Thursday, October 26, 2006

Nú er það svart!

Big Big mistake!

Talandi um hár og hárgreiðslur þá tókst mér að eyðileggja mitt hár í dag :( Ég keypti mér nefnilega háralit sem heitir brun og bjóst við að hárið yrði þarafleiðandi brúnt! Nei það varð SVART!!! arrrg og ég sem þoli ekki gervilegt svart hár! Hvað get ég svo gert?? Er einhver með góð ráð? Ég þarf amk að skella mér í ljós því ég er eins og bleikt svín með þetta svarta hár því ég er ekki þekkt fyrir mikinn brúnan lit í andlitinu. Annars átti ég góðan dag enda var ég í frí. Reyndar eyddi ég deginum í að gera hreint á heimilinu og þvo þvott en það getur verið alveg hreint ágætis afslöppun ef maður er með góða tónlist á fóninum. Það er svo gott að horfa á Ruv á netinu og fá smá flashback frá Íslandi og svo getur maður verið með í samræðunum á Thestelps síðunni sem er gaman :)

Ég komst í eitthvað rosalegt djammstuð í dag og langar bara að hlusta á einhverja cool tónlist á cool stað með góðan drykk í hönd. Því miður þarf ég að vinna alla helgina og því miður eru ekki margir cool staðir hér með cool tónlist, langt í frá. Við erum annars að fara á tónleika í Randers næstu helgi þanni að þá verður stuð. Við þurfum svo reyndar að skella okkur til Horsens daginn eftir og halda upp á afmælið hennar Jytte tengdó sem verður kannski eitthvað minna sniðugt eftir langar djammnótt. Ég vona bara að ég verði ekki neydd til að vinna en maður veit aldrei hvað þetta pakk tekur upp á. Ég fékk reyndar spurningalista í dag sem á að prófa ánægju okkar starfsmannana þar sem ég lét alla reiði og biturleika fossa út og svaraði mjög neikvætt. Sagði til dæmis að ég hugsaði stanslaust um að hætta og finna mér aðra vinnu.

Á morgun verður stormur hérna í Danmörku þannig að það verður spennandi að sjá hvernig mér tekst að hjóla á milli gamlingjanna minna.

Takk kærlega fyrir góðar móttökur :) Það er geggjað að geta skrifað á síðuna því ég fæ jú aldrei tækifæri til að tjá mig á mínu eigin tungumáli, er reyndar orðin eitthvað riðguð og rugla mikið dönsku og íslensku. Sagði til dæmis já í vinnunni um daginn sem vakti mikla kátínu.

7 comments:

Anonymous said...

piff stormur bormur segi ég nú bara ég man þegar það var storm viðvörun hér í sverige fyrir ári síðan og það var bara svona ágætis íslenskt rok hehe...

Anonymous said...

Ég var nú eitt sinn á strikinu, og skildi ekkert í því hvað það voru fáir, Þá var víst fellibylur í gangi (eða var það hvirfilbylur? veit aldrei hvort er hvort) mér leið samt ágætlega á strikinu. Gaman að heyra í þér aftur ;)

Anonymous said...

oh tad er alltaf svo gaman ad lesa bloggid titt:) mer lidur nu sjaldan eins vel og tegar eg er buin ad trifa allt og skura i öll horn en eg hef nu heldur aldrei talist mjög edlileg hehe;)
eg hef nu engin rad med harid..er tetta ekki svo fljott ad renna ur annars liturinn?? well hlakka til ad heyra meira fra ter skvis...kyss kyss fra sviss

Anonymous said...

Ég held að ég taki þig til fyrirmynda, þarf að fara gera það sama að taka til og skúra og svona stefni á að gera það um helgina með góða tónlist á fóninum.
Ég held að svona búðalitir séu tiltölulega fljótir að renna úr er þetta skol eða litur? Verst að þú komist ekki í íslenskar klórsundlaugar, verður bara dugleg að þvo á þér hárið.

Anonymous said...

æji snilld.. þú ert alveg frábær.. smelltu nú mynd af djásninu á netið fyrir okkur...
knús og kossar úr kulda og snjó..

Anna Þorbjörg said...

Verð nú aðeins að kommenta á kommentið hennar Sólrúnar: Við bjuggum einmitt 4 gellur í Köben þennan vetur. Var búið að plana partý um kvöldið. Þegar Danirnir sem ég bjó hjá fóru að fjarlægja allt lauslegt úr garðinum hjá sér þar sem von væri á fellibyl/orkan ákvað ég nú að það væri skynsamlegt að halda mig heima. Hringdi í Sólrúnu en hún var hin fúlasta og fannst ég aumingi að láta "smá rok" hefta partýiðkun mína. Daginn eftir kom í ljós að 4 eða 5 hefðu dáið sökum stormsins. Held samt að gellunni þyki ég enn aumingi fyrir að vera heima þetta kvöld!

Anonymous said...

Ef eg man rett anna min tha, var eg lika heima tetta kvold, var bara heppin ad fa ovart sidasta straetoin heim, komst ekkert ut aftur vegna samgangnaskorts.Svo partyplon min foru fyrir litid. Danskir medleigjendur minir litu a mig eins og alveg skor islending tegar eg kom inn ur bylnum!
En ja Kristrun min, nu er bara ad thvo harid 2var a dag, nu eda aflita, eda klippa af ( baedi leidir sem eg hef reynt og maeli med) Gangi ter vel :)