já þegar talað er um storm heima þá tekur maður því sem alvöru en eins og kom fram hér í umræðunni á fyrri færslunni er standardinn einhver annar hérna. Ég klæddi mig eins og ég veit ekki hvað með húfu, stóran trefil og í brettaúlpu og mætti svo í vinnuna og þá var skellihlegið að mér því ég var víst "pökkuð inn". Það var frekar heitt í 16 stiga hita og vindurinn var frekar sterkur en ekkert rosalega, ég átti amk ekki erfitt með að hjóla á milli gamlingja. Ég fékk annars góð viðbrögð frá fólki í vinnunni í sambandi við hárið og Lasse sem er strákur sem ég vinn með fannst þetta fyndið mál og kallaði mig til dæmis "blacky" og fannst ég nett kinky með þetta hár. Frank er glaður með þetta en ég er samt mjög ósátt og er búin að ákveða að skella mér í ljós við fyrsta tækifæri og vonast til að allar skaðlegu bylgjurnar nái að dempa litinn.
Langar bara að djamma í kvöld en verð að bíða þangað til næstu helgi! Hlakkar til að hætta í þessari vinnu og vera frjáls um helgar. Auðvitað langar mig miklu meira að gera eitthvað þar sem ég veit að ég get það ekki, týpískt hehe. Var að kaupa nýju plötuna hans Mikael Simpson á netinu en hún heitir "Stille og Uroligt" og er mjög cool. Við erum með geggjað internet sem downloadar á hraða ljóssins :)
Ætla að halda áfram að hlusta á góða tónlist, drekkar kók/bjór og borða nammi! (Er eiginlega farin að sötra bjór á hverju kvöldi, held það séu einhver dönsk áhrif).
Góða helgi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
hey beib
kominn með skype!
loksins hehe
cafenjall að sjálfsögðu
hringjumst fljótlega :)
tíhí bjór er góður;) ég ætla samt að fá mér passoa núna í kvöld enda held ég svei mér þá að passoað sé alveg að eyðileggjast í flöskunni heheeh;) finnst alveg geggjað annars að þú sért komin með netið annars aftur:) knús og kram frá sviss
æj já það er sko alveg satt að við förum algjörlega á mis hvor við aðra í þessum íslandsferðum okkar...en svona er það víst bara. ég reikna með að vera að vinna 23.des og gummi verður að vinna 23.des og svo var verið að ákveða að hafa opið á milli jóla og nýárs á staðnum hjá gumma....Eddi og Silla verða líka úti um jólin svo að mamma og pabbi ætla út til þeirra á milli jóla og nýárs og eyða áramótunum þar...við náum vonandi að hittast við gott tækifæri sæta mín:) sviss kyss;)
Post a Comment