Sunday, October 19, 2008

Kreppa hvað?

Vá hvað ég skulda mikið blogg!! Veit náttúrulega ekkert hvort það sé einhver yfirleitt að lesa þetta blogg lengur hehe. Það hefur margt gerst síðan síðast þannig að ég ætla að romsa því út og sjá svo til hvort ég setji inn myndir eða skelli þeim kannski bara á facebookið mitt. Varúð þetta blogg er montrassablogg dauðans!!

Seinasta helgi var geggjuð dekur helgi sem ég mun aldrei gleyma og mun líklegast aldrei toppa. Við fórum til Vejle á Spa hótel með fjölskyldunni hans Frank. Þegar við komum fengum við öll smá sjokk yfir því hvað þetta var geggjað flott hótel og nútímalegt. Staðsetningin er líka æðisleg þar sem hótelið er í litlum skógi við fjörðinn þannig að maður getur farið í allskonar göngutúra í fallegri náttúru. Við komum á föstudagskvöldi og byrjuðum á að skoða herbergin okkar áður en við fórum í mat. Ég var alveg orðlaus yfir gæðunum þarna, þegar við komum inn blasti við Bang&Olufsen flatskjár og á honum stóð "Velkominn Frank steffensen" (eitthvað gleymdist að setja nafnið mitt inn þarna hehe). Rúmin voru rosa góð Hastens rúm sem eru búin að vera mjög mikið í tísku og öll húsgögn bara mjög flott og nútímaleg. Við fengum svo fjögurra rétta máltíð með nýju víni fyrir hvern rétt. Skrítið að sitja við borð þar sem allir eru með fimm glös og haug af hnífapörum. Það kemur alltaf upp í mér þessi "Im not worthy" tilfinning í svona aðstæðum haha. Maturinn var geggjað góður en ég er bara ekki vön að sitja í marga klukkutíma og borða fjóra mismunandi rétti og var því frekar ónýt í maganaum alla helgina (við fengum svona máltíðir bæði kvöldin). Á laugardeginum fór ég með systrum hans Frank í spa dekur á meðan restin af fjölskyldunni fór að spila golf. Þetta er ekkert smá flott spa og fullt af góðri afslöppun þarna. Hægt var að fara í allskonar mismunandi sauna, fótaböð, sturtur, sundlaugar plús allt annað sem hægt var að borga sérstaklega fyrir eins og nudd og andlitshreinsanir. Það sem slóg mest í gegn hjá fjölskyldunni hans Frank var heitur pottur úti. Vá hvað þeim fannst það geggjað. Ég var frekar lítið impressed þar sem annar hver maður er með svona heima hjá sér á Íslandi og vatnið er alls ekki jafn heitt eins og heima. Held að systir hans Frank ætli að kaupa sér svona því hún var alveg sjúk í þetta. Eftir alltof margar góðar máltíðir fórum við svo í göngutúr niður að vatninu á sunnudeginum í sólskinsveðri. Ríka fólkið á rosa flott hús þarna og fína báta sem maður gat horft á og öfundast út í hehe. Þó svo að þetta hafi allt saman verið æðislegt þá jafnast ekkert á við að koma aftur heim til sín þvó svo að maður geti ekki staðið uppréttur í svefnherberginu og fleira í þeim dúr ;)

Góðar fréttir!!! Frank er kominn með nýja vinnu :) Hann er að fara að vinna í Ree Park sem er safari dýragarður rétt hjá Ebeltoft. Hann verður nýji upplýsingafulltrúinn þeirra. Eini ókosturinn er að þetta er langt í burtu og Frank þarf að taka bílpróf og kaupa bíl til að komast þangað því samgöngurnar eru mjög lélegar á þessu svæði. Við erum því mjög ánægð þessa dagana. Í tilefni þess skelltum við okkur á tjúttið á föstudagskvöldið með nokkrum góðum úr sálfræðinni. Algjörir snillingar þetta fólk sem ég er með í skóla.

Ég er hrikalega léleg við að setja inn myndir á þetta blogg og ætla því bara að skella myndum inn á facebook og setja svo link hérna inn fyrir þá sem ekki eru komnir svo langt að skrá sig á facebook hehe.

Hafið það gott þrátt fyrir kreppu

6 comments:

Anonymous said...

Men ó men hvað ég er abbó! En gaman að fá góðar fréttir af ykkur skötuhjúum :)Gleymdi alveg að spyrja hvort Frank kæmi með til Ísl. um jólin? Allavega farin að telja niður dagana þar til maður sér þig aftur :)
Knús...

Anonymous said...

Júhú gaman að heyra frá þér sæta! ÉG kíki sko alltaf hérna inn reglulega og var alveg farin að lengja eftir færslu frá þér:) Greinilega verið æðisleg helgi á Spa hótelinu...bara notalegt að láta dekra við sig og borða góðan mat! Gott að heyra að Frank er kominn með vinnu:) Kossar og knús sæta mín

Anonymous said...

Vá geggjað hótel þetta hefur verið ekkert smá nice ferð. Segi það sama og Soffía maður er farin að telja niður þangað til þú kemur vonandi getum við náðu einum badmintontíma saman ;).
Frábært að heyra að Frank er kominn með vinnu.
Já og ég kíki alltaf reglulega að lesa þó ég gleymi stundum að commenta og svona :).

Unknown said...

Frábært, til hamingju Frank! En já shit þetta hótel er geggjað flott og ég segi bara það sama og Soffía men ó men hvað ég er abbó ;)

Anonymous said...

Plebbinn þinn ...haha
En er satt að segja mest öfundsjúk út í Frank að fara að vinna í dýragarði...besta djobb sem til er get ég ímyndað mér :)

Anonymous said...

Congratulations Frank! Good job!

plebba helgi madur... ljuft ;)