Monday, August 14, 2006

Helgin

Himmelbjerget

Við Frank, úff allar mínar setningar byrja á "við Frank", skelltum okkur til Horsens á föstudaginn eftir vinnu. Við fengum góðan mat og slöppuðum svo af um kvöldið, það er reyndar pínu ömmu og afa stemning þarna heim hjá Frank þar sem foreldrar Frank eru bæði komin á eftirlaun hehe þannig að það var t.d horft á heimildaþátt um neðansjávardýralíf.
Við vorum svo neidd á fætur kl hálf átta á laugardagsmorgninum, by the way var ég hrikalega fúl yfir því þar sem ég fær frí aðra hverja helgi og langar þá að njóta þess að liggja bara í rúminu. Við fórum svo með bíl til Silkeborg og þaðan fórum við svo í rosa fína bátsferð á báti sem var byggður í kringum 1860 og er stýrður af kolum. Nú hef ég semsagt séð hvar ríka fólkið hérna í Danmörku býr, t.d kallinn sem á Rúmfatalagerinn (Jysk). Flest húsin voru geðveikt stór og svo var svona boathouse við vatnið og svo að sjálfsögðu amk einn bátur. Þessi bátahús eru reyndar rosalega sæt. Eitt húsið sem við sáum er næstum 800 fermetrar en það er einhver ríkur fótboltagaur sem á það. Þar sem það var laugardagur voru margir bjórþyrstir á svæðinu og við sáum hóp af gaurum og nokkrir af þeim voru í kajökum en aðrir stóðu bara og voru greinlega á leið í kajakana. Þegar við sigldum framhjá moonaði einn þeirra okkur og einni sekúndu seinna kom geðveikt stór alda frá bátnum okkar og fleygði einum af þeim, sem var bara í venjulegum fötum, beint í vatnið hehe. Við sigldum svo að Himmelbjerget og klifum það sem glæsibrag. Þegar við vorum svo á leið til baka byrjað bara að hellirigna og það hefur ekki hætt síðan og það er ekkert grín þegar það byrjar að rigna hérna í Danmörku. Við borðuðum svo á frekar fínu og eldgömlu hóteli sem er bara veitingastaður núna.

Vinkonur

Í dag fékk ég þrjú mail frá þremur góðum vinkonum Sóleyju, Soffíu og Önnu :) Ekki slæmt það!! Takk stelpur!! Þetta með háskólamálin er náttúrulega fáránlegt og er í rauninni eitthvað nýtt hérna í háskólanum því fyrir bara tveimur árum síðar gat maður komist léttilega inn með íslenska ba gráðu en núna er víst allt gert til að reyna að losna við okkur. Mér heyrðist á studievejlederen þegar ég talaði við hana í 2005 að þau væru þreytt á að íslendingarnir væru lélegir í dönsku en það hefur ekkert með ba kúrsana að gera. Mér heyrðist á stelpunum sem ég var með í ba náminu heima og eru í skólanum hérna að þær hefðu gert mál úr þessu í fyrra því þær fengu strax neitun og svo neiddust þeir víst til að leyfa þeim að taka 2 ba kúrsa sem þær gerðu. Ég ætla að reyna að sæja um og sjá svo til hvað ég geri eftir það, nenni varla að gera mál úr þessu og færi þá bara í einhvern annan og betri skóla, t.d í USA. Æi vitiði samt hvað ég er orðin þreytt á því að vera í námi, ég nenni ekki stressinu og fátæktinni og öllu þessu veseni en langar að sjálfsögðu ekki að vera hjemmehjælper forever. Danmörk virðist bara ekki hafa svo margar góða mögulega fyrir mig, því miður.

Við keyptum okkur svo myndavél í gær í Bilka sem var algjör horror en myndavélin er geggjuð og Frank lék sér að henni í allan gærdag hehe, við þurfum bara að kaupa minniskort og þá getum við farið að taka fullt af myndum :) Þetta er annars Panasonic Lumix með Leica linsu.

læt þetta gott heita í bili !! pínu langt í dag kannski, sorry myfriends

2 comments:

Anonymous said...

Ekkert að því að hafa þetta langt, gaman að lesa pistlana þína :)Ég hef nú alltaf sagt að danir eru rasistar, en líklega á það við um allar þjóðir. Vonandi rætist samt úr þessum skólamálum!

Anonymous said...

Til hamingju með nýju myndavélina ég bíð spennt eftir myndum. Ég er viss um að þú eigir eftir að finna eitthvað spennandi að gera Kristrún mín hvort sem það verður í Dk eða einhverstaðar annarstaðar í veröldinni. Ég skil þig svo vel.
Miss you girl