Monday, July 31, 2006

Tvær góðar helgar :)

Eftir langa vinnutörn fékk ég frí tvær helgar í röð!

Fríhelgi númer eitt :
Katrín systir, Eiríkur, Bjarmi og Birta komu ásamt Hrund, Gulla og börnunum þeirra Anítu og Andra í heimsókn til okkar Franks í Lystrup. Það var hrikalega gaman að fá þau og við skemmtum okkur mjög vel saman. Við fórum til dæmis í Djurs Sommerland sem er risastór og flottur skemmtigarður hérna í Árósum. Þar getur maður meðal annars farið í allskonar tæki eins og í tívolíi en þessi garður hefur allskonar vatnstæki, maður getur siglt í bátum og farið í rússíbana og hringekjur sem spúa vatni og þess háttar. Svo er stór hluti vatnagarður þar sem maður getur rent sér í risa rennibrautum og farið í vatnsslag í vatnskastala og rennt sér á slöngum niður flóð og margt fleira gaman. Okkur Frank fannst langtum skemmtilegast í vatnsgarðinum enda of hrædd til að fara í rússíbanana hehe litlu gellurnar Aníta og Birta María (þær eru báðar þriggja ára) voru sko ekki hræddar og prófuðu hrikalegasta rússíbanann í garðinum. Við Frank spiluðum minigolf og fórum í nokkur tæki og vorum svo bara að missa okkur í vatnsgarðinum. Það var rosalega gaman að fara inn í vatnskastalann og allt í einu var fullt af ókunnugu fólki (bæði fullorðnir og börn) að reyna að skjóta á þig vatni ! Við vorum hrikalega hissa í fyrstu en svo vorum við sko alveg með á nótunum og helltum til dæmis stórri fötu af vatni yfir lítinn strák hehe.
Á kvöldin grilluðum við svo úti og borðum öll saman þrátt fyrir að við værum jú tíu mannst, geggjað að hafa svona stórt hús í láni :) Við eyddum svo heilum degi í búðum og það var sko ekkert smá sem var verslað á krakkana enda er H&M kjörinn staður fyrir þessháttar!

Fríhelgi númer tvö:

Við Frank skelltum okkur til Horsens og hittum foreldra hans þau Jytte og Max. Þaðan keyrðum við til Løveparken en það er stór og flottur dýragarður. Fyrst keyrir maður í gegnum garðinn og kíkkar á allskonar dýr í gegnum rúðurnar. Svo getur maður labbað um og skoðað önnur dýr. Mér fannst alltof heitt til að sitja inni í bíl þennan daginn en það er jú hitabylgja hérna! Svo voru dýrin ekki sjáanleg því þau voru náttúrulega bara að fela sig í skugganum. Flottustu dýrin voru aparnir og górillurnar. Aparnir voru svo sætir!! Svo voru nokkrir litlir ungar sem mig langaði bara að taka með mér heim hehe. Tengdó var svo að sjálfsögðu með madpakke sem er nesti en það er eitthvað alveg hrikalega danskt. Við settumst niður í skugga og gæddum okkur á smörrebröd og drukkum gos. Á sunnudeginum fór Frank upp í sveit að klippa niður risaillgresi með pabba sínum en eins og þið vitið þá dó afi hans fyrir ekki svo löngu en hann átti bóndagarð sem á að selja núna og því vildu Frank og pabbi hans gera fínt í kringum húsin. Ég og tengdó fórum á markað þar sem fólk kemur og selur allskonar hluti og svo eru dýr til sölu. Við sáum fullt af flottu dóti en það var alveg í dýrara kantinum eða bara eitthvað rusl. Ég keypti þó frekar flott glös á mjög góðu verði og svo keypti ég vasa en ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég er með vasa fetish! ég á svona 5 vasa sem eru allir mismunandi en mér finnst þeir bara svo flottir, sérstaklega ef þeir eru gerðir úr lituðu gleri. Helgin átti að vera blaut með þrumum og eldingum en var bara hrikalega heit í staðinn og ég brann pínu á öxlunum og handleggjunum en er núna kominn með góðan brúnan lit.

Afsakið bloggleysið en ég hef bara verið svoo þreytt og löt að ég hef ekki nennt að skrifa neitt!! sorry!
núna ætti ég þó að vera búin að bæta upp, er þaggi?

3 comments:

Anonymous said...

Frábært að heyra að þú hefur fengið "brake" frá vinnunni 2 helgar. Hitti Katrínu og fjölskyldu á flugvellinum á Akureyri, þau voru að koma frá dk, og voru öll enn með bros á vör eftir ferðina...þetta hljómar rosa spennandi allt saman :-)

Anonymous said...

Rosalega hefuru það fínt þarna úti manni langar geggjað mikið til að koma þegar maður skoðar þessar myndir. Gaman líka að heyra frá þér ég var farin að lengja eftir færslu;)

Anonymous said...

hljómar alveg eins og sumrin eiga að vera, sól, hiti, og góður félagsskapur umfram allt.. gaman að lesa frá þér bloggið..
bið að heilsa :)