Wednesday, March 28, 2007

Sól og sumar

Nú er komið "íslenskt sumar" og úrin voru stillt upp á nýtt á sunnudaginn þannig að nú er tveggja tíma munur. Sólin skín frá morgni til kvölds og allt er einhvernveginn betra og skemmtilegra. Ég hef haft mjög mikið að gera en finnst það rosalega gaman en nú hætti ég bráðum í vinnunni sem á eftir að vera pínu erfitt þar sem mér er farið að þykja svo vænt um þessi litlu krútt. Ég og Frank höfðum planað að fara til Berlínar um páskana en erum því miður hætt við því við vorum ekki viss hvort við hefðum efni á því. Ég fékk svo 40 þús frá skattinum en verð víst að sætta mig að fara ekki til Berlínar þrátt fyrir það því ég á eftir að lesa mjög mikið og hið tveggja vikna langa próf nálgast víst og svona. fimmtudagar eru langir dagar hjá mér en ég þarf að fara á fætur klukkan fimm og svo vinn ég frá hálf sjö til tólf og tek svo strætóinn í skólann og þarf svo að sitja þar með "einbeitinguna í botni" til klukkan fjögur. Ætti ekki að kvarta því vinnan og skólinn gengur vel og er mjög skemmtilegt.

Langaði bara að láta heyra í mér en finnst samt ekki eins og það séu margir að fylgjast með hérna.

8 comments:

Anonymous said...

jú jú ég fylgist grant með ;) Og já sólin er líka hérnamegin og það er sko næs.

Anna Þorbjörg said...

Fylgist sko líka spennt með.
Sólin skein líka glatt á Akureyri í dag og ég fékk fullt af sundbolafari í sundinu í dag. Stundum gott að vera atvinnuleysingi með nógan tíma til að hanga í sundi.

P.s. Til Hrannar: Var að spila badminton með Gunnu ömmu þinni í gær, asskoti spræk kellan!

Anonymous said...

Jú ég fylgist sko með fer inn á síðuna þína daglega nánast. Maður verður nú að fylgjast með stelpunni í útlandinu. En ég skil þig manni finnst fólk eitthvað slappt við að commenta eða fylgjast með ég veit ekki hvort það er... Hlakka til að sjá þig eftir 23 daga ;D

Anonymous said...

Við fylgjumst líka mjög vel með þér ;) Annars held ég að þið ættuð að fara að láta sjá ykkur í Álaborginni. Gestahergbergið verður laust eftir 11. apríl til 24 júní, veljið ykkur bara helgi :). Það er orðið annsi kósý að sitja úti á verönd með vínglas í hendinni :)
knús

Anonymous said...

já við verðum að kíkja í dagatalið og skella okkur í sæluna í Álaborg við tækifæri :)

Anonymous said...

Það er líka sæla á Akureyri núna - hvað segir dagatalið við því?? Fylgist einnig með stóru sys...gott að heyra að það sé gaman í skólanum og vinnunni þinni
Bið að heilsa Frank og rauðhausarnir senda ykkur knús og kossa:)
Kveðjur frá AK.city

Anonymous said...

Ég fylgist með frá eyrinni líka.. er einmitt á leið til berlínar 17-22 maí í reunion við oxford klikuna.. ætti ekki að geta klikkað..
knús og kossar í sólina í DK, hér er komið fínt páksaveður..

Anonymous said...

Heppin stelpa Selma! Vildi samt óska ad ég væri heima á eyrinni núna í fadmi familíunnar. Minn Berlínartími mun koma!! :) hehe