Er í nettu þunglyndi, sá heimildamynd í gær sem fjallar um hvernig bandaríski herinn fer með fanga sína. Fórnarlömbin eru ekki einungis þeir fangar sem eru haldnir föngum án dóms og laga og pyntaðir til að játa hryðjverk sem þeir hafa ekki framið, heldur eru það hermennirnir í þessum fangelsum líka. Allt þetta fólk er kúgað af ríkisstjórn Bandaríkjanna sem hafa sagt opinskátt síðan 11.september að nú séu hanskarnir farnir af og að það megi nota öll ráð til að verna landið fyrir fleiri svona árásum. Tekin voru viðtöl við nokkra hermenn sem dæmdir hafa verið fyrir illa meðferð á föngum sem m.a hafa leitt til dauða, þetta var mjög venjulegt fólk sem ekki var þjálfað í að yfirheyra fólk. Það var þó mikil pressa á þeim að gera ALLT til að fá upplýsingar úr föngunum og ýmsar aðferðir til að halda stjórn á æstum föngum gefnar í skyn. Það var til dæmis einn þeirra sem yfirheyrði mann sem hafði verð handtekinn í Afganistan fyrir að hafa sent sprengjur á ameríska hermenn, hann sagði að hann sá frá byrjun að hann var saklaus en var samt neyddur til að halda áfram að yfirheyra hann. Hermaðurinn var skammaður fyrir að vera of linur þegar hann reyndi að fá mannin lauslátinn. Þessi sami fangi var svo pyntaður til dauða. Fangaverðirnir "máttu" sparka í lappirnar á honum ef hann var órólegur og eftir að hafa verið sviptur rétti sínum til svefns og látinn standa, hlekktur, með hendur upp í loft í langan tíma var hann mjög æstur og ruglaður. Þeir spörkuðu því í hann mjög oft, börðu hann með kylfum, hoppuðu ofan á bakinu á honum og fleira. Athugið að það eru fangaverðirnir sem gerðu þetta sem segja söguna, þannig að þetta er engin lýgi. Þessi fangi lést af völdum illrar meðferðar, fótleggir hans voru það illa farnir af barsmíðunum að það hefði þurft að fjarlæga þá. Myndir voru sýndar af líkinu og það var ekki falleg sjón, hann var fjólublár á öllum líkamanum. Fjölskyldunni hans var síðan send skýrsla á ensku þar sem hafði verið sett x við homicide. Þegar þetta komst í fjölmiðlana þufti einhver að borga brúsann og það voru hermennirnir sem framkvæmdu voðaverkin en ekki þeir sem hönnuðu þau og létu stjórnuðu þeim. Við má búast að svona hræðilegir atburðir gerist á degi hverjum. Það má líkja þessu við útrýmingabúðir Nasista þar sem litið er á alla múslima sem dýr eða óæðri verur. Þessi heimildarmynd heitir "Taxi to the dark side" og fékk óskarsverðlaun. Mæli með að þið sjáið hana sjálf ef þið trúið ekki hversu slæmt ástandið er.
Hér í Danmörku eru hlutirnir á mjög hraðri leið niður á við. Þið hafið kannski heyrt um að Jyllands posten teiknaði mynd af Múhameð með sprengju í túrbaninum. Múslimar brugðust illa við bæði hér og í öllum heiminum. Danir þóttust skilja þessar tilfinningar en neituðu þó að biðjast afsöknar því hér ríkir hið mikla málfrelsi. Þegar þessi sár voru svo farin að gróa aðeins ákveða þeir af völdum óeirða á meðal annarar kynslóðar innflytjenda að birta myndina frægu aftur og nú í mjög mörgum mismunandi dagblöðum!!! Mér finnst þetta hið mesta virðingarleysi og prumpa á þessa svokallaða "frelsi". Ef maður getur ekki farið rétt með frelsið á maður ekki skilið að hafa það. Mér finnst rangt að Danmörk sýni annari menningu og trúarbrögðum svo mikla vanvirðingu. Núna er allt vitlaust aftur og Súdan hefur til dæmis hvatt alla múslima til að boycotta danskar vörur og hefur skorað á Osama bin laden að sprengja Kaupmannahöfn. Danmörk hefur brugðist við með því að hóta Súdan með því að þeir vilji fá peningana sína aftur sem þeir lánuðu þeim. Mér finnst það algjörlega röng viðbrögð. Skammast mín mjög fyrir þessa helv ríkistjórn sem er við völd hér. Forsætisráðherran okkar er til dæmis mjög náin vinur Georgs Bush og er nú á næstunni á leið til Bandaríkjanna að heimsækja Bush á ranchinn hans en það eru bara þeir sem honum líkar allra best við sem fá þann heiðurinn. Þetta segir manni ýmisslegt um hann Anders Fogh okkar!
Mér finnst hugtakið "fresli" notað til að afsaka mjög margt ljótt alveg eins og "islam" er oft notað til að réttlæta hryðjuverk. Hver er vondi kallinn eiginlega?? Ættum við ekki að kíkja í spegilinn og sjá að við (Vesturlöndin) erum sko ekki neitt skárri en hryðjuverkamennirnir.
Jæja þetta voru mínar skoðanir, veit að það eru ekki allir sammála, endilega segið mér hvað ykkur finnst.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Er að miklu leiti sammála þér Kristrún mín. Verð þó líka að viðurkenna að ég er verða nokkuð þreytt á öfgafullum viðbrögðum múslima við þessum teikningum þó ég sé ekki hlynnt því að þær hafi verið birtar aðeins til að ögra nú um daginn. Ég hef alltaf reynt að vera mjög umburðalynd í garð múslima og hve þeir eru viðkvæmir fyrir gríni á trúnna þeirra en þegar það er farið að beita svo ofbeldisfullum aðgerðum í mótmælaskyni fer maður að vissu leiti að missa alla samúð með þeim. Þetta er kannski að einhverju leiti vegna þess hve óumburðarlynd ég er á trúarbrögð almennt hvaða nafni svo sem þau heita, verandi mikill trúleysingi. Finnst óskiljanlegt hvað fólk getur gert í nafni einhvers sem kannski er ekki einu sinni til (og mjög líklega skv. mínum bókum!).
En gaman að lesa pistilinn þinn klára stelpa :)
Post a Comment