Ég veit ekki með ykkur en mér finnst seinasta tvíbbamyndin pínu Shining-leg hehe. "do you want to play with us forever and ever!" Samt krúttleg hehe.
Dagurinn í dag var betri en búist var við. Ég dröslaðist aðeins of seint á lappir og dreif mig í ræktina sem var yndislegt, núna er takmarkið mitt að hlaupa um 18 km á viku amk, plús smá lyftingar. Langar að fá unglega líkamann aftur! Þegar ég var búin að svitna eins og grís á hlaupabrettinu sá ég að ég var búin að fá sms frá Frank um að ég yrði að hringja í hann því hann væri með góðar fréttir. Daginn áður var hann búinn að segja mér að ég fengi eina krónu tilbaka frá skattinum en hafði svo kíkt betur á seðilinn (ég skil ekkert í svona seðlum sko) og sá að ég fæ um 7000 danskar krónur á morgun!! :) jeijjj! :) Núna er íslenska krónan í sögulegu lágmarki og ef ég myndi millifæra þessa peninga þá myndi ég fá tæpar 112 þúsund krónur! Ekki leiðinlegt. Svo þegar ég kom heim lá pakki til mín á borðinu :) Mamma og pabbi sendu mér og Frank páskaegg full af nammi mmmmm. Hlakkar til að kjamsa á þeim um páskana.....Er by the way komin í páskafrí !!
Okkar plan um páskana er að vera í Horsens frá fimmtudegi til laugardags og fara svo í party party til Kamillu vinkonu en hún varð 32 ára í dag. Langtímaplan hjá okkur eru fyrst Blonde Redhead tónleikar í apríl og svo Roskilde festival í sumar þar sem Radiohead munu spila. Vonandi koma samt einhverjir fleiri tónleikar inn í planið hjá okkur. Hrönn og Jón eru búin að kaupa miða á Roskilde þannig að það verður pottþétt gaman :)
Er í góðu skapi í dag og langaði að blogga...þið haldið örugglega að það sé alltaf rosa stuð hjá mér en það er bara af því að ég blogga bara þegar ég er í góðu skapi, aðra daga er ég Miss tuð hehe.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
já þetta er fyndið með skattinn. við bragi héldum einmitt að við fengjum sitthvora krónuna til baka..... en neinei, við fáum nokkur þúsund dkall hvor:) ekki amalegt. skatturinn hér er alveg óskiljanlegur
en varðandi blonde redhead, ég er líka að fara, þeas hér í köben. eru þau líka að spila í árósum?
cool! Blonde Redhead spila hérna í Aarhus í Voxhal sem er frekar lítill staður þannig að þetta verður huggó :) Alltaf gaman að fá peninga til baka en það fyndna er í rauninni að þetta eru peningar sem maður hefur unnið sér inn en finnst samt að þetta sé "ókeypis" haha.
Post a Comment