Saturday, February 09, 2008

Kósíheit

Dagurinn í dag er búinn að vera fallegur, sólin skín og það er milt veður. Fuglarnir eru farnir að láta aðeins heyra í sér og það er svo yndælt. Við fórum í smá göngutúr í skóginum og þar var allt krökkt af skokkurum og fólki að viðra hundana sína, sá nokkra sæta hunda sem mig langaði að ræna hehe. Gærkvöldið var alveg hrikalega kósý en við ákváðum að fara út að borða bara við tvö turtildúfurnar. Við höfum látið okkur dreyma um að borða á afrískum veitingastað niðrí í bæ sem er mjög spennandi þrátt fyrir að hann sé kannski ekkert voðalega fancy, maður má til dæmis taka vín með því þeir eru ekki með vínveitingarleyfi. Allavega þá gekk það ekki upp því staðurinn var bókaður fyrir samkomu og við nenntum ekki að bíða til klukkan átta. Við elskum allt mexikóskt og fórum því á "Tortilla flats". Ég gekk alla leið og fékk mér mexókóskan öl með matnum mmmm. Þetta var allt saman mjög næs og rómantískt og við röltum aðeins um miðbæinn en nenntum ekki að kíkja á neina bari þannig að við (gamla fólkið) fórum bara heim og áttum mjög huggulegt kvöld fyrir framan imbann :)

Seinustu helgi vorum við í Horsens í heimsókn hjá tengdó sem var líka mjög kósý og við fórum meðal annars í keilu og borðuðum geggjað mikið af "fastelavns" bollum sem eru svipaðar bolludagsbollunum okkar.

Ég er aðeins byrjuð að iðka nýja hobbíið mitt sem eru saumar. Er samt drulluléleg og rosa stressuð hehe. Tók upp snið úr Burda og ætlaði að sauma bol sem ég hélt að væri frekar létt en er núna alveg stopp því ég skil ekkert í leiðbeiningunum í Burda hehe. Blaðið er semsagt á "saumaensku" sem ég er ekki að fatta! Er að hugsa um að kasta mér kannski bara í djúpu laugina og prófa að nota "gráa efnið" og hætta að kíkja í þessar leiðbeiningar. Er einhver sem talar "saumaensku"? Vonandi tekst mér þó að komast yfir þennan saumakvíða minn því mig langar svo að gera saumað, held að það sé geggjað að geta saumað sér eitthvað sem enginn á og líka að geta breytt fötum þannig að þau passi betur á mann.

yfir og út

2 comments:

Anonymous said...

Ég ólst upp með Burdablöðum, þau voru reyndar öll á þýsku þannig að ég veit ekki hvort að ég get aðstoðað :)
Er reyndar líka að rifja upp gamla saumatakta. Bjó til snið og saumaði ermar á öskudagsbúninginn hennar Iðunnar(var sko ermalaus sem er ekki að ganga upp á Íslandi!)
Knús

Anonymous said...

Vá hvað þetta hljómar nice og rómó hjá ykkur Frank svona á maður að njóta lífsins.
Er ekki bara að skella sér í djúpulaugina og prufa sig áfram í saumaskapnum. Ég hlakka bara til að sjá hverjar útkomuna er viss um að þú eigir eftir að brillera í saumaskapnum.
Knús sakna þess að heyra ekki í þér..