Saturday, March 03, 2007

Børnehaven Svalen

Fyrsti dagurinn var mjög góður finnst mér. Það var reyndar frekar mikið stress í mér kvöldið áður þegar ég fór í háttinn sem endaði með að ég lá andvaka ALLA nóttina!! Ég var ótrúlega hress til klukkan ca tvö og þá var pínu erfitt að einbeita sér að einu eða neinu. Börnin eru öll með risastór brún og falleg augu og ekki eitt barn er með ljóst hár. Nöfnin voru frekar erfið fyrir mig að bæði skilja og hvað þá að muna, vonandi tekst mér samt að muna þau þegar ég verð eitthvað betur sofin. Þau nöfn sem ég man þó eru algeng arabísk nöfn eins og Mohamed, Jihad, Ahmed en það eru stráknöfnin en stelpunöfnin sem mér tókst að muna eru líka frekar algeng eins og Jasmin, Lara og Sarah. Það er rosalega skrítið að vera í svona hverfi þar sem nánast allir eru arabar. Mér líst annars vel á þá sem ég vinn með og andrúmsloftið er ágætt þarna þar sem notaðar eru "mjúkar" uppeldisaðferðir þar sem forðast er að skamma börnin og hækka röddina sem er léttir fyrir mig því ég meika ekki svoleiðis. Ókosturinn er reyndar að það virðist vera mikið stress í starfsfólkinu sem vinnur þarna því það eru margir veikir og margir sem eru hættir og fólk virðist ekki haldast í þessu starfi af einhverjum ástæðum. Ég vona bara að ég standi mig vel og þau verði ánægð með mig. Ég er annars bara pínu kvíðin yfir því að ná ekki að einbeita mér að skólanum þegar ég hef svona krefjandi starf en ég mun vinna amk 30 tíma á viku út mars mánuð.

Ný og skemmtileg plön: Við stefnum á að skella okkur til Berlínar um páskana !! :) Ég hef aldrei verið í Þýskalandi og hefur dreymt um að fara til Berlínar í langan tíma. Mér finnst alveg tilvalið að skella mér núna þegar ég hef smá frí og verð nýbúin að fá útborgað úr nýju vinnunni. Ég hef heyrt að það sé alls ekki dýrt að fara með lestinni en það tekur um átta tíma sem mér finnst pínu langt en maður verðu nú að leggja eitthvað smá á sig er það ekki? Hlakkar til :)

Kaupmannahöfn brennur!! já helvítis unglingarnir eru að brenna gömlu góðu Köben! Alveg ótrúlegt !! Nenni ekki að segja meira um það því þetta er bara svo mikið pakk allt saman.

3 comments:

Anonymous said...

jiii enn spennandi hjá þér stelpa:) vinnan hljómar mjög spennandi og áhugaverð. Gaman að kynnast svona allt allt öðruvísi. Berlín verður örugglega geggjuð!! Vertu áfram svona dugleg að blogga skvís. ég fer alveg að koma mér í gírinn hérna á Akureyrinni;) kyss kyss

Anonymous said...

já segji það sama og Heiða þetta hljómar vel. Flott hjá ykkur að skella ykkur til Berlínar það er örugglega geggjað gaman að fara þangað. Fékkstu ekki annars smsið frá mér þegar ég svaraði þér ég var í einhverju voða veseni með að senda það :)?

Anonymous said...

Hehe lýsingarnar minna mig á einn leikskólan sem ég vann á í dk. Þar var mér nú bara hent inná deild og var þar ein með útlensku börnunum, ég
hálf ótalandi á dönsku. Þau voru nú ekkert að víla neitt fyrir sér þar.

Gangi þer annars vel, þau eiga svo pottþétt eftir að elska þig þarna og aldrei vilja sjá að baki þér, sbr aðrir vinnustaðir í Rvík