Já eins og fram kom í seinasta bloggi byrjaði ég að vinna fyrir um það bil viku síðan. Ég byrjaði á föstudegi en varð svo veik á laugardeginum!! frábært! Þar sem maður er þekktur fyrir samviskusemi á hættulega stigi mætti ég í vinnuna alla fokking dagana sem var hreinn viðbjóður því nóttin fór mest í svita og hósta þannig að dagarnir voru oft ansi langir. Börnin eru heldur ekkert sérstaklega þæg og þeir sem eru fastir starfsmenn á deildinni minna vinna ekki sérstaklega mikið sem þýddi að ég og hin afleysingin þurftum stundum að taka ábyrgð á krökkunum sem var ansi skrautlegt. Þessi börn eru jú börn neðsta þreps samfélagsins ef maður getur sagt svoleiðis án þess að móðga, þau eru börn flóttafólks og fólks sem hefur litla sem enga menntun. Vandamálin eru því mörg og stærsta vandamálið er kannski að það helst ekkert starfsfólk á þessum blessaða leikskóla þannig að þau treysta ekki nýju fólki því þau eru vön að fólk komi og fari. Í lok vikunnar var mér annars farið að þykja ansi vænt um þessi litlu grey því þau geta verið svo hrikalega krúttleg :)
Annars er ég ennþá að hósta úr mér lungunum og er vægast sagt illt í öllum öðrum innyflum og er með strengi bæði í maga og bakvöðvum. Held mér hafi svo tekist að smita amk 3 börn á deildinni minni og svo einn starfsmann og jafnvel Frank þannig að ég er ansi ánægð með sjálfa mig. Svona er lífið!
Vonandi hafið þig gert eitthvað allt annað og mun skemmtilegra í vikunni sem er að líða!!
Føj!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þetta hljómar nú ekki spennandi þessi hósti sem þú ert með. Þú hefur næslt þér í þessa fínu flensu eins og hálf íslenska þjóðin. Ég vona nú að þér batni nú sem fyrst. kiss og knús frá klakanum.
þessi leikskóli hljómar alltaf meira og meira spennandi í mínum eyrum. Og ekki eru þeir margir leikskólarnir sem mig langar að vinna á. Get samt sagt þér það að ekki eru uppabörnin í vesturbæjarskóla skömminni skárri. Að drepast úr frekju og dónaskap mörg hver. En jæja, best að vera ekki að níða þau svona á netinu. Sakna þeirra nu samt stundum.
Alla vega..
Sýnist að þau þurfi svo sannarlega á þer að halda á þessum leikskóla. Og er ekki bara best að vera þar sem þörfin fyrir mann er mest? Sé þig svo vel fyrir mér taka ærlega til hendinni þarna!
Er fullkomlega sammála Sólrúnu með að þau þurfi svo sannarlega á þér að halda þarna, annars vona ég nú að leiðindapestin skilji við þig sem fyrst.
Farðu vel með þig
Knús
Post a Comment