Monday, July 03, 2006

Hún á afmæli í dag :)



Þá er ég eins árs dani í dag :)

Ég flutti til Danmerkur fyrir akkúrat ári síðan. Ég lenti einmitt í lestinni með öllum Hróarskelduheimförunum og það var sko ekki gaman, illa lyktandi og fullt lið hehe. Það var vel tekið á móti mér þegar kom á leiðarenda var komið og mér hefur liðið afskaplega vel hérna hjá mínum heittelskaða ;)

Við áttum svo tveggja ára afmæli á laugardaginn en við hittumst einmitt á Hróarskeldu árið 2004 þó við vorum reyndar ekki verið par fyrr en seinna í mánuðinum. Í tilefni þessara daga fórum við út að borða á grískum veitingastað sem var by the way frekar sleecy en maturinn var góður og við skemmtum okkur vel. Nú er smá pása og Frank er að vinna að greininni sinni um frönsku tónlistarhátíðina en þegar hann er búinn með það viljum við kíkja út í eins og einn öl eða svo :) Við eigum bæði frí á morgun og ætlum að nýta daginn vel á ströndinni :) Hlakkar til!


Over and out my friends

p.s Hvernig set ég mynd hérna inn í textann? Þarf ég að hafa myndina staðsetta á internetinu áður en ég get sett hana inn hérna? Anna þú ert sérfræðingurinn!

4 comments:

Anna Þorbjörg said...

Til hamingju með þessa áfanga elsklingur! En þar sem ég er titluð sérfræðingur ætli ég verði ekki að reyna að svara! Táknið sem er næstlengst til hægri, einhvers konar mynd, add immage. Þegar þú ýtir á þetta ætti það að skýra sig sjálft. Þú getur bara notað myndir sem eru inni í my documents, þannig að ef þú vilt láta mynd af netinu, þá vistar þú hana fyrst þar, getur svo eytt þaðan þegar verkinu er lokið. Vona að þetta sé skiljanlegt. En það eru ekki allir í fríi í dag, verð víst að vinna því miður. En vona að þið eigið góðan frídag.

Anonymous said...

Til hamingju elsku Kristrún mín og Frank. Flott að heyra að þið séuð að fá þessa íbúð, gott að þið séuð að komast þangað sem ykkur langar að vera.

Kiss kiss og knús
Ásdís

Anonymous said...

Til hamingju Frankrún með 2 árin. Hróarskelda var rosaleg í ár er enn að jafna mig.

Frankrún said...

Jeijj takk Anna, þetta var nú ekkert stórmál eins og ég hélt! Allavega þetta er mynd af okkur frá því tímabili þegar við vorum "nýbyrjuð" saman híhí, ég lít reyndar eitthvað fáránlega út á þessari mynd en hverjum er ekki sama! hehe, nú koma sko myndir hérna í tíma og ótíma hehe.