Sunday, August 06, 2006

Sumar

Sumarið er bara alveg ótrúlegt hérna í Danmörku! Það er ótrúlegt hvað það getur verið gott veður hérna, það rigndi aðeins í vikunni en núna í dag og í gær var geggjað veður. Þessi helgi var mín vinnuhelgi en þar sem ég vinn bara til klukkan þrjú þá getur maður alveg notið veðursins þrátt fyrir að vera að vinna.

Í gær fórum við Frank á eitthvað sem heitir Stella Polaris sem er svona "útidiskótek" á háskólasvæðinu. Þarna voru mjög margir að njóta sólarinnar og chill out tónlistar en það voru djar að spila tónlist fyrir almenninginn. Það fyndna var að meirihlutinn af fólkinu þarna var með lítil börn þannig að það var góð og róleg stemning og allir að sötra bjór eða aðra kælandi drykki. Við Frank sötruðum tvo bjóra og létum það gott heita, samt mjög huggulegt og góð hugmynd.
Í dag fórum við á ströndina eftir vinnu en það var pínu eins og að vera síld í dós því það voru ógeðslega margir þarna að flatmaga í sólinni. Það var fyndið að sjá að sumir þarna voru alveg skjanna hvítir! Hvernig er það hægt í þessu veðri?? Jafnvel ég er komin með smá lit! ...Reyndar ekki í andlitið frekar en fyrridaginn hehe.

Ég verð að viðurkenna að þó ég eigi besta kærasta í heimi þá sakna ég rosalega að hanga með stelpum og vera "vinkona" en svona er það að vera langt langt í burtu frá öllu góðu vinkonunum sínum. Það er líka svekkjandi þegar ein af mínum allra bestu vinkonum er með barn í maganum og á eftir að taka stakkaskiptum á stuttum tíma að maður getur ekki verið með í því svona "live". púhú! jæja hættum að kvarta! Það er annars bara yndislegt að búa hérna í góða veðrinu núna þannig að ég ætti ekki að kvarta svona. Held þið skiljið hvað ég meina.


Yfir og út í bili...love and peace

6 comments:

Katrín said...

kannast vel við þetta að sakna vinkvennana - ég fékk mér bara sænskan kærasta í staðinn fyrir danskan eins og þú.... það skiptir nefnilega engu máli hversu yndislegir þeir eru...bjór í sólinni með stelpunum!
það er bara einn af þessum hlutum sem karlmenn geta ekki gefið okkur.
kv. Katrín "frænka" úr sálfræðinni

Anonymous said...

Maður verður að reyna að fara á klakann eins oft og hægt er en í millitíðinni verður mar bara að reyna að eignast nýjar vinkonur ;)

Anonymous said...

gaeti ekki verid meira sammala ter med vinkonurnar en tetta velur madur ser nu samt sjalfur;) kyss kyss fra sviss

Anonymous said...

Oh hvað sumarið hljómar vel hjá þér. Væri til í meiri sól, en fékk svo sem alveg skerf af hitabylgju í frakklandi. Verðum að fara að heyrast bráðum. Saknaðarkveðjur ;)

Anonymous said...

Það er nú ekki laust við að maður sakni þín hér líka skvísa. Maður verður bara að fara taka sig til og safna í sparígrísinn fyrir ferð til DK. Vá hvað ég vildi að ég gæti notið sumarsins eins og þú. Getur maður eitthvað hringt í þig? Er farið að langa að heyra í þér.

Anonymous said...

ég held ad skypid virki í annari tølvunni okkar tannig ad tad er minnsta málid ad spjalla! Ásdís mig langar rosalega ad heyra í ter og svo langar mig ad sjálfsøgdu ad heyra allt um Frakklandsferdina tína Sólrún ;)Svo er ég med símanúmer ef einhver vill hringja í tad!! 0045 50852809