Friday, May 25, 2007

Skrítnir hlutir á götum úti

Var úti að morgni til á leiðinni á strætóstoppistöðina og mæti þá gaur á fullri ferð á hjólinu sínu , sem er ekki frásögu færandi nema...að hann var að tannbursta sig!

Var svo í búðinni að kaupa eitthvað að borða og konan fyrir framan mig í röðinni hafði bara einn hlut en það var stór Martini flaska, sem er ekki frásögu færandi nema... að þegar ég kom út úr búðinni sé ég hana í bílnum sínum á bílastæðinu fyrir utan að taka stóran slurk af flöskunni!


Var í vinnunni á leiðinni til gamallar konu þegar ég sé mjög venjulegan ungan mann, sem var kannski nett búttaður, á gangi, sem er ekki frásögu færandi nema... allt í einu hleypur hann eins hratt og hann getur. Alveg furðulega hratt og eins og hann væri að missa af seinasta strætónum. Svo allt í einu sé ég að hann stoppar og byrjar að kasta jakkanum sínum í gangstéttina, aftur og aftur eins og hann væri alveg brjálaður. Svo einni sek seinna er hann bara á rólegu lalli.


Furðulegt en skondið, það margborgar sig að fylgjast grant með smáatriðum hversdagsleikans sem eru svo sjarmerandi og gera þetta allt worth the while.


Svo ein pínleg saga af sjálfri mér :
Á svona móðins buxur sem eru þröngar á kálfunum, held maður hafi kallað þær innvíðar buxur í gamla daga sem er kannski pínu fáránlegt orð. Einn morguninn þurfti ég að fara á fætur klukkan fimm því ég átti að byrja að vinna hálf sjö (langur strætótúr) þannig að ég var líklega frekar þreytt. Allavega þegar ég hafði verið í vinnunni í ca hálftíma sé ég að önnur buxnaskálmin er eitthvað stærri en hin og mér finnst líka eins og hún sé eitthvað þrengri, svo þegar ég fer að rannsaka þetta nánar sé ég að ég er með g- streng hangandi út úr skálminni!! Þá hafði ég semsagt klætt mig eitthvað fáránlega úr kvöldið áður þegar ég fór í sturtuna og g-strengurinn hefur bara fests þarna ! Ég stökk inn á klósett og fjarlægði hann og enginn tók eftir þessu...eða enginn sagði neitt!

Vonandi náði ég að valda einhverjum aulabrosum þarna úti :)










Tuesday, May 22, 2007

Gleðin tekin við

Þá er heimaprófið afstaðið og gleðin er tekin við :) Í dag var svakalega heitt og ég og Frank nutum góða veðursins og fórum meðal annars niður á bryggju að kaupa Ýsu!! jeijj hef aldrei borðað ýsu hérna áður því þetta er alls ekki vinsæll fiskur meðal Danana, sem ég skil ekkert í !
Í gær eftir að hafa skilað inn heimaprófinu klukkan um tíu um morguninn, fór ég og tveir samnemendur niðrí bæ að drekka bjór, já þið heyrðuð rétt um hábjartan daginn! Þetta var nú frekar rólegt miðað við svona "alvöru" djammkvöld en mjög "hyggeligt" samt sem áður. Takk Haukur og Kamilla ;)

Hef alltaf fundist Japan vera heillandi land með frábærri menningu. Japanarnir nota til dæmis miklu krúttlegri broskalla en við, tékkit át

:-) en svona í Japan (^_^)

:-( = (;_;)

;-) = (~_^)

Ok reyndar miklu flóknara að gera Japönsku kallana á lyklaborði en kannski léttara í síma.

Las semsagt að það er einhver atferlisfræðingur sem dróg þá ályktun að við sýnum tilfinningar okkar með munninum, sjáið að broskallarnir okkar hafa mismunandi munna en augun breytast lítið, en Japanarnir sýna tilfinningar með augunum, sjáið að augun breyta bara en ekkert annað.

Athyglisvert

Sunday, May 20, 2007

Leiðinleg helgi

Helgin fór semsagt í að læra! Ég hélt að ég ættti minna eftir af heimaprófinu og hafði í raun gert ráð fyrir að chilla um helgina EN nei svo var ég bara sveitt við að klára þetta verkefni, allan föstudaginn og gærdaginn. Ætla reyndar bara að taka því rólega í dag og láta Frank fara yfir verkefnið. Er ekki alveg nógu vön því að skrifa á ensku og er nett léleg. Svo tekur vinnan við hjá mér á miðvikudaginn sem er svosem ekkert slæmt. Það er bara samt svo leiðinlegt að þurfa að vinna þegar mamma og pabbi koma að heimsækja mig í júlí :( Vonandi næ ég að skæla út einhverja nokkra daga, er bara svo léleg í að vera frek!

Sumarið er farið að láta sjá sig aftur í dag sem er yndislegt og ég get tekið gleði mína á ný :)

Wednesday, May 16, 2007

Hetjan mín















Kate Moss nakin á...Verner Panton stól! Ekki bara einhver stóll ó nei heldur einn frægasti stóll heimsins OG hannaður af dönskum hönnuði. Þetta er semsagt fyrsti stóll í sögu hönnunar sem er gerður úr aðeins einu stykki og það plast stykki. Í mínum augum er hann aðal hippa hönnuðurinn, hann hannaði til dæmis húsgagnalandslag þar sem átti að vera auðvelt að "njóta ásta" hvar og hvernig sem var. Nú á dögum Retróins þá er hann orðinn ansi heitur. Ég og Frank erum aðdáendur, kannski aðallega ég, því við eigum sjálf tvo stóla og eitt ljós eftir hann. En áhuginn kviknaði aðallega eftir að hafa verið á Stereobar þar sem öll húsgögnin eru hönnuð af honum. Allavega ! ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þetta blogg um þenna svala hönnuð, sem er því miður látinn, er að ég horfði á Ugly Betty í kvöld og vá hvað skrifstofan í þeim þætti er ógeðslega flott!! Ein ástæðan er að það er mjög mikið retró look í gangi þar með mikið af gleri og plast húsgögnum. Í fundarherberginu eru til dæmis allair stólarnir Panton stólar eins og á myndunum hér! Sýnist svo að það séu svo einstaka lampar eftir hann. Allaveg svaka flott að mínu mati! Það eru líka svona details eins og hvítir vasar (ég er með vasa dellu') í upplýstum hillum sem mér finnst svo ótrúlega flott.




Svo er hann bara svo krúttlegur!! Algjör jólasveinn. Mottóið hans var að leika sér svo lengi hann lifði og hafa gaman að lífinu :) Blessuð sé hans minning og takið mottóið hans ykkur til fyrirmyndar!





Tuesday, May 15, 2007

101

Þetta er þá 101.færslan okkar! Anna vinkona er flutt á 101 Reykjavík. Tilviljun?? Ég burstaði tennurnar 101 sinni í morgun en venjulega bursta ég þær bara hundrað sinnum. Tilviljun??

Er annars bara í prófi núna sem er alveg ótrúlega leiðinlegt því ég er löt og næstum því alveg skítsama um þennan áfanga sem ég var neydd til að taka. Þetta er semsagt heimapróf sem tekur alltof langan tíma en ég hafði 2 vikur til að skrifa 10 blaðsíðna ritgerð. Skil á mán.

Það var gaman um helgina þrátt fyrir að ég sé í prófi. Við Frank fórum að sjá stelpu úr bekknum mínum spila og syngja á mjög litlum en kósý bar. Hún stóð sig vel á píanóið og í söngnum en hún hafði líka trommuleikara og sellóleikara. Tónlistin hljómaði eins og sæt útgáfa af Tori Amos. Við hittum svo tvö önnur pör og gengum um bæinn og drukkum bjór og hlustuðum á ókeypis tónlist hér og þar. By the way þá var tónlistarhátið hér í bæ þar sem 270 hljómsveitir spiluðu á líklegum og ólíklegum stöðum en enginn vissi hvar eða hvenær. Við sáum bara 101 hljómsveit spila. Það var því nett fyllerí í gangi sem endaði svo með því að við borðuðum geðveikt góðar samlokur, risastórar, á frekar fínu kaffihúsi. Frank röflaði lengi,lengi og hátt um hversu pirrandi samlokan hans var en þetta voru svona fancy samlokur þar sem er spjót í gegnum í miðjunni.Hann skildi ekkert í því hvernig hann átti að borða þetta. Við vorum svo komin heim klukkan ellefu um kvöldið! Gott að byrja að drekka snemma ;)

Friday, May 11, 2007

enough said......

Monday, May 07, 2007

Keen eye for clothes-folding guy

The kid in this video is a natural at folding clothes in a precise and sophisticated manner. Watch this video and learn the Japanese way of folding your shirts - it is useful household magic, brought to you by a teen wizard with an unusual hobby.




/Frank

Saturday, May 05, 2007

Modest Mouse




Erum búin að kaupa okkur miða á tónleika hlédrægu músarinnar!!! :) Tónleikarnir eru reyndar ekki fyrr en þann 26.júní. Þetta verður því sannkallað tónlistarsumar!

Friday, May 04, 2007

Rykið dustað af feminstanum


Náði að hressa við feministanum í mér í gær þegar ég sá Joan of Arc sem ég hef af einhverjum ástæðum ekki séð fyrr en núna. Skrítið að kona hafi náð að komast svona langt í karlaheiminum á 14. öldinni en svo hefur ekki svo mikið gerst síðan þá...að mínu mati!

Las svo viðtal við Tori Amos en hún er að gefa út nýja plötu núna en markmiðið með plötunni er að vekja konur til meðvitundar, aðallega í USA þó þar sem aldrei hafa verið fleiri konur með góða menntun en aldrei hefur ríkisstjórnin verið jafn ótrúlega hægrisinnuð og karlamiðuð. Hún hefur mikla trú á að ef hún náði að hrista við nokkrum sterkum konum geti hún breytt mannkynssögunni því hún er viss um að konur muni ná stjórn ef þær bara ætla sér það. Henni finnst til dæmis skrítið að um 40 milljónir fólks horfi á sjónvarpspredikara sem eru að hennar mati öfgasinnaðir kristnir sem boða samfélag þar sem aðeins gagnkynhneigðir hvíti menn hafa áhrif. Þessu vill hún breyta og ég er sammála henni!!



Ástandið hérna í Danmörku er sérstaklega slæmt núna þessa dagana. Stjórnmálamenn eru að missa sig í umræðum um slæður og hversu mikið konur "megi" hylja sig. Mér finnst þetta pínu fyndið þar sem fyrir um 50 árum var máttu konur ekki sýna of mikið hold en núna er allt brjálað yfir konum sem hylja of mikið! Danir eru í uppnámi yfir því að nú eru miklar líkur á að múslímsk kona sem ber slæðu komist inn á þing. Margir vilja þá banna henni að bera slæðuna þegar hún er í ræðurstól því þar má ekki bera trúarleg tákn. Svo eru menn að hugsa um að banna konum að bera svokallaðan burka þegar þær passa börn. Burka er þegar konur hylja allt nema rétt augun. Atvinnumálaráðherra sagði svo í gær að hann væri til í að búa til lög þar sem opinberum starfsömmun er bannað að hylja andlit sitt og að skylda væri að heilsa með handabandi en margar múslimskar konur heilsa ekki karlmönnum með handabandi.
Ég spjallaði um daginn við eina mömmuna á leikskólanum mínum en hún ber minnstu gerð slæðna og hún sagði mér að hún væri á 9 vikna hreingernina námskeiði svo hún gæti fengið skúringavinnu. Svo sagði hún mér að hún hefði fengið tilboð frá einhverri skrifstofu en þeir sögðu henni þó að hún mætti ekki bera slæðuna á meðan hún væri í vinnunni!!?? what?? Er umburðarlyndi Dana svona lítið?
Finnst þetta skelfileg þróun sérstaklega þar sem alltaf er verið að tala um að það þé svo mikilvægt að fá múslímskar konur út á vinnumarkaðinn. Hver er að kúga hvern spyr ég bara?? Danir nota nefnilega alltaf sömu rökin gegn slæðunni en það er að þetta sé tákn um kúgun á konum. En hvað ef kona með slæðu eða í burka er á vinnumarkaðnum eða í námi er hún þá kúguð? Finnst rangt að refsa þessum konum því þær eru að reyna að komast áfram í þessu landi og þessu samfélagi. Ætti ekki frekar að hjálpa þeim að verða ennþá sjálfsæðari og sterkari þannig að þær geti þá sjálfar valið að bera slæðuna eða ekki? Finnst líka að þegar maður býr í demokratísku landi þá á maður að vera frjáls til að klæða sig eins og maður sjálfur vill. Kannski vilja Danir bara ekki að konur sem eru svo áberandi öðruvísi en "danskar konur" fái völd eða hafi áhrif á börn þeirra? Það er að minnsta kosti einhver rosaleg hræðsla í gangi þarna.

Hvað segið þið hin um þetta mál?? Pínu flókið en mjög áhugavert að mínu mati. Endilega að segja álit ykkar á þessu.