Saturday, February 16, 2008

þetta og hitt og þitt og hetta

Skólinn er kominn á fullt og ég byrjuð í fyrsta (af mörgum) hópaverkefninu. Við erum þrjár íslenskar stelpur og einn Dani hehe ...aumingja hann. Þetta gengur samt alveg prýðilega og við náum alveg að vinna saman. Námið er mjög áhugavert og skemmtilegt, yfirleitt er ég ekkert svekkt yfir því að þurfa að lesa fyrir tímana því þetta er allt svo praktískt og spennandi. Ba námið var svo erfitt miðað við þetta, núna er maður að byggja ofan á þann trausta grunn og maður fær miklu meira frelsi. Það er virkilega gaman að sitja í mötuneytinu umkringd frábærum og klárum íslenskum stelpum og tala af áhuga um sálfræði. Þegar ég var í ba náminu nennti sko enginn að spjalla um sálfræði en núna eru allir æstir í það, jeij.

Gleði, gleði! Topshop er loksins komin til Aarhus :) Er búin að sakna Topshop alveg síðan hún flutti úr miðbænum í Reykjavík þegar ég bjó þar. Svolítið fyndið að þurfa að fara í Magasín og ganga í gegnum allar fínu og ógeðslega dýru fatadeildirnar til að komast í Topshop himnaríkið. Þetta er þó bara lítil deild og ekki mikið úrval, vonandi verður þetta þó stærra með tímanum.

Við keyptum okkur flösku af ... nei ekki rauðvíni né hvítvíni heldur Cider! Þetta er voða fínn og "dýr" enskur Cider og okkur hlakkar til að smakka hann. Tók eftir því að þessar tegundir af Cider eru ekkert smá sterkar, áfengismagnið er frá 6 upp í 9 eða 10. Eitthvað fyrir Soffíu og Ásdísi ;)

Þetta var semsagt pistill dagsins um akkúrat ekkert í boði KRIS HF

P.S- Er að fara í brúðkaup í sumar!! :) Stuð :) Gunni og Nína eru að fara að gifta sig! Hlakkar til!

No comments: