Langaði bara aðeins að sýna eina mynd af frekar flottum vegg í götunni við hliðina á okkar. Ég hata reyndar máva því þeir eru að gera mig GEÐVEIKA!! frekar fyndið að þessi mynd akkúrat í þessari götu því við erum nánast við sjóinn og allt fullt af þessum helvítis fuglum .
Það var rosalega gaman hjá okkur Frank í gær á litlu tónlistarhátíðinni sem heitir Oppenheimers eftermiddag. Tónlistin var reyndar bara svona lala en stemingin var góð. Ég hitti svo vini mína úr dönskuskólanum og það var gaman að þekkja svona marga allt í einu, 6 manns á sama kvöldinu hehe. Maður er nefnilega ekki vanur því að hitta fólk sem maður þekkir! Við hittum líka Peter og Louise en við vorum með þeim allt kvöldið sem var næs. Mér finnst dönsk tónlist ekkert sérstaklega góð en núna eru margar hljómsveitir með sama sándið en það er svona Björk/Múm/Sigurrósar sánd sem mér finnst pínu ófrumlegt en hef samt nett gaman af því að hlusta á það á tónleikum. Mér finnst reyndar ein dönsk hljómsveit algjör snilld en það er Jomi massage sem verður brátt útgefin heima á Íslandi, mæli með því að þið tékkið á henni. Þá er helgin að ganga í garð og ég þarf að vinna en ég fæ ekki frí fyrr en á miðvikudaginn. jeijjj!
Góða helgi :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Já hata líka þessa helvítis máva þeir eru sí skítandi á bílinn minn. Það mætti halda að þeir væru að nota hann sem æfingarmark.
En þið eruð svo dugleg að fara á eitthvað svona vildi að ég kæmist líka á svona tónelika og gæti farið líka á ströndina. Hér er bara spútnik að spila í sjallanum :S.
ÉG veit það er geðveikt skemmtilegt þegar maður á fullt af vinum svona í útlöndum núna finnst mér td malmö vera bara orðin lítil alltaf einhver sem mar kannast við hehe... ok sá jomi massage á innipúkanum og var ekki hrifin af þeim fannst þau of dramantísk og bara stelpan eitthvað bjánaleg en já mar getur ekki alltaf verið sammála ;)
ok hehe mér finnst hún einmitt skemmtilega bjánaleg! Mér finnst t.d gítarleikarinn bara flottur. Allavega þá er úrvalið af góðri tónlist hérna í DK ekkert spes en ég má víst ekki segja það því þá verða menn víst frekar fúlir hehe.
Post a Comment