Thursday, July 20, 2006

Innantóm þvæla


hæ allir!! Er ekki hætt að blogga! ó nei er bara búin að vera upptekin í vinnu og svefnleysi af völdum of mikillar þagnar hehe. Ákvað að bæta upp langa pásu með einhverju bulli, hef nefnilega ekki svo mikið að segja þessa dagana en mun líklega koma með gott og almennilegt blogg með nokkrum myndum á næstunni því Katrín systir er í Danmörku núna og mun heimsækja okkur Frank um helgina!! :)

Ákvað að skella inn gamalli mynd af húsinu í Herluf Trolles gade sem við erum að fara að flytja inn í AFTUR þann 1.september. Í þetta skiptið munum við flytja upp á efstu hæðina þar sem sést lítill þakgluggi, voða kósy ;) já okkar stigagangur er semsagt vinstri hurðin og gluggin þeim megin bara svo þetta sé alveg kristal tært.

Við Frank erum í sveitinni sem er yndislegt fyrir utan mjög mikið svefnleysi. Í byrjun vaknað ég semsagt alltaf á slaginu fjögur og gat svo ekki sofnað aftur, held það hafi verið út af því að maður þarf að labba niður stiga til að pissa og svo upp aftur og þegar í rúmið er komið er maður glaðvaknaður og byrjar svo að telja niður þangað til maður þarf að vakna en það er jú ansi snemma sem ég þarf að dröslast á lappir. Svo þegar ég var farin að getað sofið þá byrjaði strætóinn minn að fokka í mér þannig að ég þarf núna alltaf að vakna rétt fyrir sex til að athuga hvort strætóinn minn keyri á réttum tíma eða hvort ég þurfi að taka næsta strætó á undan. Er bara pirruð yfir þessu! Við erum nefnilega svo rosalega langt frá bænum en það tekum um hálftíma að keyra í bæinn með strætó og um 40 mín að hjóla sem ég nenni bara ómögulega þar sem ég hjóla allan daginn í vinnunni.
Við erum með stóran garð og þrjá útiketti þannig að ég finn ekki fyrir ofnæmi og þetta er bara svo huggulegt, ég er búin að taka nokkrar myndir af húsinu en nenni ekki að setja þær inn alveg strax en þær koma síða og ég lofa því.

Hafið það sem allra allra best þarna úti

4 comments:

Anonymous said...

jei...eg var farin ad orvaenta ad tu vaerir haett ad blogga ennnn gat tekid gledi mina aftur;) hafdu tad nu annars voda gott med katrinu og co um helgina:) kyss kyss fra sviss

Anonymous said...

Já segji það sama og Heiða var farin að örvænta, var farin að þurfa fá minn skammt af kristrúnar skrifum hehe. Er svo glöð fyrir ykkar hönd að þið séuð að komast aftur í þetta hús aftur, í kyrrðina. Annars verðum við nú að fara spjalla saman á skype þetta gengur nú eiginlega ekki lengur. Það er allt of langt síðan ég heyrði í þér.

Anonymous said...

já endilega ásdís!! hefuru tíma á trid eda mid?

Anonymous said...

Ég hef tíma á kvöldin ef það hentar þér? Er annars að vinna frá 10-18:30.
Ásdís