Wednesday, August 30, 2006

Farvel for now

Seinast þegar ég skrifaði langan og góðan pistil hérna klikkaði tölvan og allt strokaðist út þannig að ég hef ekki nennt að skrifa síðan!

Flutningarnir miklu byrja svo núna á laugardaginn en eftir það verð ég víst ekki í netsambandi lengur en gaurinn sem á íbúðina pantaði breiðband fyrir löngu síðan en það tekur víst bara svo langan tíma fyrir þetta lið að redda þessu!! Veit ekki hvenær við fáum internetið þannig að það gæti verið að það verði einhver þurrð hérna á síðunni minni.

Er annars bara búin að vera busy í vinnunn því það eru allir búnir að vera veikir sem sökkar og svo hef ég þurft að þrífa mjög ósmekkleg typpi og rassa sem er nýtt fyrir mér! hlakkar mikið til að vera flutt og að fá viku sumarfrí! :) ...þrátt fyrir að sumarið sé í rauninni búið. Við ætlum að fara til Kaupmannahafnar og hitta mömmu og pabba en þau eru semsagt að fara á Rolling Stones tónleikana í Horsens á sunnudaginn. Við ætlum svo að hanga með gleðipinnunum Gunna og Nínu en þau eru búin að kaupa íbúð og hafa því oláss fyrir okkur :)

gleði gleði!!

kyss kyss

Monday, August 21, 2006

Takk og hitt&þetta

Fékk lítinn pakka í dag frá Soffíu minni sætu :) Ég bað hana um að senda leiðinlega pappíra fyrir umsóknina um háskólann en fékk íslenskt súkkulaði með :) !! Ekkert smá gaman!! Takk fyrir það Soffía mín:)

Horfði á A little trip to heaven í gærkveldi og fannst rosalega skrítið að sjá blönduna af amerískri "hollywood mynd" og íslenskri fjölskyldudrama. Rosalega flott mynd en mér fannst þó eitthvað vanta upp á söguþráðinn. Var rosalega stolt í röðinni í Blockbuster þegar ég heyrði að stelpurnar á undan mér voru að leigja sér Voksne mennesker sem er jú íslensk snilldarmynd. Fór að spá hvernig hægt væri að búa til svona hollywood mynd heima á klakanum og komst að því að það hlýtur að vera spurning um peninga þar sem Baltasar Kormákur er giftur með verulega ríkri konu þá er það einmitt hann sem getur fjármagnað svona mynd. Hann er reyndar frekar hæfileikaríku að mínu mati þannig að þetta passar gott saman og frábært að þetta sé hægt í svona litlu landi og ég býst við að þetti gefi okkur virðingu frá öðrum löndum.

Voandi hættir bráðum að rigna !!

Hilsen

Friday, August 18, 2006

Langaði bara aðeins að sýna eina mynd af frekar flottum vegg í götunni við hliðina á okkar. Ég hata reyndar máva því þeir eru að gera mig GEÐVEIKA!! frekar fyndið að þessi mynd akkúrat í þessari götu því við erum nánast við sjóinn og allt fullt af þessum helvítis fuglum .

Það var rosalega gaman hjá okkur Frank í gær á litlu tónlistarhátíðinni sem heitir Oppenheimers eftermiddag. Tónlistin var reyndar bara svona lala en stemingin var góð. Ég hitti svo vini mína úr dönskuskólanum og það var gaman að þekkja svona marga allt í einu, 6 manns á sama kvöldinu hehe. Maður er nefnilega ekki vanur því að hitta fólk sem maður þekkir! Við hittum líka Peter og Louise en við vorum með þeim allt kvöldið sem var næs. Mér finnst dönsk tónlist ekkert sérstaklega góð en núna eru margar hljómsveitir með sama sándið en það er svona Björk/Múm/Sigurrósar sánd sem mér finnst pínu ófrumlegt en hef samt nett gaman af því að hlusta á það á tónleikum. Mér finnst reyndar ein dönsk hljómsveit algjör snilld en það er Jomi massage sem verður brátt útgefin heima á Íslandi, mæli með því að þið tékkið á henni. Þá er helgin að ganga í garð og ég þarf að vinna en ég fæ ekki frí fyrr en á miðvikudaginn. jeijjj!

Góða helgi :)

Thursday, August 17, 2006

Afslöppun


Svona ætla ég að hafa það í dag! Ég á frí og ætla að chilla. Veðrið er geggjað fallegt en það hefur verið grátt og blautt seinustu vikuna. Í dag er svo lítil tónlistarhátíð sem við ætlum að kíkja á saman með vinum okkar þannig að það verður ekki leiðinlegt að eiga frí :)

Kyss kyss

Monday, August 14, 2006

Helgin

Himmelbjerget

Við Frank, úff allar mínar setningar byrja á "við Frank", skelltum okkur til Horsens á föstudaginn eftir vinnu. Við fengum góðan mat og slöppuðum svo af um kvöldið, það er reyndar pínu ömmu og afa stemning þarna heim hjá Frank þar sem foreldrar Frank eru bæði komin á eftirlaun hehe þannig að það var t.d horft á heimildaþátt um neðansjávardýralíf.
Við vorum svo neidd á fætur kl hálf átta á laugardagsmorgninum, by the way var ég hrikalega fúl yfir því þar sem ég fær frí aðra hverja helgi og langar þá að njóta þess að liggja bara í rúminu. Við fórum svo með bíl til Silkeborg og þaðan fórum við svo í rosa fína bátsferð á báti sem var byggður í kringum 1860 og er stýrður af kolum. Nú hef ég semsagt séð hvar ríka fólkið hérna í Danmörku býr, t.d kallinn sem á Rúmfatalagerinn (Jysk). Flest húsin voru geðveikt stór og svo var svona boathouse við vatnið og svo að sjálfsögðu amk einn bátur. Þessi bátahús eru reyndar rosalega sæt. Eitt húsið sem við sáum er næstum 800 fermetrar en það er einhver ríkur fótboltagaur sem á það. Þar sem það var laugardagur voru margir bjórþyrstir á svæðinu og við sáum hóp af gaurum og nokkrir af þeim voru í kajökum en aðrir stóðu bara og voru greinlega á leið í kajakana. Þegar við sigldum framhjá moonaði einn þeirra okkur og einni sekúndu seinna kom geðveikt stór alda frá bátnum okkar og fleygði einum af þeim, sem var bara í venjulegum fötum, beint í vatnið hehe. Við sigldum svo að Himmelbjerget og klifum það sem glæsibrag. Þegar við vorum svo á leið til baka byrjað bara að hellirigna og það hefur ekki hætt síðan og það er ekkert grín þegar það byrjar að rigna hérna í Danmörku. Við borðuðum svo á frekar fínu og eldgömlu hóteli sem er bara veitingastaður núna.

Vinkonur

Í dag fékk ég þrjú mail frá þremur góðum vinkonum Sóleyju, Soffíu og Önnu :) Ekki slæmt það!! Takk stelpur!! Þetta með háskólamálin er náttúrulega fáránlegt og er í rauninni eitthvað nýtt hérna í háskólanum því fyrir bara tveimur árum síðar gat maður komist léttilega inn með íslenska ba gráðu en núna er víst allt gert til að reyna að losna við okkur. Mér heyrðist á studievejlederen þegar ég talaði við hana í 2005 að þau væru þreytt á að íslendingarnir væru lélegir í dönsku en það hefur ekkert með ba kúrsana að gera. Mér heyrðist á stelpunum sem ég var með í ba náminu heima og eru í skólanum hérna að þær hefðu gert mál úr þessu í fyrra því þær fengu strax neitun og svo neiddust þeir víst til að leyfa þeim að taka 2 ba kúrsa sem þær gerðu. Ég ætla að reyna að sæja um og sjá svo til hvað ég geri eftir það, nenni varla að gera mál úr þessu og færi þá bara í einhvern annan og betri skóla, t.d í USA. Æi vitiði samt hvað ég er orðin þreytt á því að vera í námi, ég nenni ekki stressinu og fátæktinni og öllu þessu veseni en langar að sjálfsögðu ekki að vera hjemmehjælper forever. Danmörk virðist bara ekki hafa svo margar góða mögulega fyrir mig, því miður.

Við keyptum okkur svo myndavél í gær í Bilka sem var algjör horror en myndavélin er geggjuð og Frank lék sér að henni í allan gærdag hehe, við þurfum bara að kaupa minniskort og þá getum við farið að taka fullt af myndum :) Þetta er annars Panasonic Lumix með Leica linsu.

læt þetta gott heita í bili !! pínu langt í dag kannski, sorry myfriends

Wednesday, August 09, 2006

Sundlaugarþrá
Ég sakna þess alveg hrikalega að liggja úti í sundlaug og láta vatnið leika um mig. Hérna í Aarhus til dæmis er aðeins ein útisundlaug, hér búa by the wya 300.000 manns! Í gær átti ég frí og veðrið var alveg geggjað gott þannig að ég ákvað að skella mér í þessa sundlaug því ég hafði heyrt að það væri frítt í hana núna. Það tók sinn tíma að finna þessa blessuðu laug og svo þegar ég kom á staðinn var hún lokuð!! Svo sá ég að það var miði sem á stóð að útilaugin væri opin á daginn milli 12 og 18 en allt annað væri lokað þannig að ég ákvað að skella mér þá bara um fimm með Frank þegar hann væri búinn í vinnunni. Þegar við komum á svæðið um fimm leytið þá var fólk í lauginn að hafa gaman en sundlaugin var samt sem áður lokuð!! AFTUR! Stelpan sem virtist vera að vinna þarna inna við læsta hliðið sagði að þau væru alveg lokuð þangað til á mánudaginn hmmm hvað var þá allt þetta fólk að gera þarna?? Við vorum mjög svekkt en gerðum gott úr þessum ágætis göngutúr en sundlaugin er í raun ekki langt frá okkur og svo er hverfið virkilega flott og kósý þannig að við kíkkuðum bara á flottar byggingar og litlar og sætar búðir.

Bjór!!
Einu sinni drakk ég bjór um það bil einu sinni í viku og þá var kannski drukkið allt frá 3 til 6 bjórum eða jafnvel ennmeira. Nú er tíðin önnur og ég drekk aldrei svo marga bjóra á sama kvöldi en drekk líklega alveg jafn marga bjóra á viku. Ég bara elska að fá mér einn kannski tvo bjóra á kvöldin, það er líka svo auðvelt að fara út í búð og kaupa sér bjór rétt eins og maður kaupir sér gos. Ég og Frank kaupum oft bjór og nammi í staðinn fyrir gos og nammi hehe. Í seinustu viku var ég ein heima á fimmtudagskvöldið og ákvað að hafa það huggulegt þannig að ég skaust út í Seven Eleven og keypti mér eitt stykki KitKat og einn Tuborg í gleri, stelpan sem afgreiddi mig þótti þetta skemmtileg blanda og sagði að nú vantaði mig bara tjald og þá væri komin útihátíð ! :)

Háskólamál
Ég nýtti fríið í gær til að spjalla með studievejleder í háskólanum í gær. Hún sagði að ég þyrfti að safna saman öllum mögulegum og ómögulegum upplýsingum um ba námið mitt frá Íslandi svo þau gætu reynt að bera það saman við ba námið hérna. Og ef ég er heppin þá geta þeir sagt mér að mig vanti kannski bara einn eða tvo kúrsa sem ég hef tækifæri á að taka núna í febrúar, ef ég er óheppin kemst ég ekki inn í skólann. Vandamálið er að ég hef bara frest til 15. september og ég þarf líka að flytja og er í 100% vinnu þannig að ég er eiginlega mjög stressuð og veit ekki hvort þetta tekst hjá mér. Finnst það bara sökka að maður geti ekki komist inn í háskólann hérna með íslenska ba gráðu. Sjáum til !

Er annars nett slöpp í dag og með ægilegan kláða í húðinni eftir að hafa verið í sólinni í gær, helvítis sólarexem! Vonandi er ég ekki að verða veik því ég á frí um helgina og við ætlum að fara í einhverja netta fjölskylduferð með tengdó og systrum hans Frank "uppá" Himmelbjerget. Kannski náum við að taka einhverja myndir af því sem hægt væri að skella hérna inn, aldrei að vita ;)

Sunday, August 06, 2006

Sumar

Sumarið er bara alveg ótrúlegt hérna í Danmörku! Það er ótrúlegt hvað það getur verið gott veður hérna, það rigndi aðeins í vikunni en núna í dag og í gær var geggjað veður. Þessi helgi var mín vinnuhelgi en þar sem ég vinn bara til klukkan þrjú þá getur maður alveg notið veðursins þrátt fyrir að vera að vinna.

Í gær fórum við Frank á eitthvað sem heitir Stella Polaris sem er svona "útidiskótek" á háskólasvæðinu. Þarna voru mjög margir að njóta sólarinnar og chill out tónlistar en það voru djar að spila tónlist fyrir almenninginn. Það fyndna var að meirihlutinn af fólkinu þarna var með lítil börn þannig að það var góð og róleg stemning og allir að sötra bjór eða aðra kælandi drykki. Við Frank sötruðum tvo bjóra og létum það gott heita, samt mjög huggulegt og góð hugmynd.
Í dag fórum við á ströndina eftir vinnu en það var pínu eins og að vera síld í dós því það voru ógeðslega margir þarna að flatmaga í sólinni. Það var fyndið að sjá að sumir þarna voru alveg skjanna hvítir! Hvernig er það hægt í þessu veðri?? Jafnvel ég er komin með smá lit! ...Reyndar ekki í andlitið frekar en fyrridaginn hehe.

Ég verð að viðurkenna að þó ég eigi besta kærasta í heimi þá sakna ég rosalega að hanga með stelpum og vera "vinkona" en svona er það að vera langt langt í burtu frá öllu góðu vinkonunum sínum. Það er líka svekkjandi þegar ein af mínum allra bestu vinkonum er með barn í maganum og á eftir að taka stakkaskiptum á stuttum tíma að maður getur ekki verið með í því svona "live". púhú! jæja hættum að kvarta! Það er annars bara yndislegt að búa hérna í góða veðrinu núna þannig að ég ætti ekki að kvarta svona. Held þið skiljið hvað ég meina.


Yfir og út í bili...love and peace