Sundlaugarþrá
Ég sakna þess alveg hrikalega að liggja úti í sundlaug og láta vatnið leika um mig. Hérna í Aarhus til dæmis er aðeins ein útisundlaug, hér búa by the wya 300.000 manns! Í gær átti ég frí og veðrið var alveg geggjað gott þannig að ég ákvað að skella mér í þessa sundlaug því ég hafði heyrt að það væri frítt í hana núna. Það tók sinn tíma að finna þessa blessuðu laug og svo þegar ég kom á staðinn var hún lokuð!! Svo sá ég að það var miði sem á stóð að útilaugin væri opin á daginn milli 12 og 18 en allt annað væri lokað þannig að ég ákvað að skella mér þá bara um fimm með Frank þegar hann væri búinn í vinnunni. Þegar við komum á svæðið um fimm leytið þá var fólk í lauginn að hafa gaman en sundlaugin var samt sem áður lokuð!! AFTUR! Stelpan sem virtist vera að vinna þarna inna við læsta hliðið sagði að þau væru alveg lokuð þangað til á mánudaginn hmmm hvað var þá allt þetta fólk að gera þarna?? Við vorum mjög svekkt en gerðum gott úr þessum ágætis göngutúr en sundlaugin er í raun ekki langt frá okkur og svo er hverfið virkilega flott og kósý þannig að við kíkkuðum bara á flottar byggingar og litlar og sætar búðir.
Bjór!!
Einu sinni drakk ég bjór um það bil einu sinni í viku og þá var kannski drukkið allt frá 3 til 6 bjórum eða jafnvel ennmeira. Nú er tíðin önnur og ég drekk aldrei svo marga bjóra á sama kvöldi en drekk líklega alveg jafn marga bjóra á viku. Ég bara elska að fá mér einn kannski tvo bjóra á kvöldin, það er líka svo auðvelt að fara út í búð og kaupa sér bjór rétt eins og maður kaupir sér gos. Ég og Frank kaupum oft bjór og nammi í staðinn fyrir gos og nammi hehe. Í seinustu viku var ég ein heima á fimmtudagskvöldið og ákvað að hafa það huggulegt þannig að ég skaust út í Seven Eleven og keypti mér eitt stykki KitKat og einn Tuborg í gleri, stelpan sem afgreiddi mig þótti þetta skemmtileg blanda og sagði að nú vantaði mig bara tjald og þá væri komin útihátíð ! :)
Háskólamál
Ég nýtti fríið í gær til að spjalla með studievejleder í háskólanum í gær. Hún sagði að ég þyrfti að safna saman öllum mögulegum og ómögulegum upplýsingum um ba námið mitt frá Íslandi svo þau gætu reynt að bera það saman við ba námið hérna. Og ef ég er heppin þá geta þeir sagt mér að mig vanti kannski bara einn eða tvo kúrsa sem ég hef tækifæri á að taka núna í febrúar, ef ég er óheppin kemst ég ekki inn í skólann. Vandamálið er að ég hef bara frest til 15. september og ég þarf líka að flytja og er í 100% vinnu þannig að ég er eiginlega mjög stressuð og veit ekki hvort þetta tekst hjá mér. Finnst það bara sökka að maður geti ekki komist inn í háskólann hérna með íslenska ba gráðu. Sjáum til !
Er annars nett slöpp í dag og með ægilegan kláða í húðinni eftir að hafa verið í sólinni í gær, helvítis sólarexem! Vonandi er ég ekki að verða veik því ég á frí um helgina og við ætlum að fara í einhverja netta fjölskylduferð með tengdó og systrum hans Frank "uppá" Himmelbjerget. Kannski náum við að taka einhverja myndir af því sem hægt væri að skella hérna inn, aldrei að vita ;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
ohh já það er sökkandi þegar allt er að gerast á sama tíma svona mikilvæg mál. Vonandi reddast úr þessu öllusaman. Bjór er bestur í heimi ískaldur ;)
Hæ hæ sæta, kíki reglulega á bloggið þitt... bara að kvitta fyrir mig :o)
Knús,
Vera.
Post a Comment