Tuesday, October 28, 2008

Prump

Er ennþá lifandi eftir sjö stranga daga á heilsumatarræði!! Er þó reyndar búin að "svindla" nokkrum sinnum en tel það part af prógramminu ;) Það tekur mig um hálf tíma að borða morgunmat á morgnana. Ég þarf by the way að borða haug af ávöxtum til að verða södd þannig að ég stend sveitt inní eldhúsi og flysja fjall af ávöxtum svo þegar því er loksins lokið þarf að borða fjallið og það tekur sinn tíma. Svo er það að kaupa allt þetta heilsufæði því ávextir eru jú ekki ferksir endalaust og svona. Það versta af öllu er að ég er að drepast í maganum og er með geggjað loft í maganum!! Þetta átti að hjálpa maganum mínum sem er alltaf í tómu rugli en heilsufæðið virðist fara illa í mig. Veit ekki hvort ég eigi að gefast upp eða þrauka aðeins áfram. well well.

Er mjög stolt af karlmanninum á heimilinu en hann er orðinn alvöru Safari-maður :) Hann byrjaði í nýju vinnunni í dag og kom heim fullur af sögum af hinum ýmsu dýrum. Vandamálið að komast fram og tilbaka í vinnuna er leyst því hann getur fengið far með amk tveimur samstarfsmönnum sínum sem er þvílíkur léttir. Ég held að þetta eigi eftir að vera rosa spennandi vinna :) Svo veit maður náttúrlega ekkert hvort maður fái einhverja aura frá kúpu landinu góða þannig að það er gott að geta lifað af Safari hetjunni ;)

3 comments:

Anonymous said...

Verð að segja Óliver að Frank sé að vinna í dýragarði...það er örugglega langflottast í heimi! :D
kveðjur frá kreppuklaka!

Anonymous said...

Jú Kristrún mín koma svo ég veit þú getur þetta...líkaminn mun venjast þessu og þá mun þér líða miklu betur.......KOMA KRISTRÚN....:)

Anonymous said...

Eg veit, graenmetisfaedi er prump!

Thegar eg flutti til danmerkur og for ad borda miklu meira graenmeti tha for eg ad prumpa a fullu, og eg var ekki einu sinni a serstoku mataraedi bara jok neysluna adeins ovart. Minnir samta ad prumpid hafi haett