Sunday, February 24, 2008

Menningarlega Strúnan



Þá er maður orðinn hámenningarlegur, ekkert fyllerí og rugl lengur heldur fínar og flottar danssýningar með restinni af fína fólkinu í Aarhus hehe. Fór í fyrsta skiptið í gær á alvöru danssýningu í Musik huset sem er mjög flott og fínt menningarhús. Sýning heitir Passion eftir Tim Rushton og Michael Kvium. Nicole vinkona mín frá Þýskalandi stakk upp á þessu við mig og mér fannst þetta frábær hugmynd. Þessi sýning er líka mjög frábrugðin öðrum danssýningum á þann hátt að það er danshöfundur OG myndlistarmaður sem standa að henni. Það þekkja allir, hér í Danmörku amk, myndlistarmanninn Michael Kvium en hann málar mjög óþægilegar fígúrur sem eru oft heimskar, vanskapaðar og ljótar. Hann fjallar mikið um mannslíkamann og ýmsar tilfinningar tengdar honum. Tim Rushton, sem ég þekki ekki, vinnur með svipuð þemu og Kvium þannig að það var tilvalið fyrir þá að vinna saman. Hér er linkur á heimasíðu þar sem hægt er að sjá mynbrot frá sýningunni.

























Hér eru nokkur dæmi um málverk sem fá að lifna við í þessari sýningu, magnað alveg hreint. hér er linkur inn á síðu þar sem hægt er að sjá smá myndband af sýningunni http://www.danskdanseteater.dk/forestilling.asp?menu=3&id=242

2 comments:

Anonymous said...

Þetta lítur út fyrir að vera mjög áhugaverð sýning. Hvernig fannst þér sýningin vera, hún virðist allavega vera pínu óþægileg?

Frankrún said...

Ég er sammála að þegar maður horfir á vídeóið virkar þetta frekar skuggalegt, þetta var stundum fyndið, stundum mjög erótískt og stundum mjög spooky. Mér fannst þetta alveg ótrúleg upplifun og mæli með að fólk prófi að fara á svona nútímalega danssýningar. Flottir líkamar sem svífa um eins og ekkert sé. Flott atriði til dæmis þegar einn maðurinn labbaði um með konu á öxlinni og maður sá ekki á honum að það tæki á. Mjög flottir kroppar líka!!