Tuesday, July 04, 2006

Bekkurinn minn :)






Þarna er fólkið mitt úr dönskuskólanum! Konurnar í hvítu kápunum eru kennararnir okkar þær Bente og Birgit, eðal konur. Svo frá vinstri er kennarinn minn Bente (DK) Brynhildur (ísl/Engl), Tine (Þýsk), Ég, einhver stelpa sem var ekki í bekknum, Nicole(Þýsk), Athra (Írak). Neðri röð frá vinstri : Einhver stelpa ekki úr bekknum, Birgit kennarinn (DK) og svo krúttið hún Noriko (Japan) sem seldi mér sófann góða. Það vantar reyndar mjög marga á myndina, bæði þá sem ekki komu með í ferðina og þá sem voru ekki akkúrat á svæðinu þegar myndin var tekin.


Við stöndum á ströndinn í Skagen sem er nyrsti oddur Danmerkur þar sem tvö höf skella saman, Skagerak og Kattegat. Mjög margir sjómenn hafa látist þarna því sjórinn er mjög kröftugur og svo nær oddurinn langt út í sjó og mörg skip strönduðu á honum.

Nú verð ég óð í að setja myndir hérna inn því það er bara svo einfalt!

Allaveg áttum við mjög mjög góðan dag í dag á ströndinni og ég er bara nokkuð rauð og sælleg :) Langar reyndar ekkert í vinnuna á morgun. Ég fæ svo frí aftur um helgina og get bara ekki beðið þó það sé spáð þrumum og eldingum og leiðinlegu veðri. Ég og Frank munum líklega færa okkur yfir til Lystrup í sveitasæluna um helgina og hafa það huggulegt þar í þrjár vikur.

5 comments:

Anonymous said...

Jei!!! Elska ad sja myndir:) Svo vertu nu aegilega dugleg ad setja myndir herna inn!!! Til hamingju annars med eins og tveggja ara afmaelin;) kyss kyss fra sviss;)

Anonymous said...

Hej!! Til hamingju með að vera búin að fá íbúð í gamla hverfinu aftur. Hitti mömmu þína í gær og hún sagði mér fréttirnar. Dauð öfunda ykkur að vera í góða veðrinu í DK. Hér er alltaf rigning :-( Hlakka bara til að koma aftur heim til Dk. Hafið það rosa gott. Kv. Anna Rósa og co.

Anna Þorbjörg said...

Arg!!! Var að skrifa þér bréf á mánudaginn en þá datt bara allt út þegar ég var að enda það. Nenni ekki að skrifa það aftur. Bíð í nokkra daga. Sorry elsklingur!
Lýst vel á að fá myndir af þér og þínum, gott að ég gat orðið að liði...
Góða helgi

Anonymous said...

hæ skvís já rosalega gaman að sjá myndir, alltaf gaman að sjá hvernig þú hefur það. Ég skil þig svo vel við erum svo í sama gírnum þurfum að komast í frí ég og þú og helst saman það væri nú frábært ;). Annars hafið það gott í sveitasælunni í Lystrup

Anonymous said...

So true!