kæmi að sækja hana en svo var ekki því það voru ansi mörg vitni af þessum vandræðalega atburði þannig að hún hefur greinlilega ekki þorað að koma og sækja blessuðu kökuna enda kannski ekki svo gyrnileg lengur. Svo kemur allt í einu einhver svaka töffari og spyr með ströngum tóni hvort þetta sé kakan okkar sem liggji þarna á góflinu, nei segjum við þá að sjáflsögðu og svo segir hann að hann vilji henda henni. Hann var greinilega pirraður á subbuskapnum í okkur þó að kakan lægi snyrtilega á servíettu á gólfinu hehe.


Rigning og rok og meiri rigning og rok er þemað í Aarhus í dag! Boring!

1 comment:

Anonymous said...

Haha það hlýtur að hafa verið ótrúlega skrítið að vera vitni af þessu! Made me laugh at least!