Tuesday, March 20, 2007

Lífið er tjútt

já það er ennþá eitthvað líf í manni þrátt fyrir veikindi, aldur og fyrri störf!!
Við skötuhjúin skelltum okkur í villta reisu til höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að eyða öllum peningunum okkar í bjór og rugl ... og það tókst!! :) Allavega þá eigum við svona snilldarlega sniðuga vini þarna í Köben sem hafa dug til að halda gott partý-Til hamingju með það !! Gunni, Siggi rauði og fleiri tóku sig saman og fengu dja og tónlistarmenn til að halda uppi fjörinu á flottum stað í kjallara Vega. http://www.b8-promotion.com/ Þeir kalla sig semsagt B8 og ætla að halda fleiri svona góð teiti í framtíðinni.
Við fórum með rútunni/ferjunni í fallegu veðri á laugardaginn og vorum komin í borgina um sjö leytið og fórum þá á indverskan veitingastað sem var rosalega næs með góðum mat og frábærri þjónustu. Ég fór svo í partýgallan minn á klósettinu þar og við röltum svo á mjög cool bar með góðri tónlist og drukkum bjór í rólegheitum. Klukkan tíu fórum við svo á staðinn. Það var pínu fyndin steming því þarna voru svo margir Íslendingar og flestir einhverjir sem maður kannaðist við. Fyndið hvað maður "þekkir" fólk þegar maður er í útlöndum þrátt fyrir að maður hafi nokkru sinni talað við manneskjuna hehe. Allavega svo var bara dansað og drukkið stíft til klukkan fjögur en þá löbbuðum við Frank á lestarstöðina vægast sagt þreytt og drukkin hehe. Þar fengum við annars besta croissant ever en það var nýbakað og brennandi heitt, Frank er ennþá að tala um það hehe. Allavega tókum við svo bara fyrstu lestina heim klukkan sex og lágum bara dauð alla leiðina. Þetta sparaði okkur amk mjög mikinn pening í hótelherbergi.

Gaman Gaman

Fékk svo leiðinlegar fréttir í gær þegar ég uppgötvaði að ég skulda Lín 80 þús sem ég vissi ekki að ég hefði átt að borga FYRIR TVEIMUR VIKUM!! En ég fékk semsagt ekkert bréf eða neitt og nota heimabankann í raun ekki mikið, gúlp. Vonandi fæ ég ekki lögfræðing í hausinn !!

Pís át

6 comments:

Anna Þorbjörg said...

Virkar voða gaman í Köben. Fyndin þessi Íslendingamafía sem þar er.
Lín kemur víst í hausinn á mörgum þegar þeir eiga síst von á, sem betur fer hef ég enn rúmt ár í að fara í afborganirnar, biði ekki í að fara að borga þetta núna af atvinnuleysisbótunum sem ég hef reyndar engar fengið enn þá

Anonymous said...

Ég gæti ekki hugsað mér betri leið til að eyða peningunum, jú nema kannski í eitt gullfallegt skópar og þó. Ég er bara byrjuð að telja niður dagana þangað til ég hitti þig en það eru hvað 28 dagar þangað til ég fæ að hitta þig skvís og ég get ekki beðið. Það verður svo gaman við vorum svona að spá aðeins í hvert við ættum að fara út að borða og svona ert þú til í allt eða? Ætlum ekkert úbert dýrt bara eitthvað spennó á viðráðanlegu verði. Kiss og knús frá klakanum.

Anonymous said...

Hmmm aetli thad liggji nokkud bref til thin i baldursgotunni??? Mer dettur thad bara svona i hug. Alltaf gaman ad fa ref fra lin :(

ps thetta croissant hljomar alveg himneskt

Anonymous said...

já hlakkar líka til að hitta þig ásdís, þarf bara að ræða málin við Gunna og svona. Það verður ekki mikið mál. ég er alveg til í út að borða, það er ekki svo dýrt hérna í Danmörku. Geggjað :)

Sólrún ég var búin að láta lín fá heimilisfangið mitt hérna í Dk en svo flutti ég og gleymdi að breyta því hjá þeim þannig að þetta er bara mér að kenna. Svona klúðra ég alltaf málunum arg.

Anonymous said...

Ég á mér ekkert djamm líf lengur, þannig það er gaman að setja sig í annarra manna skó...þetta hljómar sem algjört ævintýri, þið eruð svo "wild" ... skipt yfir í partýgallann inná baði bara... En þú ert líka hard working girl og átt skilið að flippa, flott hjá þér :-)

Anonymous said...

Takk soffia thu ert líka "cool mama" ;) Dugleg ad vera i sambandi og skrifa á síduna tina, tad munar svo miklu ad fá ad vera med í tínu ævintýri lika :)Held tad sé sko alveg tess virdi ad sleppa djamminu fyrir svona yndislegan unga (eins og Danirnir myndu orda tad hehe).