Tuesday, April 03, 2007

Páskafríið hafið

Er komin í kærkomið lestrarfrí!! Ég var bara ráðin í einn mánuð á leikskólanum og nú er sá tími á enda en ég mun þrátt fyrir það vinna í næstu viku. Núna vakna ég samt sem áður snemma og sit á rassgatinu þangað til að mér er illt því ég er komin svo langt eftir á í lestrinum því ég hef varla opnað bók í mánuð. Málið er að mikið af þessu efni er svo hrikalega leiðinlegt og svo skín sólin allan daginn núna og þá er eitthvað svo erfitt að einbeita sér.

Á föstudaginn var virkilega gaman í vinnunni en við fórum með gríslingana okkar í smá ferðalag, en leikskólinn á sína eigin rútu sem er ekkert smá næs. Við keyrðum í um það bil klukkutíma og gengum svo í hálftíma sem var mjög erfitt fyrir minnstu fæturnar. Við skoðuðum mjög flottar leyfar af gamalli höll sem var reist á lítilli vík þannig að hægt var að verjast sjóárásum. Börnin voru svo glöð og hlupu og klifruðu um allt en ég og ein önnur sem ég vinn með vorum alveg með kúkinn í buxunum af hræðslu því þau voru svo frökk. Ein mjög lítil stelpa datt svo á hausinn og lenti skuggalega nálægt múrsteini, úff. Á leiðinni til baka voru þrjú börn orðin mjög þreytt og vildu bara halda í höndina á mér og við drógumst aftur úr og svo endaði þetta þannig að ég gat bara haldið í höndina á tveimur börnum í einu og svo lagðist þriðja barnið í jörðina og öskraði og grenjaði og ég reyndi bara að hunsa og halda áfram en svo endaði þetta alltaf með að ég þurfti að fara til baka og sækja grátandi barn og svona gekk þetta alla leiðina!! Þau skiptust semsagt á að henda sér í jörðina og ég var við að missa gleðina í restina því það var svo heitt. Allavega þá var þetta skemmtileg ferð og börnin sváfu ÖLL í rútunni á leiðinni til baka :).

Laugardagurinn var fullkominn en ég og Frank sváfum lengi og löbbuðum svo niður í bæ þar sem við keyptum okkur föt og fórum svo á kaffihús og borðuðum tapas mmmm. Við keyptum smá gotterí og lögðum okkur svo í veðurblíðunni á grasið í litlum garði. Eftir að hafa kíkt í Fréttablaðið-Nyhedsavisen komumst við svo að því að við gátum farið á myndlistarsýningu í húsi rétt hjá sem kostaði bara túkall (dk). Það var mjög svöl sýning með ungum listamönnum og þar á meðal einni íslenskri stelpu en Frank sá strax að þetta var íslenskur listamður því þetta var stórt og flott málverk af íslenskri náttúru. Eftir það versluðum við okkur Sushi í kvöldmatinn og komum svo við í Blockbuster og leigðum Borat en við vorum ekki ennþá búin að sjá hana. Kvöldið var svo bara næs og kósý en Borat er náttúrulega bara snilldin ein, ég heimtaði að meira að segja að sjá nektarglímuna tvisvar því hún var svo fyndin haha.

Já svona getur lífið verið yndislegt!! :)

2 comments:

Anonymous said...

Úff þetta hefur verið engin smá ferð og væntanlega tekið smá á taugarnar.
Mikið væri ég nú til í að eiga einn svona laugardag liggja í grasinu fara á listasýningu og dúlla mér:) Annars var ég að spá í hvernig við myndum hittast 20 apríl þarf að fara heyra í þér skvís.

Anonymous said...

já við verðum definately að heyrast því ég hélt einhvern veginn að þetta væri helgin eftir það hehe. Skiptir ekki máli ég kem!! Þetta verður stuð.