Afslöppun í páskafríinu þýðir að við gerum það sem okkur finnst skemmtilegast: Horfa á góðar bíómyndir, fara á söfn og kaffihús. Allt af ofangreindu var gert í gær! Fórum í Kunstbygningen og sáum rosalega flotta sýningu með "óþekktum" ungum listamönnum og aðra sýningu sem var mjög fyndin, athyglisverð og umfram allt pólitísk. Eftir það var farið á hinn ómenningarlega stað McDonalds og borðað rusl og svo farið á flottasta kaffihús Aarhus Kaffi Sigfried. Það er voða líkt Máli og Menningu því þetta er bókabúð með svaka kósý kaffihúsi þar sem maður getur setið og lesið bækur. Um kvöldið horfðum við á skemmtilega mynd sem ég man ekki hvað heitir og gerðumst svo kræf að þjófstarta páskaegginu ! namm namm.
Í dag verður svo farið til Horsens að heimsækja fjölskylduna hans Frank. Á föstudaginn langa munum við líklegast borða páskahádegismat að hætti dana. Á seinasta ári voru það bara mamma og pabbi Franks sem héldu uppi þeirri hefð að drekka snaps eða skot með matnum (það er hefð og ætlast til að allir taki þátt) því við hin vorum ekki í stuði fyrir skot um miðjan dag, sem endaði svo með að þau voru hálffull hehe mjög fyndið og mamma hans Frank sagði nokkrar fleygar setningar sem ég rifja upp við hvert tækifæri hehe.
Kakó án rjóma fyrir mig eins og venjulega
og espresso handa herranum ;)
4 comments:
Gledilega paska!!!
Gleðilega páska.
Voða hafið þið það kósí ég er bara í því að jafna mig eftir kirtlatöku má ekki borða súkkulaði né neitt gúmmelaði jú ís reyndar :P þannig að þú verður að borða smá fyrir mig sæta. Hafi það rosa gott.
Kveðja Ásdís
Gleðilega páska! Er komin norður eftir verstu flugferð ever. Öskraði meira að segja, frekar vandræðalegt, en það öskruðu allir svo það var kannski í lagi. Ældi svo eins og múkki þegar ég kom heim. Ætli kisan mín hafi ekki verið með taugaáfall í farungusgeymslunni eins og hinar töskurnar. En er komin heim og það er ljúft að vanda :)
jeminn!Hvad var svona vont vedur? Hefdi sko ekki verid til í ad prófa tetta. vildi ad ég gæti komid vid á fallegu Akureyrinni en læt tad bída betri tíma.
Post a Comment