Tuesday, October 24, 2006

shitty day...En erum komin með internet!!!



Hæ gleði gleði!! Internetið er komið í hús :)
Ég átti reyndar ömurlegan dag, var á túr, hjólið punkterað, hellirigning og svo gekk allt á afturfótunum í vinnunni. Var þó bara nokkuð sátt við lífið í dag þar sem ég vissi að ég gæti farið heim og skrifað blogg! Viðurkenni alveg að ég er háð því að geta verið í sambandi við umheiminn og hvað er að gerast hjá öllum vinkonunum á Íslandinu góða. Já og svo fann ég Kitkat í töskunni minni sem ég hafði ekki haft tíma til að borða í dag og hafði þarmeð gleymt, nammi namm ;)

Mig dreymdi skrítinn draum í gær en mig dreymdi bæði Soffíu og Ásdísi en þær voru báðar með glænýja klippingu. Ásdís var með geðveikt flott ´60 hár en Soffía var með rosalega ljótt stutt hár, svo sá ég myndirnar hennar Ásdísar í gær og viti menn gellan bara komin með geggjaða greiðslu! Vona að Soffía sé þó ekki með eins hár og í draumnum því það var ekki gott! hehe skondið.

Frank er svo í Köben núna að fylgjast með tónleikum í tónleikaröð sem heitir TRAX en það er frekar sniðugt verkefni þar sem ýmsar danskar hljómsveitir spila tónleika á stöðum sem hafa haft áhrif á meðlimina, t.d grunnskólinn þeirra eða fyrsti barinn sem þau spiluðu á eða eitthvað álíka. Í kvöld eru tónleikarnir svo á geggjað flottu safni sem heitir Glyptoteket, er ekki viss með stafsetninguna en það er í eigu Carlsberg. Við vorum einmitt á þessu safni þegar við vorum í Köben seinast, mæli eindregið með því og mig minnir að það sé alltaf frítt inn á miðvikudögum.

Þið sem verðið á Íslandi um jólin endilega komið með einhverjar hugmyndir að einhverju sem við getum gert! Gætum við til dæmis hist og djammað saman á Akureyri? hvar gætum við t.d hist? Mig langar rosalega að nýta tímann sem allra best og hitta alla eins mikið og ég get. Í sambandi við að vera í Reykjavík veit ég ekki alveg hvað við gerum því ég veit ekki hvar við gætum gist. Mig langar samt rosalega að vera þar í einhverja daga, kannski áður en ég fer út aftur. Soffía kemur þú ekkert til Akureyrar um jólin? Mig langar svo að sjá þig með kúluna ! Sóley ef þú lest þetta endilega láttu mig vita hvar þú verður um jólin, mig langar svo að hitta þig líka :)

Verð svo að fara að taka myndir af nýju íbúðinni okkar og setja hérna inn!

Gott að vera komin tilbaka!

Nú get ég til dæmis skypast með þeim sem langar :)

5 comments:

Frankrún said...

´60 hár ekki ár hehe.

Anonymous said...

Hahaha mér finnst þetta geggjað fyndið með hárið. Kannski ert þú berdreymin en ég get staðfest það að hárið á Soffíu er mjög flott þannig að sá hluti af draumnum passar ekki alveg. Já ég get sko alveg lagt hausinn í bleyti með jólin. Ég gæti t.d. reynt að tæma heimilið og boðið ykkur skötuhjúunum í mat. það verður svo að skoða þetta frábæra næturlíf sem er hér en það er partur af de programmet. Svo væri hægt að fara í dagsferð í jarðböðin á Mývatni og örugglega eitthvað skemmtilegt. Ótrúlega gaman að heyra í þér í dag skvísa.
Kiss kiss

Anonymous said...

Til hamingju með að vera komin með netið!
Nei því miður kem ég ekkert norður um jólin,það verður þá aðeins mánuður í fæðingu hjá mér og ég vil ekki taka neina sénsa...því að þessi kríli eiga nú til að koma fyrr í heiminn (þótt það sé líka algengt, sérstaklega fyrir fyrsta, að það komi aðeins seinna)...heldur ekki spennt yfir því að vera keyra á milli með stóra bumbu og þreytt bak. Það stóð til að mamma og family myndu vera í rvk um jólin og ég var því búin að sættast við hugmyndina um að vera hér en þeim gengur illa að fá íbúð (það verður ekki lengur gestaherbergi hjá mér á þessum tíma)...þannig að ég er aftur í pínu bömmer að vera fjölskyldu og vinalaus um jólin :-( en ég held ég vilji frekar taka því rólega og slaka á á eigin heimili á þessum seinasta mánuði. Ég vona að þú og Frank finnið leið til að stoppa eitthvað aðeins í rvk og kíkja í mat eða skreppa á kaffihús.

P.S Þú getur séð mynd af nýju hárgreiðslunni minni á blogginu mínu, I really hope it´s nothing like in your dream!

Anonymous said...

gladdi mitt litla hjarta ad sja tig og nyja faerslu herna:) Velkomin tilbage!! Alveg fyndnir tessi draumur tinn en eg get lika stadfest tad ad harid a teim skvisum er mjög flott:D Ekkert serstakt ad fretta af mer annars...loka hotelinu herna i Villeneuve a föstudaginn og get varla bedid!! Hlakka til ad lesa nuna nyjar faerslur oft i hverri viku;) Koss og kram fra sviss

Anonymous said...

Hæhæ sæta og til hamingju með að vera komin í heim netverja á ný... OG takk fyrir síðast! Vonandi komið þið fljótt aftur í heimsókn, það var virkilega gaman að hafa ykkur AND Óli sends a thank you for the CD Frank sent. He really likes the extra stuff.
Annars er allt við það sama hjá okkur, bara rólegheit og hygge hjá litlu fjölskyldunni :)
Knús og kossar