Monday, September 29, 2008

Afmæli


Jæja þá er orðið langt síðan ég skrifaði eitthvað á þetta blessaða blogg mitt, það er að meira að segja svo langt síðan að ég er ekki lengur 28 ára heldur 29 ára!!! Til hamingju til mín og systur minnar Katrínar sem var svo heppin að fæðast sama dag og ég hehe. Takk kærlega fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar góðu vinir :) Voða á ég marga góða vini!! Rík tík.

Ég ákvað að halda afmælisveislu sem vatt "aðeins" upp á sig og endaði með að vera að risastóru afmælispartýi með um tuttugu manns sem hepnnaðist samt nánast fullkomlega. Það eina sem klikkaði var að það var ekki nóg matur handa þeim sem komu of seint (alltof seint).



Við vorum annars með brauðrétti á matseðlinum ásamt salati og snittum. Í forrdrykk bjuggum við til ávaxta kokteil (smoothie style). Þetta slóg allt saman í gegn hjá fólki. Þeir sem voru að sjá íbúðina okkar í fyrsta skiptið voru alveg dolfallnir yfir hversu flott þeim fannst hún og hversu góðan smekk þeim fannst ég hafa, reyndar sagði einn vinur minn að honum hefði aldrei grunað að ég hefði svona góðan smekk haha, frábært hrós!!

Gestirnir voru bæði Danir og Íslendingar og allir voru að sjálfsögðu góðir vinir. Ég fékk svo rosa flottar gjafir sem ég á eftir að njóta lengi :) Takk fyrir mig!! :)






4 comments:

Anonymous said...

hæ sæta mín, síðbúnar afmæliskveðjur:) oh geggjað gaman aðhalda svona partý...alltof langt síðan ég hef haldið partý nú eða bara farið í partý hehehe;)gaman að sjá myndir af þér líka beib...vertu dugleg að blogga;) kysskyss frá sviss

Anonymous said...

Virkar sem svaka stuð partí!
En er sammála gestunum að íbúðin er mjög smekkleg á allan hátt enda þú fræg fyrir smekklegheit (að mínu mati alla vega)

Anonymous said...

Enn og aftur til hamingju með afmælið um daginn, totally skammast mín fyrir að hafa hringt 2dögum seint og haldið að ég væri bara einum degi sein! En allavega lítur út fyrir að hafa verið mjög vel heppnað partý og alveg sammála fyrri ræðumanni þú hefur alltaf haft gott auga fyrir "design" og "decorating" :-)
Koss og knús úr kuldanum (mín komin í ullarpeysuna)...

Anonymous said...

Hey litur ut fyrir ad thad hafi verid mikid party!!! Til hamingju med daginn um daginn!! Sorry hvad eg er sein til ad segja til hamingju, afmaelid for alveg fram hja mer thvi eg la heima med Malariu. Sorry. TEk annars undir allt sem adrir hafa sagt... thu hefur alltaf haft gott auga fyrir innanhushonnun, enda hefuru ahuga a thessu og paelir i hlutum ;)