Thursday, July 06, 2006
Sumarkvíði
Ég hef semsagt komist að því að Íslendingar þjást yfirleitt af sumar eða sólkvíða. Hann lýsir sér þannig að ef það sést aðeins til sólar ÞARF maður að nýta það. Þá þarf að fara út og kaupa ís eða eitthvað álíka. Ef bara er setið heima þá byggist upp samviskubit og ef maður er fastur í vinnu þá fær maður svona afbrýðissemistilfinningu eins og maður sé að missa af einhverju spennandi.
Ég held að þetta sé vegna ýmissa áhrifa, til dæmis frá fjölmiðlum sem tala ekki um annað ef sólin skína pínu lítið og svo sýna þeir myndir af fólki hálfnöktu í sundlaugunum og svo allt fólkið á Austurvelli að sleikja ís eða drekka kaldann öl. Þetta er viss áróður myndi ég segja. Það er einnig einhver brúnku dýrkun í gangi á okkar tímum og brúnka er yfirleitt eitthvað sem maður þarf að borga mikið af peningum fyrir en þegar sólin skín þá er maður að græða alveg rosalega ef manni tekst að fá "ókeypis" brúnku. Landið okkar er líka þannig að það eru kannski bara tveir, þrír dagar á ári sem ná 20 gráðunum og þá má maður ekki missa af þeim. Flestir bíða átekta allt árið eftir að sumarið komi loksins og eru því orðnir ansi spenntir þegar það loksins gerist að hitinn stígur.
Þar af leiðandi finnst okkur Íslendingum erfitt að halda aftur að okkur þegar sólin skín á meðan fólk frá Grikklandi eða öðrum heitum löndum finnst það bara almenn skynsemi að forðast sólina þar sem hún er jú mjög skaðleg.
Ég er núna að verða komin yfir þennan kvíða þar sem það er ógeðslega heitt hérna og mig langar bara að komast í burtu frá þessu helvíti. Hef samt tekið eftir þessu hjá sjálfri mér og öðrum Íslendingum sem ég þekki.
Núna er ég algjört Zombie vegna svefnleysis af völdum fótboltabullna og miklum hita. Fæ frí um helgina og mun þá sofa og sofa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
14 comments:
Þetta er svvooo rétt hjá þér, ég þjáist af þessu alveg pottþétt af sumarkvíð fæ sektarkennd ef ég sef út og það er sól úti. Maður er svo crazy.
Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta. Fyrra sumar í Malmö sól allan tíman og þar sem ég spandera sumrinu á íslandi í ár þá græt ég ekki þó að ég missi af sólinni. En ég skil vel alla hina þar sem að allur júní máuður er búin að vera ömurlegur ekkert nema rigning. Þeir eiga eftir að fá samviskubit þegar þeir eru kanski að vinna inni þegar sólin loksins kemur.
Já góður punktur hjá þér, þetta getur verið pínu óþolandi þetta er bara "printed in the mind" að maður fái samviskubit ef maður fer ekki út að njóta veðursins ef það er sól úti. Svo þegar ég hef verið í frakklandi á sumrin þá er einmitt allt önnur stemmning þá heldur maður sig sko frá sólinni amk í hádeginu þegar hún er hvað sterkust og fær sér bara siestu :-) En í dag er ég einmitt að upplifa svona "afbrýðusemi" úti er sól og blíða og ég vildi ekkert meira en að spóka mig í sundi núna og fá smá brunku!
Já góður punktur hjá þér, þetta getur verið pínu óþolandi þetta er bara "printed in the mind" að maður fái samviskubit ef maður fer ekki út að njóta veðursins ef það er sól úti. Svo þegar ég hef verið í frakklandi á sumrin þá er einmitt allt önnur stemmning þá heldur maður sig sko frá sólinni amk í hádeginu þegar hún er hvað sterkust og fær sér bara siestu :-) En í dag er ég einmitt að upplifa svona "afbrýðusemi" úti er sól og blíða og ég vildi ekkert meira en að spóka mig í sundi núna og fá smá brunku!
Vá hvað ég þjáist af sumarkvíða! Ég var meira að segja búin að gera mér grein fyrir því fyrir nokkru siðan. Því ég fæ ekki eirð í mín bein ef sólin skín og ég kemst ekki í sund, mér líður beinlínis ílla! En ég er líka kúkabrún, og á íslandi þetta sumarið þarf ekkert minna til en alvöru þráhyggju til að ná þeim árangri.Þannig að ég er kannski geðveik en ég er þó alla vega geðveik og brún (geðveikt brún mætti segja :/ )
haha Sólrún thú hefur greinilega smitast af henni Álfheidi!Ég man ad Ég var pínu brún seinasta sumar ádur en ég flutti til Danmerkur tví ég og Álfheidur høfdum verid ad hanga saman ;)
Sólkvíði segirðu...Ójá þjáist illilega af honum. VÁ hvað ég hlakka mikið til koma aftur til DK og fá yfir mig af sól og hita :D. Bara mánuður á klakanum í viðbót :)
ég áttaði mig á þessum sjúkleika mínum í oxford síðasta sumar.. dag einn skein sólin like a mad man og ég fór auðvitað út í almenningasgarð til þess eins að svitna og eina sem ég uppskar umfram meiri svita var vanlíðan sökum vökataps.. viðbjóðurinn og ég á leiðinni á post graduate Ball í kjól með slétt hár sem reyndar var orðið krullað sökum hita og svita áður en ég komst þangað.. klístruð læri í ballkjól í hundrað stiga hita.. nei takk.. never again..
og það sem meira var... engin brúnka í svona veðri þar sem rakinn er svo ógeðslega mikill..
haha Selma thú ert aldeilis gód í ad segja litríkt frá :) ...klístrud læri mmm. kannast samt alveg vid tad, er nefnilega búin ad tjást af tví syndromi ansi mikid tessa dagna. Í dag var tad tó vegna rigningarvatns en ekki svita, argg.
Hlakkar til ad fá tig til baka Eydís mín :)Hey annars áttiru ekki afmæli fyrir stuttu?? Til hamingju med tad sæta :)...ef mig minnir rétt tad er ad segja! Var tad tann 6.júlí?
Prófiði klístruð læri límd við indverska stórfjölskyldu í öftustu sætaröð í rútu, það er toppur klístruðu læranna, sviti, raki og.....annarra manna sviti!!! Annars alltaf gaman að lesa bloggið þitt Kristrún mín. Og já smituð og ekki smituð, ég er nú hætt að greina á milli hver er hvor, ég og Álfheiður. Við erum bara orðnar alveg eins og believe it or not, ofan á allt annað erum við báðar orðnar ljóshærðar og stutthærðar!!!!!
Takk fyrir afmæliskveðjuna og pakkann elsku frænka, rosa glaður með þetta og hæstánægður með að verða orðin ársgamall:) byrjaði reyndar ekki að labba í dag en ég sleppti mér og stóð sjálfur en fannst þetta frekar hættulegt og hætti við á síðustu stundu.....hehehe
Er í staðinn búinn að vera að reyna að segja heilu sögurnar, en enginn virðist skilja mig....
Hlakka til að sjá þig í næstu viku
Kveðja þinn frændi
Bjarmi Már
bið auðvitað einnig að heilsa Frank:)
Haha Sólrún thú bara VERDUR ad senda mér mynd!! Tad er alltaf gaman tegar fólk er svona duglegt ad commenta hérna :)
Bjarmi mig hlakkar líka mjøg mikid til ad hitta tig litli øfurtøffari, njóttu tess bara ad geta ekki labbad, thú hefur nógan tíma til ad æfa tig í framtídinni ;)
Jújú alveg rétt hjá þér og takk fyrir :) 27 ára er einhvernvegin miklu meira en 26 hmmmm...
Post a Comment